Vandræði með skala
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Vandræði með skala
Ég er með community búr og var með 5 skala í því, en í gær tók ég eftir þvía ð þeir voru voðalega tussulegir svo ég tók þá úr búirnu og skellti þeim í vatn með smá salti. Í morgun voru tveir dauðir og nú er einn í viðbót að drepast. Ég skipti út 40% í gær og vatnsgæðin eru fín og ekkert sér á neinum fiskum nema skölunum. Tók eftir því að slímhúðin utan á þeim var þykkari en eðilega og uggarnir aðeins étnir. Hvað getur þetta verið?