Vandræði með skala

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Vandræði með skala

Post by Bjarkinn »

Ég er með community búr og var með 5 skala í því, en í gær tók ég eftir þvía ð þeir voru voðalega tussulegir svo ég tók þá úr búirnu og skellti þeim í vatn með smá salti. Í morgun voru tveir dauðir og nú er einn í viðbót að drepast. Ég skipti út 40% í gær og vatnsgæðin eru fín og ekkert sér á neinum fiskum nema skölunum. Tók eftir því að slímhúðin utan á þeim var þykkari en eðilega og uggarnir aðeins étnir. Hvað getur þetta verið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég kann ekki skýringu á þessu en ef þetta er td. costia þá er gott að keyra hitan upp í 30°, skalarnir ættu að þola það ef nægt súrefni er.
Hvaða fiskar voru með þeim og sýna ekki einkenni ?
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

ég er með perlugúrama, gullbarba, SAE, dverg-SAE, kirsuberjabarba, white-cloud, albino whitecloud, blágúrama, ancistrur, pristellur, mosabarba, sebra danio, microgeohacus altuspinosur, draugafiska, jojo, navy botiur, kardinalteturur, phantomtetrur og ábyggilega eitthvað fleirra.
Post Reply