gróður í fiskalausu búri

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

gróður í fiskalausu búri

Post by JinX »

hvernig er það, nú er ég með helling af afleggjurum af plöntunum mínum og mig langar að láta þá stækka og dafna en því þeir eru svo litlir ennþá, get ég verið með plöntur í vatni með engum fiskum í eða drepast þær bara úr næringar skorti þannig??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú getur sett vatn í búrið úr búri sem fiskar eru í, gróðurnæring er líka fínn kostur, svo er gott að vera með einhverja fiska sem éta þörung sem sest á plönturnar, td. ancistur eða bara eplasnigla.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

hvað heita rækjunnar sema étta hárþörung? þær eru svona glærar og sirka 1-2 cm.vist fínar í gróður búr
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ef ég væri bara með snigla þyrfti ég þá nokkuð dælu í búrið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei enga dælu, það er líka bara betra fyrir gróðurinn.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

glæsilegt, takk fyrir svörin :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Myndi setja hita kapal í botninn og sleppa dælunni, og síðan kanski nokkra Neon/cardinal til að framleiða smá no3 síðan bara góða gróður peru ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

en þurfa tetrurnar ekki dælu/súrefni í vatnið?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvernig er búrið ? hvað er það stórt, er lok á því ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

það koma nokkur búr til greina en þó helst væri ég til í að setja þetta í búr sem er um 140 á lengd og um 20-25cm á hæð og 20 á breidd er ekki með málin alveg á hreinu eins og stendur ekki með málband við höndina... en þetta búr er ekki með loki en það er heimasmíðuð ljósastæða með þessu
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei það er svona semi stórt, þá myndi ég setja power head í það til að hreifa vatnið því annars klára plönturnar allt co2 á stuttum tíma og eftir verður bara o2

Það er til mjög sniðugur power head í fisko sem er hægt að tengja For-síu á, er með einn þannig í 170L búrinu mínu og þetta svínvirkar :)
Þetta er s.s. AquaClear 301 power head og síðan for-filter
Hérna er minn, ég tengdi Co2 flösku við minn í gegnum grænu slönguna þarna þannig að hann bætir Co2 í búrið:
Image

Annars er hægt að nota hvaða hreinsi dælu sem er til að hreifa vatnið

Plönturnar framleiða súrefni fyrir fiskana og fiskarnir Co2 fyrir plönturnar þegar ljósin eru í gangi, síðan þegar þau slokna þá byrja plönturnar að anda að sér o2 og framleiða Co2 þanig að það er sniðugt að hafa loft dælu á timer sem fer í gang þegar ljósin slokna því það getur myndast of hátt Co2 magn á næturna

En ég myndi bara prófa þig áfram með þetta, þetta er mjög fjótt að koma hjá manni þegar áleiðis gengur
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

takk fyrir þessi svör ég skoða þetta og prufa mig áfram í þessu :P
Post Reply