Hafið þið ráð handa mér?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
repp
Posts: 58
Joined: 07 Dec 2006, 19:09

Hafið þið ráð handa mér?

Post by repp »

Jæja.. sem sikliðu byrjandi ( :oops: jú ég veit sirka kannski eða hef ákveðna hugmynd um hver er hvað í búrinu mínu..eða ekki :twisted: ) en ég er með vandamál.. hvað er það sem tætir upp uggana á fiskunum ? er þetta costia eða eithvað álíka spennandi? ég myndi alveg vilja heyra uppástungur ... er með fiskinn í einangrun .. en hann er samt svolítið sprækur... kv Repp!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvernig fiskur er þetta og hvaða fiskar eru með honum í búri ?
Ég giska á að búrfélagarnir geti verið ábyrgir.

Sporðáta heitir það þegar uggar tætast upp á fiskum, oft er ástæðan þó bara slæm vatnsskilirði og sést þá oft fyrst hjá fiskum sem liggja við botninn á nóttinni.
repp
Posts: 58
Joined: 07 Dec 2006, 19:09

Post by repp »

takk fyrir svarið... þetta er lombardoi rendurnar sjást þó varla hann er svolítið fölur greyið.. vatnsskilyrði gætu verið atr... ég lennti í því á dögunum að flippa svolítið á nitrati og ..skipti út vatni og ok þeir virtust vera að skríða saman ... um kvöldið skifti ég aftur út 50 % af vatninu og þeir byrjuðu að hristast og láu í kasti á botninum... vesen! en þessi lombardoi sem ég hef áhyggjur af núna hann var á sunnudaginn var á hvolfi og börnin voru farin að búa sig undir það vesta en við misstum bara einn en það var johanni.

ég hafði plantað svona líka ljómandi fallegri friðarlilju í búrið.. :oops: hafði alla moldina með á rótunum... :? :roll: held það hafi verið málið
..en svona sporðáta... vatnsskipti ok ..en önnur ráð?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lombardoi eiga til að vera ansi ákveðnir, ég geri ráð fyrir að karlarnir hafi verið að berjast um yfirráðasvæði og þessi hafi tapað fyrst hann er sá einni sem er með þessi einkenni. Hafðu hann í sérbúri og passaðu að hann hafi gott vatn og helst loftdælu, þá ætti hann að lagast á nokkrum dögum.

Mold og fiskar eiga ekki samleið, í gróðurmold getur verið áburður sem er skaðlegur fiskum.
Ertu enn með moldina í búrinu ?
Friðarliljan hefur það fínt í mölinni og reyndar ætti aldrei að setja mold í fiskabúr að mínu mati, mér sýnist best að plöntur séu í nokkuð grófri möl þannig súrefni og næring úr vatninu eigi greiða leið að rótunum.
repp
Posts: 58
Joined: 07 Dec 2006, 19:09

Post by repp »

Hæ aftur ég fjarlægði alla mold af rótinni..ætli þetta sé ekki spurning um að vera spök og skipta bara út smá af vatni .. +salta smá!
en það er eitt hvað er æskilegt að nitritið og nitratið sé hátt? ... hvernig mælir maður aftur hörkuna .. kranavatn, hver er sennileg harka þess? ..meina ef fiskarnir mínir þurfa hörkuna í kring um 8 ... kalk hvernig virkar það á vatn ég man ekkert af þessu... orðin alveg hrikalega ryðguð!... kveðja :mrgreen:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

NitrAt ætti ekki að fara yfir 20-40 ef ég man rétt.
NitrIt ætti ekki að mælast. Ef það mælist er líklegt að ekki sé búin að byggjast upp flóra í búrinu og þú getur flýtt fyrir því að flóran myndist með því að setja möl eða filterefni úr öðru búri í búrið.
Flóran byggist up á 6-8 vikum og á þeim tíma borgar sig að skipta ört út vatni.
Hafðu engar áhyggjur af hörku og sýrustigi, Íslenska kranavatnið hentar Afrískum fiskum vel. Skeljar eða skeljasandur í búrið eða skeljabrot í dæluna er þó góður kostur til að ná aðeins upp sýrustiginu.
Post Reply