Rólegt síkliðubúr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Rólegt síkliðubúr

Post by Sven »

Ég er að setja upp búrið mitt aftur (600ltr) og mig langar að hafa einhverja rólega blöndu af litríkum síkliðum.
Ég er ekki sá fróðasti þegar kemur að síkliðum en datt í hug að hafa þetta bara karlabúr til að minnka lætin.

Hvaða fiskum munduð þið mæla með? Helstu kostir eru:

Ekki allt of árasargjarnir
Ekki mjög dýrir
verði á bilinu 10-15cm stórir
Litríkir

Ég er svolítið heitur fyrir Yellow lab og Brichardi.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Rólegt síkliðubúr

Post by Agnes Helga »

Eg er með malawi i 200 l og mæli með þeim, mbuna helst.. eg er með td yellow lab, brichardi, demansoni ofl saman.

Red zebra eru flottir og odyrir og mpanga.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Rólegt síkliðubúr

Post by Jakob »

Það er hægt að gera mjög flott "All male hap" búr úr þessu búri. Með stærri malawi síkliðu körlum, t.d. Steveni taiwan reef, copadichromis borley, nimbochromis venestus, fossochromis rostratus og svo er lengi hægt að telja.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Rólegt síkliðubúr

Post by Sven »

Þakka ykkur fyrir þetta, ég skoða þessa fiska. En eru Haplochromis ekki almennt frekar dýrir?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: Rólegt síkliðubúr

Post by Sven »

Hvernig er það annars ef maður er með 100% karlkyns búr, eru þeir þá ekkert að grafa?
Væri alveg til í að vera laus við moksturinn hjá þeim að mestu leyti.... Hvernig eru þessar tegundir sem hér hefur verið rætt um hvað það varðar?

Annað, er slæmt að mölin sé örlítið gróf fyrir þessar síkliður?
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Re: Rólegt síkliðubúr

Post by RagnarI »

grafa meira ef það eru hrygnur í búrinu til þess að búa sér til hrygningarstaði. Mbuna eru duglegir að grafa, veit ekki með haplochromis. grófa mölin gæti líka minnkað moksturinn (án þes að ég viti það þó, var með sand hjá mínum og þeir mokuðu eins og þeir fengju borgað fyrir það)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Rólegt síkliðubúr

Post by Gudmundur »

Skoðaðu Geophagus, Gymnogeophagus eða heros mikið til af litríkum og rólegum síkliðum þar
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply