Í startholunum - pælingar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Í startholunum - pælingar
Hæ snillar
Er búinn að fá mér lítið búr, 54 lítra með dælu, ljósi og hitara.
Þá byrjar maður að pæla í væntanlegum íbúum og umhirðu þeirra, því langar mig að skjóta á ykkur spurningum hérna eftir því sem nær dregur uppsetningu á búrinu.
Varðandi fiskana þá eru ansi margir sem mig langar í og þá er spurningin sú hvort það sé einhver þumalputtaregla varðandi fjölda/stærð fiska í svona 54L búri ?
Er búinn að fá mér lítið búr, 54 lítra með dælu, ljósi og hitara.
Þá byrjar maður að pæla í væntanlegum íbúum og umhirðu þeirra, því langar mig að skjóta á ykkur spurningum hérna eftir því sem nær dregur uppsetningu á búrinu.
Varðandi fiskana þá eru ansi margir sem mig langar í og þá er spurningin sú hvort það sé einhver þumalputtaregla varðandi fjölda/stærð fiska í svona 54L búri ?
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Það eru svo margir sem freista, sá grein á einhverju spjallinu um ný búr og uppsetningu þeirra. Þar voru taldir upp um 27 fiskar og miðað við 54lítra búr, fannst þetta ansi margir fiskar og tók að ganni saman lengdina á þeim ( svona sirka ) og komst upp í 1,5 metra.
Er einhver regla sem hægt er að miða við í sambandi við "lengd" fiska í svona lítið ( 54Lítra ) búr.
Mickey mouse, Sebra Danio, Plattar, Dverg Gúrami, Gubbyar, ryksugur ofl eru ofarlega á óskalistanum.
Annars er maður líka óöruggur með hvað passar saman, sennilega heyrt of margar sögur af óheppnum kaupendum/byrjendum sem enda uppi með hálfétinn stofna eftir nokkra daga. Samt sagt af seljanda að þeir eigi pottþétt saman
Er hrifinn af litlum sprækum/skrautlegum/litríkum torfufiskum og finnst flott að sjá svona tiltölulega jafna dreyfingu í búrinu það er hreyfingu við botn/miðju/yfirborð.
Er einhver regla sem hægt er að miða við í sambandi við "lengd" fiska í svona lítið ( 54Lítra ) búr.
Mickey mouse, Sebra Danio, Plattar, Dverg Gúrami, Gubbyar, ryksugur ofl eru ofarlega á óskalistanum.
Annars er maður líka óöruggur með hvað passar saman, sennilega heyrt of margar sögur af óheppnum kaupendum/byrjendum sem enda uppi með hálfétinn stofna eftir nokkra daga. Samt sagt af seljanda að þeir eigi pottþétt saman
Er hrifinn af litlum sprækum/skrautlegum/litríkum torfufiskum og finnst flott að sjá svona tiltölulega jafna dreyfingu í búrinu það er hreyfingu við botn/miðju/yfirborð.
27 fiskar í 54 lítra búr er að sjálfsögðu bara rugl, nema þá kanski 27 seyði.
Þessir fiskar sem þú telur upp ættu allir að passa saman, þó er ég ekki endilega að tala um allar þessar tegundir í búrið.
Það er erfitt að vera með einhverja þumalputtareglu með fjölda fiska í búr en tilfinning mín að ca, 15 fiskar af þessum tegundum sem þú nefnir sé ágæt tala í 54 lítra búr.
Mér sýnist nú á þínum skrifum að þú sért aðeins búinn að stúdera fræðin og tel að þú sjáir þetta nokkuð vel þegar þú ferð að velja fiskana.
Ég ráðlegg þér að kaupa nokkra fiska að td þeim tveim tegundum sem freista þín mest og vinna svo út frá því, þegar þú ert kominn með fyrstu fiskana í búrið sérð þú sennilega nokkuð fljótt hváð þér þykir hæfilegt að bæta við af fiskum.
Þessir fiskar sem þú telur upp ættu allir að passa saman, þó er ég ekki endilega að tala um allar þessar tegundir í búrið.
Það er erfitt að vera með einhverja þumalputtareglu með fjölda fiska í búr en tilfinning mín að ca, 15 fiskar af þessum tegundum sem þú nefnir sé ágæt tala í 54 lítra búr.
