ótímabær dauði Bardagafiska

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

ótímabær dauði Bardagafiska

Post by Elma »

ég og frænka min keyptum okkur um daginn, glæsilega bardaga fiska, 2 kalla(erum með sitthvort búrið) og fimm kerlingar, ég fekk 2 og hun 3 og ég var með 1 fyrir þannig að við vorum með 6 kellur i allt. eftir c.a 10 daga dó allt gengið á sama degi en allir aðrir fiskar voru fílhraustir, nema á nokkrum dögum dóu hjá mer 3 gubby og 1 neon tetra. og hjá frænku minni 5 neon tetrur og nokkrir gubby. hvað gæti verið að??? skiptum um reglulega vatn, nokkrir bollar af vatni úr og jafnmargir af vatni í. erum með dælu og hitamæli og loftdælu og einhverja dropa til að setja ut í vatnið. hvað gæti verið að. svo tók ég eftir þvi að ancistrurnar minar eru orðnar aðeins ljósari en þær voru. svo held ég að sporðætuveiki sé i búrinu en keypti mér glæsilegan gúbbykarl fyrir 5 dögum og á öðrum degi hvarf hluti af sporðinum og svo þremur dögum seinna fann ég hann dauðann!!!ætla að kaupa mer lyf fyrir þá og skipta ut 50% vatnsins. en er eitthvað annað hættulegt i gangi??? hvað gæti verið að??

ein áhyggjufull!!!!!! :shock:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Skrýtið!
Kannski var bara veiki í öllum búrunum :?
FÚLT ÞEGAR FISKAR DEYJA SVONA ALLT Í EINU :x
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:Skrýtið!
Kannski var bara veiki í öllum búrunum :?
FÚLT ÞEGAR FISKAR DEYJA SVONA ALLT Í EINU :x
Mikil hjálp í þessu hjá þér. :roll:



Linda, hvaða fiskar eru/voru með bardagakerlunum? Sporðáta bendir venjulega til þess að vatnsgæðin séu slæm, en stundum "hverfur" sporðurinn líka útaf öðrum fiskum, sem finnst hann vera mesta hnossgæti.
Hvað er líka hitastigið á vatninu, og hvaða vatnsbætiefni er þetta sem þú setur í með vatnsskiptum?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

er með sauðmeinlausa fiska , gúbby og neon tetrur. ég set jafn heitt vatn og er i búrinu bara , það er c.a 26-27 gráður. ég hreinlega man það ekki hvaða dropa ég set ut i, en það eru dropar fyrir fiska sem eru nykomnir i búrið og eiga að styrkja ofnæmiskerfið og verdna tálknin og slímhúðina.
það eru smá þörungar hjá mer i vatninu en keypti mer einhverjar töflur sem eiga að drepa þörunginn en meinlaus fyrir fiskana. burin eru á sitthvorum staðnum, eitt er i hafnarfirði og eitt er i fyrirtæki þannig að ég er ekki með mitt heima hjá mer.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú ert greinilega alveg föst í töflum og dropum, betra væri sennilega að skipta reglulega um vatn.
Nokkrir bollar eru ekki vatnsskipti nema þú sért með fiskana í blómavasa.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hahaha :lol: nei sennilega ekki :P var bara að kaupa þessar töflur um daginn, kom þörungur i burið þegar sólin skein aðeins á það. tek reglulega vatn ur búrinu en ekki neitt í tuglítratali. þarf greinilega að gera það svo allt drepist ekki, eða hvað? þá daglega eða vikulega??
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

svona 20%- 40% vikulega :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hélt að góða bakteriu flóran færi öll i fokk ef ég tæki OF mikið vatn, en er það ok að taka alveg 40%?? hef svo miklar áhyggjur af fiskunum, vil ekki að þeir deyja. er nu búin að lesa mer til um allt varðandi fiskahald og spurja bunch af fólki, hélt að þetta væri allt á rettri leið hjá mér. svo er liklega ekki. verð að bæta ur þessu strax á morgun!!
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

40% vikulega er í fínu lagi. Ég tek 50% vikulega úr 120L búri.
Því minni sem búrin eru, því mikilvægara er að skipta vel um vatn.
Flóran góða lifir aðallega í filternum og mölinni í botninum svo vatnskipti skaða hana lítið.

Þörungarnir minnka líka um leið og þú ferð að skipta reglulega um vatn.

Lifandi gróður bætir líka vatnsgæðinn og heldur aftur af þörungum.
Plöntur eins og Egeria Densa eru rosa góðar í það. Mun betri leið en einhverjar töflur sem maður veit ekkert hvað er í.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já ég er með þessa plöntu sem þú talar um, ein sú flottasta sem ég hef eignast :) ætla að byrja að skipta um vatn á eftir, eins og þið talið um :D og vonandi byrjar allt að lagast þá , læt ykkur bara vita, er alltaf inn á þessu spjalli :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jæja ég skipti um vatn i báðum búrunum, c.a 30-40%, tók sinn tima er ekki með svona flottheit eins og slöngur og svoleiðis búnað til að vera fljótari, en það tókst og vatnið lúkkaði miklu betur og fiskarnir virtust miklu ánægðari :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvað er búrið margir lítrar?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Lindared wrote:jæja ég skipti um vatn i báðum búrunum, c.a 30-40%, tók sinn tima er ekki með svona flottheit eins og slöngur og svoleiðis búnað til að vera fljótari, en það tókst og vatnið lúkkaði miklu betur og fiskarnir virtust miklu ánægðari :D
Nú þarftu bara að gera þetta vikulega svo allt verði gott.
Þá sérðu að það borgar sig að fá sér góða slöngu :)

Gangi þér vel.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jaaaá .. :oops: veit.. er með slöngu svo að þetta á ekki eeftir að taka svona langan tíma núna :)
Post Reply