Vatnamælingar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Vatnamælingar

Post by Rúnar Haukur »

Nú er ég búinn að vera með einhvern skratta í búrinu - nei ekki skrímsli heldur einhverja óáran sem ég fatta ekki.
Fékk að vísu Ich og tel mig hafa náð tökum á henni í það minnsta ekkert séð á fiskunum ( þeim fáu sem eru ennþá með vor ). Saltaði líka og til að reyna meira þá skellti ég baktopur meðferð á búrið ( 2 skipti ). Því lauk í fyrradag, skipti svo um rúmlega 20% af vatninu í hádeginu og mældi með TetraTest strimlum..
Strax eftir vatnaskiptin var mælingin þessi:

No3 - 25, No2 - 0, Gh - <3, Kh - 0, pH - 6,4

þetta er búið að vera svona síðan mælingar hófust 12 janúar... og virðist ekkert breytast til eða frá þó svo að ég hafi skellt Baktopur meðferð á það.
Mældi svo rétt áðan 4 tímum eftir vatnaskipti og allt við það sama, hvað segið þið um þessar tölur ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

No 3 er í hærra lagi, spurning um að skipta út meira vatni og fóðra minna.
Ertu með plöntur í búrinu ? Það væri fínt að smella smá gróðri í búrið.
pH finnst mér furðulega lágt, en það skiptir sennilega ekki öllu, ég reyndar treysti svona testum ekki fullkomlega.

Heilsufarið lagast sennilega við vatnsskipti.
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Plöntur í búrinu frá fyrsta degi, Hygrophilia polysperma og Egeria Densa. Hef reynt að vera ansi nískur á fóðrið og jafnvel sleppt úr dögum, eru samt ansi lystarlausir finnst mér. Núna hangir einn Guppy-inn mikið við botninn og er mikið á ská / kanski ekki svona mikið eins og merkið en er ekki að haga sér eðlilega.. Sé ekkert að honum að öðru leiti.

Ætti ég að prufa að skipta aftur um vatn í kvöld og taka þá td 50% ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fáðu þér bara sikliður, aldrei neitt vesin þar.

Skiptu um 30% af vatni. 50% er kannski heldur mikið þar sem þú ert nýbúinn að skipta.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:Fáðu þér bara sikliður, aldrei neitt vesin þar.
Alveg sammála
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Sikliður eru ofarlega á listanum þegar/ef ég fæ stærra búr, held að þetta litla 54 lítra sé heldur knappt.

Get sem sagt alveg tekið að mér að eignast stærra búr ef einhver þarf að losna við sitt á lítinn pening :D
Post Reply