Mér sýnist nú á þínum skrifum að þú sért aðeins búinn að stúdera fræðin og tel að þú sjáir þetta nokkuð vel þegar þú ferð að velja fiskana.
Ég ráðlegg þér að kaupa nokkra fiska að td þeim tveim tegundum sem freista þín mest og vinna svo út frá því, þegar þú ert kominn með fyrstu fiskana í búrið sérð þú sennilega nokkuð fljótt hváð þér þykir hæfilegt að bæta við af fiskum.
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Loksins eitthvað farið að gerast, búrið búið að "finna" sér samastað.
Sandurinn og vatnið og græjurnar komnar í , þá er það spurningin um hvé lengi ég þarf að keyra búrið með öllu áður en ég set fiskana í það. Tók 2-3 lítra úr litlu fiskabúri sem er í gangi og setti í það nýja, hvað haldið þið að ég þurfi að hafa þetta lengi í gangi áður en ég má setja fiska í nýja búrið ?
Sandurinn og vatnið og græjurnar komnar í , þá er það spurningin um hvé lengi ég þarf að keyra búrið með öllu áður en ég set fiskana í það. Tók 2-3 lítra úr litlu fiskabúri sem er í gangi og setti í það nýja, hvað haldið þið að ég þurfi að hafa þetta lengi í gangi áður en ég má setja fiska í nýja búrið ?
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Bætti við gróðri í búrið í kvöld og virðist hafa fengið ábót með honum, því það er pínulítill snígill að skríða um. Á ég að losa mig við hann strax eða ? - rámar í að hafa lesið um "horror" sögur þegar menn hafa fengið svona snígla-ábót með gróðri.
Reikna svo með að ná mér í nokkra fiska og setja í búrið á morgun, tóm gleði á heimilinu
Reikna svo með að ná mér í nokkra fiska og setja í búrið á morgun, tóm gleði á heimilinu
Fékk einu sinni svona snigil með gróðri, eftir smá tíma voru sniglarnir orðnir nokkrir, eftir smá tíma í viðbót skiptu þeir hundruðum!! Fóru út um allt, inn í dæluna mína og stútuðu einhverju inni í henni þegar þeir fóru inn í spaðana sem þeyta vatninu upp... algjör plága, sáust aldrei á daginn því þá grófu þeir sig ofan í mölina en þegar ljósið var búið að vera slökkt í einhvern smá tíma þá sást varla í mölina fyrir sniglum.
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Sníglaveiðum vonandi lokið, náði nú varla í kvótann. Vona bara að það séu ekki margir að leynast í botninum.
Bætti við 5 Kardinálum - fyrir voru 2 Guppy og einn Corydoras Sterbai ( held ég )
Hugsa að ég láti þetta nægja í bili en maður veit aldrei, kanski kemur upp veiðifílingurinn þegar maður kíkir næst í fiskabúð og maður verður að næla sér í viðbót
Eitt sem ég er að pæla í að nú er búrið búið að rúlla í 3 sólarhringa og mér finnst það ansi mikið skýjað ennþá. Ég skolaði sandinn vel og rótarhnýðjuna skipti oft um vatn á henni og gafst svo upp og sauð hana og náði ansi miklum lit við það. Gæti verið að hún væri að lita ennþá ?
Bætti við 5 Kardinálum - fyrir voru 2 Guppy og einn Corydoras Sterbai ( held ég )
Hugsa að ég láti þetta nægja í bili en maður veit aldrei, kanski kemur upp veiðifílingurinn þegar maður kíkir næst í fiskabúð og maður verður að næla sér í viðbót
Eitt sem ég er að pæla í að nú er búrið búið að rúlla í 3 sólarhringa og mér finnst það ansi mikið skýjað ennþá. Ég skolaði sandinn vel og rótarhnýðjuna skipti oft um vatn á henni og gafst svo upp og sauð hana og náði ansi miklum lit við það. Gæti verið að hún væri að lita ennþá ?
Oft er mikið súrefni í nýju vatni og búrið virðist skýað vegna þess en ég held að það ætti nú að vera búið að jafna sig á 3 dögum.
Þetta getur verið rótin eða sandurinn, ef þetta hverfur ekki þá getur þú skipt út ca 50% af vatninu á 3-4 daga fresti þangað til þú losnar við þetta, yfirleitt hverfur svona lagað samt við fyrstu vatnsskipti.
