Feitur fiskur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Feitur fiskur
Ég er með 4 rósabarba og einn er mikið feitari en hinir, og á erfitt með að synda eðlilega og hún sekkur eigilega alltaf niður á botninn.
Hvað gæti verið að honum?
Ég á fjórar tetrur og 1 er horfin, það er enginn fiskur sem gæti hafi borðað hana og hún gæti engan veginn fest sig í dælunni.
Hvað gæti eigilega orðið um hana?
Vona að þið svarið fljótt.. =)
Hvað gæti verið að honum?
Ég á fjórar tetrur og 1 er horfin, það er enginn fiskur sem gæti hafi borðað hana og hún gæti engan veginn fest sig í dælunni.
Hvað gæti eigilega orðið um hana?
Vona að þið svarið fljótt.. =)
Gabríela María Reginsdóttir
Nokkuð víst að þú nennir ekki að standa í því veseni að ala upp barbaseiði.. Vesen að finna mat handa þeim, vesen að halda eggjunum frá foreldrum og allskonar annað vesen..... Þetta er allt annað en t.d. gúbbar
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
hvaða hvaða ég er með x marga rósabarba í búrinu hjá mér, ég segi x því þeir fjölga sér svo svakalega að ég hef enganveginn tölu á þeim, samt eru með i búrinu skalar, gullbarbar, 6 mismunandi tegundir af tetrum, s. danios, draugafiskur, eitthverjar dvergsikliður. Svo aldrei að segja aldrei þetta er ekkert mál að fjölga þeim
Ég geri nú ekkert sérstakt, ég keypti upphaflega 6 fullorðna 2 kk og 4kvk. Ég er með 240l búr, nokkrar rætur í búrinu svo að ph-ið er frekar lágt 5-6, hitinn er um 24-25°C og svo er alveg hellingur af gróðri (aðallega java-mosi) þannig að það er nóg af felustöðum í búrinu fyrir seiði sem er nú án efa ástæðan fyrir því að þau komast upp.
Byrjaðu á því að fóðra fiskana vel með protein ríku fóðri. Þegar parið þitt er orðið feitt og pattaralegt er bara um að gera að skella þeim í annað búr. Yfirleitt þegar ég hef verið að fjölga börbum þá hefur mér gefist best að vera með aukabúr, 50-80l búr hentar vel betra að það sé ekki of stórt.
Þú skalt hafa vatnið um 20 -22°c (það er kjörhitastigið) og pH um 7 og hafa það u.þ.b 3/4 fullt af vatni passaðu að nota vatn úr stóra búrinu í hrygningarbúrið ásamt ferskuvatni. Innréttaðu búrið með því að hafa enga möl og hafðu gróður (java-mosa) í miðjubúrsins þeir hrygna yfirleitt yfir gróðurinn þar sem að rósabarbar eru svokallaðir dreifarar (það þýðir að þeir hrygna ekki á einustað heldur dreifa hrognunum). Skelltu svo parinu út í og leyfðu þeim að vera í nokkra klst. Bættu svo við ferksu vatni fyrir nóttina (þ.e ekki úr búrinu heldur úr krananum bara passa hitastigið;) ) og leyfðu þeim að vera þarna yfir nótt. Veiddu þá svo upp úr daginn eftir og innan nokkura daga ættiru að fara að taka eftir litlum seiðum á glerinu. Ekki gefast strax upp ef þú sérð ekkert fyrr en eftir viku fylgstu bara með því og skoðaðu.
Þú skalt ekki vera með filterdælu í búrinu því þá er hætta á ungviðin sogist inn í dæluna heldur skaltu frekar hafa bara loftdælu það er alveg nóg. Fyrst um sinn nærast seiðin á kviðpoka næringu og þarf ekki að fóðra þau, en þegar þau fara að synda um og stálpast er best að gefa þeim ungafóður sem fæst í dýrabúðum (þetta er fínmulið duft). Þegar þeir verða ennþá stærri er mjög gott að gefa þeim artemíu lifandi eða frosna. Passaðu þig bara að gefa ekki of mikið því vatnið er fljótt að eitrast. Svo er bara að vera duglegur að skipta um vatn og gefa. Þá ætti þetta nú að ganga hjá þér.
