Leira?

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Leira?

Post by Heiða »

Já góðan daginn.
Mér datt í hug í dag að leira í búrið mitt, þið vitið með brúnleir, brenna og glerja.
Er að velta því fyrir mér hvort það sé ekki í lagi?
Gæti verið eitthvað sem færi útí vatnið (þó mér finnst það ólíklegt, þetta er notað í mataráhöld og svoleiðis)
Eða hvað?
kv.heiða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er sjálfsagt í fínu lagi, jafnvel að sleppa að glerja, spurning hvort að í glerhúðinni séu einhver efni sem geti leyst upp í vatni ?
Leirinn sjálfur mun svo sjálfsagt lækka sýrustig í búrinu þannig ef þú villt halda háu sýrustigi þá er sennilega betra að sleppa honum.
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Post by Heiða »

já ,, ég verð að viðurkenna að ég er algjör græningi....
er s.s. betra að vera með hátt sýrustig? (hvað gerir það?)
En annars þá held ég að ef maður glerjar þá er þetta bara eins og matarstell eða krukka ,, er ekki í lagi að setja svoleiðis í fiskabúr ?
Ég á 1 lítið 60 lítra búr, í því eru:
1 Kardínálatetra, 2 svarttetrur, 1 par af rósabörbum, 4 Zebradanio, 1 par af sverðdrögum
og 1 ancistrus ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sumir fiskar kunna betur við sig í háu sýrustigi en aðrir í lágu. Yfirleitt hentar vatnið okkar öllum fiskum ágætlega.
Ef það er óhætt fyrrir okkur að éta af þessu þá ætti að vera í lagi að setja það í fiskabúr.
Heiða
Posts: 18
Joined: 28 Sep 2007, 10:31
Location: Hafnarfjörður

Post by Heiða »

Frábært :) Ætli ég drífi ekki bara í þessu.....
Ég á 1 lítið 60 lítra búr, í því eru:
1 Kardínálatetra, 2 svarttetrur, 1 par af rósabörbum, 4 Zebradanio, 1 par af sverðdrögum
og 1 ancistrus ;)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

fyrir um 20 árum síðan gékk nett tískubylgja í leirun í fiskabúr og var fólk að búa til hella og þvíumlíkt úr leir sem var mótaður af mikilli sköpunargleði og brenndur en ekki glerjaður..

hugsa að frændi okkar vigdísar eigi ennþá einn gríðarlegan helli sem minnir á eldfjall upp í hillu hjá sér , var í búri á mínu heimili á þessum árum og vel notaður af kribbapari .
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Getur ekki verið blý í glerjuninni? Amk er talað um að glerjaðar flísar geti innihaldið blý.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Held það sé ekkert að þessu,
litlu stytturnar með fisknum sem hélt á skilti sem stóð á ,,no fishing"
það var allt glerjað, gerði það að verkum að auðvelt var að skrúbba þörunginn,
getur varla verið hættulegt, við étum af þessu sjálf.

fjárinn man ekki eftir þessu eldfjalli, Robbi?
Image
Post Reply