Þetta getur verið rótin eða sandurinn, ef þetta hverfur ekki þá getur þú skipt út ca 50% af vatninu á 3-4 daga fresti þangað til þú losnar við þetta, yfirleitt hverfur svona lagað samt við fyrstu vatnsskipti.
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Allir á lífi ennþá og það hefur bæst í helv.... sníglafjöldann - náði greinilega ekki að ofveiða sníglastofnin.
Þá er það spurningin um hvort maður eigi að skella sér á Botiu, sá rosalega fallegar Trúða bótíur í fiskabúð hérna á Akureyri en verða þær ekki svo rosalega stórar ? er með 52 lítra búr.
Þá er það spurningin um hvort maður eigi að skella sér á Botiu, sá rosalega fallegar Trúða bótíur í fiskabúð hérna á Akureyri en verða þær ekki svo rosalega stórar ? er með 52 lítra búr.
Last edited by Rúnar Haukur on 28 Dec 2006, 09:36, edited 1 time in total.
Bótíurnar geta orðið stórar og stundum aðgangsharðar á minni fiska í litlum búrum.
Ég myndi taka eina bótíu og láta hana ganga endanlega frá sniglastofninum og ef hún fer að verða of stór í búrið eða leiðinleg við fiskana þá bara fara aftur með hana í búðina og skipta henni fyrir nauðsynjar. Það er miklu betra en að fara að setja eitthvað lyfjasull í búrið til að losna við sniglana.
Ég myndi taka eina bótíu og láta hana ganga endanlega frá sniglastofninum og ef hún fer að verða of stór í búrið eða leiðinleg við fiskana þá bara fara aftur með hana í búðina og skipta henni fyrir nauðsynjar. Það er miklu betra en að fara að setja eitthvað lyfjasull í búrið til að losna við sniglana.
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Smá update á fyrstu skrefin....
Kardinálarnir áttu stutt líf í búrinu, keypti þá 22. og voru þeir sprækir um allt búr. Síðan fyrir 3 dögum tók ég eftir að þeir voru eitthvað skrítnir og við nánari skoðun sá ég agnarsmáa bletti á þeim sem ég taldi að væri hvítblettaveiki og fékk mér Sera - Costapur og skellti í búrið. Þeir urðu bara hvítari þegar á leið og svo fór að þeir kvöddu einn og einn og sá síðasti í dag. Tók sérstaklega eftir að þeir voru mikið á sama stað og rykktust til eða tóku kippi en samt alltaf á sama staðnum.
Ég sé ekkert athugavert við hina fiskana í búrinu, er samt svolítið hræddur um að vatnið sé ekki alveg í nægilegum gæðum hjá mér en svo skemmtilega vill til að báðar dýrabúðrinar eiga ekki ph mæli. Mældi Nitrat og það var í lagi, fékk svo lánað efni til að stabilisera vatnið ( gleymdi að skrifa niður hvað það heitir )
Er að pæla með þetta hvítblettadót, skilst að það sé einhver hringrás það er sníkjudýrið gefur frá sér egg sem kelkjast út og fara að leita sér að nýjum hýslum.... þannig að maður er dauðhræddur um að þetta hverfi ekki
Er á þriðjadegi í meðferðini með Costapur - er eitthvað sérstakt í búrinu sem ég ætti að fylgjast með ?
Kardinálarnir áttu stutt líf í búrinu, keypti þá 22. og voru þeir sprækir um allt búr. Síðan fyrir 3 dögum tók ég eftir að þeir voru eitthvað skrítnir og við nánari skoðun sá ég agnarsmáa bletti á þeim sem ég taldi að væri hvítblettaveiki og fékk mér Sera - Costapur og skellti í búrið. Þeir urðu bara hvítari þegar á leið og svo fór að þeir kvöddu einn og einn og sá síðasti í dag. Tók sérstaklega eftir að þeir voru mikið á sama stað og rykktust til eða tóku kippi en samt alltaf á sama staðnum.
