Discusar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Það gæti verið að ég tæki diskusa fyrir sjálfan mig í næstu sendingu. :)
Ótrúlegt hvað svona veseniskvikindi geta heillað mann :)

Ég hef prófað saltið og það er ömó - ekkert gaman þar!


Diskusarnir eru furðu ferskir - éta allir vel (sumir meira en aðrir) og eru aðeins farnir að venjast mér. Ég verð þó enn að fara varlega í kringum búrið þeirra :)


Endilega láttu mig vita ef það koma einhverjir flottir diskusar - mig vantar einhverja bláa til dæmis (helst ekki cobalt samt)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:Það gæti verið að ég tæki diskusa fyrir sjálfan mig í næstu sendingu. :)
Ég verð að fá að taka þetta upp á myndband, ef af verður.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

ég verður aðstoðamaður hennar Ásta :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tók þessa áðan.. Furðu skörp og fín og ekkert fiktað í henni.

Image

Aðeins nær:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fín mynd.... en mér sýnist hann vera að kúka..... :?:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ásta wrote:Fín mynd.... en mér sýnist hann vera að kúka..... :?:
Jebb, hann er nýbúinn að éta þarna og hefur þurft að gera stykkin sín :)

Nokkrar fleiri fyrst ég er byrjaður - nennti ekki að croppa og photoshoppast, þið fáið þetta bara hrátt.

Red rose
Image

checkerboard pigeon blood
Image

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Flottir diskusar :D,,búnir að taka lit og alles :D
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég hlakka til að sjá myndir af þeim þegar þeir hafa náð meiri þroska.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Rodor wrote:Ég hlakka til að sjá myndir af þeim þegar þeir hafa náð meiri þroska.
Já, það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir líta út þegar það teygist úr þeim...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

já það verður æði :D
ótrúlega flottir diskus ég hef bara aldrei haft neinn áhuga á þeim
veit ekki hvort þeir eru peningana virði :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Ég hef trú á því að checkerboard diskusinn eigi eftir að verða stórglæsilegur þegar hann verður stærri. Lang skemmtilegst við diskuana er þegar þeir fara að para sig of hrygna. Þá mæli ég með því að þú reynir að koma upp seiðum ef þú hefur tíma ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tommi wrote:Ég hef trú á því að checkerboard diskusinn eigi eftir að verða stórglæsilegur þegar hann verður stærri. Lang skemmtilegst við diskuana er þegar þeir fara að para sig of hrygna. Þá mæli ég með því að þú reynir að koma upp seiðum ef þú hefur tíma ;)
Jamm, ég geri samt ráð fyrir að það sé amk ár í að þeir fari í þær pælingar, þannig að maður hefur smá tíma :)


Önnur af honum:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Jæja Keli komdu nú með fréttir af diskunum,gengur ekki allt glimmrandi vel :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ekkert að frétta svosem - stækka allir mjög vel og eru flottir. Pósta kannski myndum á morgun.. ótrúlegt hvað þessi kvikindi stækka hjá manni.

Einn er reyndar búinn að vera með smá vesen, hann er eitthvað stíflaður og mér tekst ekki að losna við það...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

frábært Keli, endilega komdu með nýjar myndir - svo gaman að sjá muninn á þeim :)

-þessi "stíflaði" hefði kannski gott af saltbaði & 32°C, og flögufóðri með hvítlauk í ..??
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ef fiskurinn er stíflaður getur verið gott ef þú getur að taka hann til hliðar og salta vatnið hjá honum, best er að nota epson salt en það fæst í svona heilsubúðum og er notað til að lagsera og þrífa af sér siggið á fótunum (gætir nú kanski notað það á sjálfanþig :D ) ef þú nærð ekki í þetta salt þá gætir þú eftilvill notað venjulegt en hitt er betra.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

hvað notar maður mikið af epsom salti?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru þeir bara í rekkanum hjá þér ?
Hvað eru þeir í miklu plássi og er búrið þeirra samtengt með hinum búrunum ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Eru þeir bara í rekkanum hjá þér ?
Hvað eru þeir í miklu plássi og er búrið þeirra samtengt með hinum búrunum ?
Jamm, eru í rekkanum. Þeir eru með um 80 lítra fyrir sig eins og er, og þetta allt samtengt. Fer að gefa þeim heilt búr án divider, þá fá þeir amk 140 lítra pláss.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Flott hjá þér Keli,nú er ég örðinn gjörsamlega sjúkur og ætla að losa mig við fiskana úr 300 lítra búrinu og fá mér svona :) Hvað mælir þú með mörgum í svoleiðis stærð af búri ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

pípó wrote:Flott hjá þér Keli,nú er ég örðinn gjörsamlega sjúkur og ætla að losa mig við fiskana úr 300 lítra búrinu og fá mér svona :) Hvað mælir þú með mörgum í svoleiðis stærð af búri ?
6-8 fullvaxnir - það er mælt með um 50 lítrum á stykkið.

Líklega fínt að byrja með svona 10stk þar sem það eru gjarnan einhver afföll af þessum púkum :)


Svo er það eina sem gildir með discusa er að vera duglegur að skipta um vatn og gefa þeim vel að éta þegar þeir eru ungir, þeir hætta að stækka í kringum árs aldurinn, og ef þeir eru ekki orðnir í (svo gott sem) fullri stærð þá, þá verða þeir það líklega aldrei.


Nokkrar myndir sem ég smellti af áðan.. Ekkert spes myndir svosem, bara langaði að pósta einhverju með:
Image
Image
Image

Þessi er pínu asnalegur, með misstór augu :shock:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Vaaaáá, GLÆSILEGIR!! :D
-svakalega hefur "sá bröndótti" tekið flotta liti & rendur á búknum :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kristín F. wrote:Vaaaáá, GLÆSILEGIR!! :D
-svakalega hefur "sá bröndótti" tekið flotta liti & rendur á búknum :)
Jebb, ég sagði þér að hann ætti eftir að koma til ;)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

voða fallegir! sætur þessi með misstóru augun hehe
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Glæilegt,þessi með misstóru augun er þetta ekki það sem er kallað latt auga hjá mannfólkinu :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jú eða lazy eye á ensku
Image :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

nú kémur að því að ég verð að melda alzæmer,,,ég man það and.... ekki en nú má einhver leiðrétta mig ef ég er með alveg galna uppástungu en mig mynnir að notuð sé matskeið á hverja 10 lítra en án abirgðar. spurning að leita að upplisíngum á netinu, þú gætir prufað á dph.nl sú síða er feikna góð.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, í dag fékk ég lánaða 8 stk discus til viðbótar... Hlussu kvikindi sem ég þarf að redda stærra búri fyrir asap. Það væri gaman ef það kæmu 1-2 pör úr þessu...

Smelli af nokkrum myndum á eftir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Image

Image

Snakeskin
Image

Yfirlitsmynd
Image


Þeir eru í um 80 lítrum eins og er - Ég dreifi þeim í 3x 80 lítra búr og 1x 120l svo á næstu dögum þegar ég er búinn að taka aðeins til hjá mér :) Þeir eru í um 600 lítra kerfi, uppsettu með 0nítrat, nítrít og allt það þannig að þótt búrið sé lítið, þá er vatnið gott :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvar er hægt að fá svona láns?

Djöfulli eru þeir fallegir.
Post Reply