Fiskabúr Valgeirs [Update, 16'04'08]

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Fiskabúr Valgeirs [Update, 16'04'08]

Post by Piranhinn »

Datt í hug að það væri sniðugast að gera bara þráð, þar sem
að ég er "alltaf" að setja inn update af búrunum mínum og fiskum.
Svo óvart bætast við hlutir eins og fiskar og fleiri búr :oops:
Kannast kannski einhverjir við það :)
Hér munu koma myndir af búrunum mínum með reglulegu millibili,
aðallega til að fylgjast með vexti og breytingum á fiskunum og búrunum.

Hér er nýjasta viðbótin, 90L búr með íbúunum:
1 stk Lemon Oscar.
1 stk Black Ghost Knife Fish.
1 stk Clown Knife Fish.
1 stk Gibbi
1 stk Clarias (Undefined) Catfish.

Image

Og hér fylgja nokkrar myndir af íbúum þess:

Image

Image

og hér eru Convictarnir mínir sem eru í einangrun í öðru búri núna þar sem að þeir tóku upp á því að:

Image


Og núna er komið alveg hellingur af seiðum :)

Set fleiri myndir reglulega :)
Last edited by Piranhinn on 16 Apr 2008, 01:08, edited 15 times in total.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

er þetta nokkuð fungus á eggjunum sem convict parið er með?
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ætli að þetta séu ekki frekar ófrjóguð egg
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

allt ófrjóvguð þangað til núna...
allt morandi í seiðum!
sirka 100+ og convictarnir á fullu að passa!
Hrikalega töff að sjá umhyggjuna hjá þeim...
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvað kom fyrir Clown-inn? hann er svo rosalega rispaður á hliðinni
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Hann var í sama búri og Convictarnir og þeir ákváðu að hrygna á
uppáhalds chill staðnum hans. Þannig að alltaf þegar hann ætlaði að kíkja
þangað þá var pikkað í hann og þannig. Þetta fékk ekki að ganga lengur en nokkra klukkutíma... Hann er að jafna sig núna í öðru búri og verður þar áfram...
Þessir Convictar koma mér stöðugt á óvart.
Lexis
Posts: 89
Joined: 24 Jul 2007, 23:05

Aldrei að treysta ránfiskum

Post by Lexis »

Þegar við komum heim á þriðjudaginn þá tók þetta á móti okkur
Image

Piranha fiskarnir voru greinilega ekki nógu saddir eftir rækjurnar kvöldið áður og ákváðu að eitt stykki demantasíkliða væri hæfilegur eftirréttur :P Þannig núna er bara ein demantasíkliða eftir í piranha búrinu sem þeir eru þó búnir að narta í.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Lítur mjög vel út búrið, verður gaman að fylgjast með.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Takk fyrir það. :)
Lofa ferskum myndum á morgun þar sem verður borinn saman vöxtur, convictaseiðin og þess háttar :)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Lofaði víst myndum í gær en maður getur ekki verið allstaðar í einu :)
Hér koma allavega nokkrar nýjar.

Hér eru óskararnir mínir, sem að hafa myndað ágætis vinskap og eru einnig mikið að kúrast ásamt Black Ghost Knife. Það er klárlega snilld að þeir séu allir svona miklir vinir:

Image

Image

Hér er svo að sjá hnífafiskana tvo, sem að er örlítill stærðarmunur á.
Það hlýtur eiginlega að vera að Clown Knife sé með vaxtaverki :D

Image


Hér er svo búrið í heild sinni:
Image

Svo ákvað ég að skella inn mynd af fyrirmyndarforeldrunum, jú, einmitt fangasíkliðunum:

Image

Og önnur þar sem sést smá betur fjöldinn á seiðunum:

Image

Sko! Náði að smella inn myndum og alles :) hehe
Kemur meira seinna...
Last edited by Piranhinn on 15 Sep 2007, 10:11, edited 3 times in total.
Lexis
Posts: 89
Joined: 24 Jul 2007, 23:05

Post by Lexis »