Ég sé ekkert athugavert við hina fiskana í búrinu, er samt svolítið hræddur um að vatnið sé ekki alveg í nægilegum gæðum hjá mér en svo skemmtilega vill til að báðar dýrabúðrinar eiga ekki ph mæli. Mældi Nitrat og það var í lagi, fékk svo lánað efni til að stabilisera vatnið ( gleymdi að skrifa niður hvað það heitir )
Er að pæla með þetta hvítblettadót, skilst að það sé einhver hringrás það er sníkjudýrið gefur frá sér egg sem kelkjast út og fara að leita sér að nýjum hýslum.... þannig að maður er dauðhræddur um að þetta hverfi ekki
Er á þriðjadegi í meðferðini með Costapur - er eitthvað sérstakt í búrinu sem ég ætti að fylgjast með ?
Costapur lyfið á að vera mjög gott. Þú ættir ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af því að veikin komi upp aftur, fiskarnir mynda þol og lyfið drepur þetta niður, skiptu bara um hluta af vatninu 7-10 dögum eftir að þú settir lyfið í og þá ætti allt að vera save. Smá salt skaðar ekki, ca ein lúka í búrið.
Ég myndi í þínum sporum ekki hafa miklar áhyggjur að pH, en ef þú vilt get ég mælt fyrir þig vatnið ef þú getur sent mér gusu suður.
Líklegast er að fiskarnir hafi drepist vegna viðbrigðanna og hvítblettaveikinnar og svo hafi lyfið endanlega gengið frá þeim því margar fiskategundir eru viðkvæmar fyrir lyfjagjöf. Að mínu mati er besta leiðin og sú náttúrulegasta til að losna við hvítblettaveiki sú að salta duglega, auka loftstreymi og hækka hitan um 2-4°
Ég myndi í þínum sporum ekki hafa miklar áhyggjur að pH, en ef þú vilt get ég mælt fyrir þig vatnið ef þú getur sent mér gusu suður.
Líklegast er að fiskarnir hafi drepist vegna viðbrigðanna og hvítblettaveikinnar og svo hafi lyfið endanlega gengið frá þeim því margar fiskategundir eru viðkvæmar fyrir lyfjagjöf. Að mínu mati er besta leiðin og sú náttúrulegasta til að losna við hvítblettaveiki sú að salta duglega, auka loftstreymi og hækka hitan um 2-4°
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Það lafa ennþá 2 Guppy og einn Corydoras Sterbai - Cory er eldhress en hins vegar verður ekki það sama sagt um Gubbyana held að þeir séu komnir yfir strikið og eigi skammt eftir ólifað.
Eina sem ég sé er sundferlið það er annar þeirra er mikið / svona það er munnur upp og sporður niður. Eru ekkert meira við yfirborðið en á botninum þetta er sama lýsing á þegar hinir Gubbyarnir týndu töluni.
Er ekki alveg að fatta hvað þetta er búinn að skella búrinu í saltmeðferð hækka hitann á meðann um 2-3 gráður, Costapur og baktopur - ekki allt í einu
Ph í kringum 7 og aðeins lægra. Nitrat mælist að vísu alltaf eitthvað samkvæmt strimlamælingum hefur hæst farið í 25 (mg/l) en er núna í 10
GH er <3°d KH er 0-3°d
Kanski maður ætti bara að gera eins og Vargur stakk uppá að fara í síkliðurnar ?
Eina sem ég sé er sundferlið það er annar þeirra er mikið / svona það er munnur upp og sporður niður. Eru ekkert meira við yfirborðið en á botninum þetta er sama lýsing á þegar hinir Gubbyarnir týndu töluni.
Er ekki alveg að fatta hvað þetta er búinn að skella búrinu í saltmeðferð hækka hitann á meðann um 2-3 gráður, Costapur og baktopur - ekki allt í einu
Ph í kringum 7 og aðeins lægra. Nitrat mælist að vísu alltaf eitthvað samkvæmt strimlamælingum hefur hæst farið í 25 (mg/l) en er núna í 10
GH er <3°d KH er 0-3°d
Kanski maður ætti bara að gera eins og Vargur stakk uppá að fara í síkliðurnar ?
Já, þú ert ansi heitur fyrir síkliðunum og ég skil það vel.
Annars geta þessir venjulega búrfiskar ef ég má segja svo líka verið ansi skemmtilegir og það getur verið gaman að gera búrin "lekker" með gróðri og öðru slíku.
Annars geta þessir venjulega búrfiskar ef ég má segja svo líka verið ansi skemmtilegir og það getur verið gaman að gera búrin "lekker" með gróðri og öðru slíku.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact: