Egg-Crate fyrir Vivarium?

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Egg-Crate fyrir Vivarium?

Post by Gabriel »

Ég hef verið að reyna að vinna í því að breyta 54L búri í Paladarium/Terrarium líkt og hér:
http://www.geocities.com/waltersvivarium/construct.html
En mig vantar egg-crate eða álíka efni til að búa til yfirborðslag. Veit einhver hvar hægt er að fá þetta? :? Og þá helst á Akureyri eða Húsavík.
Ég hef ekki fundið neitt líkt þessu en sá í öðrum þræði hjá Squinchy að þetta væri selt í Keflavík. :P Sem að er heldur langt í burtu fyrir mig.
Er þetta ekki notað í flúrljós? Og væri þá ekki hægt að finna þetta einhversstaðar fyrir ekki neitt? :-)
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

sýnist þetta vera sama efni og í ristinni á flúorljósum.
Ef svo er þá er hægt að finna þetta nánast hvar sem er á landinu og
fyrir einhverja tíkalla :) Bara leita og vera þolinmóður :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er reyndar frekar erfit að finna þetta, ég leitaði af þessu mjög lengi og fann einhvern í KEF sem vildi selja 120x60 plötu á Milljón og 1 handlegg ;) (5000.kr) sem mér fannst bara rugl mikið, fann þetta heldur ekki í byko né húsasmiðjunni en það er hvorteðer aldrei neitt til þar þannig að það er ekki mikið að marka það haha :), en endilega ef einhver finnur þetta á góðu verði þá endilega setja það hingað inn
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

eins og ég sagði ég á þvær plötur held ég..alle free er flutur í sandgerði en þær eru í garðinnum :)
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Jæja, ég fór á stúfana og fann eitt stykki af egg-crate (eitthvað um 120cm * 40cm) :D Afgreiðslumaðurinn fann eitt upp á lofti hjá sér og vissi ekkert verð á því og einfaldlega gaf mér stykkið :wink:

Ég er búinn að ákveða að breyta 96L búrinu, en hér gerast hlutirnir hægt, þarf að redda mér Silirub AQ sem að fæst ekki hér, svo þarf ég leirkúlur (cocoa puffs draslið sem að maður sér stundum í blómapottum) og það fæst heldur ekki hér í bæ og einhverskonar substrate, veit einhver hvort að hægt sé að fá svona cocoa-fiber? Það er víst ekki mælt með að nota mold sem substrate í þessi búr, þjappast bara saman og e-ð vesen.

En allt í vinnslu ennþá og stærsta hindrunin yfirstaðin nú þegar egg-crate er fundið :P :lol:
Post Reply