Flottar myndir 8)

btw, smá fréttaskot frá mér :P
convict karlinn var með leiðindi við kellinguna þannig hún var færð í annað búr til að jafna sig eftir kallinn (vantar á hana hluta af sporðinum). Seiðin eru í góðum gír og vaxa og stækka hratt. Óskararnir stækka svo eins og arfi og hafa nýlega tekið upp á því að skipta um liti eins og þeim sé borgað fyrir það, mjög gaman að fylgjast með því :)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

jæja! Þá er það nýjasta viðbótin...
Fékk mér einn walking catfish rétt áðan.
Er því miður ekki með myndavélina við höndina eins
og er, en ég lofa að það koma myndir af krílinu við fyrsta
tækifæri :)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Eins og ég tók fram hér fyrir ofan er ég búinn að fá mér Walking
Catfish... Hann er rosalega felugjarn og er eiginlega búinn
að halda sig í felum undir rótinni í búrinu síðan að hann kom
í hús á þriðjudaginn var.
Er það reynsla manna að hann sé svona lengi að venjast
eða að þeir séu svona felugjarnir eða hvað?
Hann sést ekki einu sinni á matartíma :(
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

tja ? ég fékk W,C í gær og hann er bara strax núna farin á flakk enn hann er ekki farinn að éta neitt ennþá.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er skrýtinn walking catfish. Kom hann frá einhverjum hér á spjallinu ?
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Það er skrýtinn walking catfish. Kom hann frá einhverjum hér á spjallinu ?
Ertu að tala við mig ?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

nei hann kom bara úr búð. Var alveg megtískt (ef að það er orð) sprækur
í búðinni og svo er hann bara í felum... ef ég lyfti rótinni upp, þá
eltir hann rótina eins og segull eða e-ð... þetta er mjög furðulegt...
hefur einhver lent í svipuðu eða..? :S
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þeir eru svona fyrst, ekkert óalgengt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ok, ég vona bara að hann komi til greyið :)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Image

Hér kemur svo mynd af WC. Ég vil endilega fá álit þar sem
að mér var lofað því að þetta væri annað litbrigði af
walking catfish :)
Verð auðvitað að fá "the real deal" ef að þessi er það ekki,
þó að hann sé nákvæmlega eins fyrir utan litbrigðin, þannig
að ef að einhver hefur ðáreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta
sé eitthvað annað en WC, þá VERÐ ég að fá að vita það! :D
Lexis
Posts: 89
Joined: 24 Jul 2007, 23:05

Post by Lexis »

Hér koma svo þrjár myndir í viðbót í tilefni dagsins :)
Convict seyðin
Image

Emil og Tumi yfirátvögl
Image

Svo að lokum koma piranhaprinsipissurnar sem fá sérstakt hásæti í búri við hliðina á rúminu :P
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst þessi WC líta öðruvísi út en þeir sem ég hef verið að skoða á myndum hér.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Piranhinn wrote:
Hér kemur svo mynd af WC. Ég vil endilega fá álit þar sem
að mér var lofað því að þetta væri annað litbrigði af
walking catfish :)
Verð auðvitað að fá "the real deal" ef að þessi er það ekki,
þó að hann sé nákvæmlega eins fyrir utan litbrigðin, þannig
að ef að einhver hefur ðáreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta
sé eitthvað annað en WC, þá VERÐ ég að fá að vita það! :D
Já hann er klárlega e-ð öðruvísi Ásta, því fannst mér
tilefni til að skjóta þessari spurningu hér fyrir ofan að fiskareynsluboltunum hér :=)
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

hæ, hef ekki hundsvit á Walking Catfish

..en vil óska þér til hamingju með Emil & Tuma, hvað eru þeir gamlir?

Flott búrin hjá þér - flottir fiskar :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sýnist þetta nú alveg vera WC en fleirri myndir er möst til þess að sjá það alminilega, fleiri sjónar horn
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þetta er klárlega WC
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er ekki viss með þennan Clarias, bakugginn er aðeins hærri en á Walking en annað stemmir.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég held að best væri að fá fleiri myndir af honum
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

thad er erfıtt ad sja og segja tıl yfır höfud hvort thetta se walkıng catfısh eda ekkı, thad eru margar tegundırnar af Clarıas og margar mjög lıkar.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já, ég þarf að smella fleiri myndum við fyrsta tækifæri og sýna ykkur dýrið betur.
Og já, Kristín, óskararnir eru alveg ýkt gamlir, eða kannski 6 mánaða :) veit ekki hvenær þeir "fæddust" en ég er bara að skjóta út í loftið.
Ég er hins vegar búinn að eiga þá í rétt rúma 2 mánuði :) Búnir að vaxa "Smá"

Fyrir 2 mánuðum:
Image

Í dag:
Image
Post Reply