Byrjaðu á því að fóðra fiskana vel með protein ríku fóðri. Þegar parið þitt er orðið feitt og pattaralegt er bara um að gera að skella þeim í annað búr. Yfirleitt þegar ég hef verið að fjölga börbum þá hefur mér gefist best að vera með aukabúr, 50-80l búr hentar vel betra að það sé ekki of stórt.
Þú skalt hafa vatnið um 20 -22°c (það er kjörhitastigið) og pH um 7 og hafa það u.þ.b 3/4 fullt af vatni passaðu að nota vatn úr stóra búrinu í hrygningarbúrið ásamt ferskuvatni. Innréttaðu búrið með því að hafa enga möl og hafðu gróður (java-mosa) í miðjubúrsins þeir hrygna yfirleitt yfir gróðurinn þar sem að rósabarbar eru svokallaðir dreifarar (það þýðir að þeir hrygna ekki á einustað heldur dreifa hrognunum). Skelltu svo parinu út í og leyfðu þeim að vera í nokkra klst. Bættu svo við ferksu vatni fyrir nóttina (þ.e ekki úr búrinu heldur úr krananum bara passa hitastigið;) ) og leyfðu þeim að vera þarna yfir nótt. Veiddu þá svo upp úr daginn eftir og innan nokkura daga ættiru að fara að taka eftir litlum seiðum á glerinu. Ekki gefast strax upp ef þú sérð ekkert fyrr en eftir viku fylgstu bara með því og skoðaðu.
Þú skalt ekki vera með filterdælu í búrinu því þá er hætta á ungviðin sogist inn í dæluna heldur skaltu frekar hafa bara loftdælu það er alveg nóg. Fyrst um sinn nærast seiðin á kviðpoka næringu og þarf ekki að fóðra þau, en þegar þau fara að synda um og stálpast er best að gefa þeim ungafóður sem fæst í dýrabúðum (þetta er fínmulið duft). Þegar þeir verða ennþá stærri er mjög gott að gefa þeim artemíu lifandi eða frosna. Passaðu þig bara að gefa ekki of mikið því vatnið er fljótt að eitrast. Svo er bara að vera duglegur að skipta um vatn og gefa. Þá ætti þetta nú að ganga hjá þér.
artemía eru litlar krabbaflær sem er frekar auðvelt að rækta. Eggin fást í flestum betri fiskaverslunum og svo er oft einnig hægt að kaupa þær frosnar. pH mælingar eru yfirleitt framkvæmdar með litvísum og virkar það þannig að þegar þú bætir nokkrum dropum af litvísi út í vatnssýni litast það, liturinn sem að kemur berðu svo saman við litaspjald sem fylgir litvísunum og þá sérðu um hvaða pH-gildi er að ræða(það eru samt fleirri leiðir til að mæla pH t.d með pH pappír og pH-mælum sem eru dýr tæki og óþarflega nákvæm fyrir svona fiskabúra stúss) Proteinríkt fóður, yfirleitt þegar ég hef verið að fjölga fiskum hjá mér hef ég verið að gefa þeim blóðorma. Það er líka hægt að gefa þeim artemíu, dafníu, rækjur og ef þú nennir hökkuð nautahjörtu.
Vonandi hjálpar þetta.
Bjarki
Vonandi hjálpar þetta.
Bjarki
mó til að lækka pH, kóralmulning/matarsóda til að hækka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Engar líkur á að hún hafi drepist? Mér þykir afar líklegt að líkurnar séu hærri en það.
Hún gæti hafa stokkið uppúr.
Hún gæti hafa stokkið uppúr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Feitir fiskar eru ekkert alltaf feitir útaf því að þeir éta vel eða eru óléttir... Geta líka verið ýmsir sjúkdómar.
Efast einhvernvegin um að hún hafi drepist útaf hrygningu, en það gæti svosem alveg verið.
Efast einhvernvegin um að hún hafi drepist útaf hrygningu, en það gæti svosem alveg verið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net