Viðurinn litar vatnið gult
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Viðurinn litar vatnið gult
Við vorum í smá vandræðum með sýrustigið í búrinu og fundum það út á netinu að þá væri gott ráð að bæta við út í búrið. Við keyptum viðarbút í dýrabúð, létum hann liggja í vatni í sólahring og skoluðum hann svo áður en hann fór útí fiskabúrið.
Góðu fréttirnar eru þær að sýrustigið er orðið nokkuð gott bara
Slæmu fréttirnar eru þær að vatnið í búrinu er gult!
Er það slæmt að vatnið sé orðið svona gult? Er einhver leið til að laga það?
Við skiptum 1/3 af vatninu út fyrir sirka 2 dögum, en gerði nú svosem ekki mikið.
Góðu fréttirnar eru þær að sýrustigið er orðið nokkuð gott bara
Slæmu fréttirnar eru þær að vatnið í búrinu er gult!
Er það slæmt að vatnið sé orðið svona gult? Er einhver leið til að laga það?
Við skiptum 1/3 af vatninu út fyrir sirka 2 dögum, en gerði nú svosem ekki mikið.
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Viðurinn á eftir að lita næstu mánuðina. Það fer minnkandi en í raun ómögulegt að koma í veg fyrir það.
Liturinn er ekkert verri fyrir fiskana og líkir í raun betur eftir náttúrulegu umhverfi þeirra. Passaðu bara að sýrustigið lækki ekki of mikið. Hvaða fiska ertu með?
Liturinn er ekkert verri fyrir fiskana og líkir í raun betur eftir náttúrulegu umhverfi þeirra. Passaðu bara að sýrustigið lækki ekki of mikið. Hvaða fiska ertu með?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Liturinn er ekki hættulegur fiskunum en hann fylgir oft trjárótum. Ef þú vilt síður fá litinn geturu prófað að láta renna á rótina í baðkari t.d. í góðan tíma eða skellt henni í uppþvottavél (án sápu auðvitað).
-
- Posts: 20
- Joined: 02 Apr 2013, 15:49
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Við erum með sverðdraga, plegga, platy, tetrur, corydoras og black molly.
Sýrustigið virðist vera stopp við sirka 7, ef það fer að verða of basískt þá skellum við bara nokkrum skeljum útí hehe
Sýrustigið virðist vera stopp við sirka 7, ef það fer að verða of basískt þá skellum við bara nokkrum skeljum útí hehe
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Viðurinn lækkar sýrustigið (vatnið verður súrara), þannig að það er lítil hætta á því að það verði of basískt. En skeljar væru ráð til að gera það basískara. Ég hugsa að þú þurfir samt ekkert að pæla í því.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Keli, hvað er gott, og hvað er slæmt við það?keli wrote:Viðurinn lækkar sýrustigið (vatnið verður súrara)
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Venjulega skiptir það ekki miklu máli nema maður sé með mikið af við í búrinu. Hvort það sé gott eða slæmt að lækka sýrustigið (pH) fer bara eftir því hvaða fiska maður er með. T.d. væri ekki æskilegt að vera að hrúga við með afrískum síkliðum, en mjög gott með mörgum tetrum og fiskum sem koma úr "blackwater" ám eins og rio negro ofl.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Takk fyrir þetta Keli.keli wrote:Venjulega skiptir það ekki miklu máli nema maður sé með mikið af við í búrinu. Hvort það sé gott eða slæmt að lækka sýrustigið (pH) fer bara eftir því hvaða fiska maður er með. T.d. væri ekki æskilegt að vera að hrúga við með afrískum síkliðum, en mjög gott með mörgum tetrum og fiskum sem koma úr "blackwater" ám eins og rio negro ofl.
En með td. Guppy og Kuðungasiklíðum?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Kuðungasíkliður vilja frekar hátt pH, þannig að ég myndi frekar hafa skeljasand og svoleiðis frekar en rætur. Þær spjara sig þó sjálfsagt fínt í súrara vatni. Guppy vilja pH 7-ish og þarf venjulega ekkert að fikta í vatninu fyrir þá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Já ok,,, ruglast alltaf í þessum fjan"#$a og spurði vegna þess að ég er með svo mikið af rótum (litlum) í gróðurbúri hjá Guppy, rækjum og Kuðungasiklíðum, spurning hvort það sé í lagi.keli wrote:Kuðungasíkliður vilja frekar hátt pH, þannig að ég myndi frekar hafa skeljasand og svoleiðis frekar en rætur. Þær spjara sig þó sjálfsagt fínt í súrara vatni. Guppy vilja pH 7-ish og þarf venjulega ekkert að fikta í vatninu fyrir þá.
með fyrirfram þökk fyrir svar, og svo skal ég ekki stela meiru af þessum þræði
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Viðurinn litar vatnið gult
Ef fiskarnir hafa það gott þá hafa þeir það gott, þarf ekkert endilega að breyta neinu ef búrið er í góðu jafnvægi
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net