Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum
Moderators: Elma , Vargur , Andri Pogo , keli
Jakob
Posts: 4544 Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown
Post
by Jakob » 07 May 2008, 00:13
Hvað hafið þið misst af ykkar fiskum sem að var í algjöru uppáhaldi, s.s. þér þótti afskaplega vænt um hann.
Endilega nefna hvað þið hafið misst.
Það sem að ég hef misst sem að var mér kærast voru Temensis Peacock bassarnir. Voru étnir af Herra Buba eða Red Tail Catfish
Myndir geta fylgt!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Inga Þóran
Posts: 1482 Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk
Post
by Inga Þóran » 07 May 2008, 01:09
jamm þegar frontosan mín dó..hún var reyndar til sölu þá...en shiiii ég sakna hennar enn
hún var svo mikill karakter
Brynja
Posts: 1507 Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980
Post
by Brynja » 07 May 2008, 08:49
Við misstum einu sinni risa stóran Gibba... það er svona leiðinlegasti fiskar missir sem ég man eftir...
En við fengum okkur annan og er hann enn hjá okkur í dag orðin risa stór. 35-36cm
siggi86
Posts: 639 Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík
Post
by siggi86 » 07 May 2008, 14:34
Reyndar ekki fiskur.... missti humar (tegundin sem kostar 10.000kr og verður stór ) það var sárt að missa hann!
Piranhinn
Posts: 917 Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:
Post
by Piranhinn » 07 May 2008, 17:33
Tiger Oscar, 12 cm fannst mér leiðinlegast, þar á eftir RB Piranha 18 cm.
hafið bláa hafið
Posts: 93 Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík
Post
by hafið bláa hafið » 07 May 2008, 17:42
Það sem mér var sárast var þegar spitting fiskurinn dó hann var svo falegur
(mynd af google) Minn var samt aðeins litmeiri
Lexis
Posts: 89 Joined: 24 Jul 2007, 23:05
Post
by Lexis » 08 May 2008, 00:52
Piranhinn wrote: Tiger Oscar, 12 cm fannst mér leiðinlegast, þar á eftir RB Piranha 18 cm.
Sammála þessu, það vantaði annan eiruggann (hliðarugga eða hvað það kallast eiginlega) á tiger óskarinn og það gerði hann að mjög miklum karakter, svona fyrir utan að þetta var fyrsti fiskurinn sem ég eignaðist, eða fékk að eiga í búrunum hans...
Sharksaver
Posts: 4 Joined: 26 May 2008, 17:47
Post
by Sharksaver » 27 May 2008, 13:56
Ég missti salamöndruna mína :/ Ég og mamma vorum í portúgal báðum fólk um að passa hana , Síðan þegar við komum heim voru þau búin að stela henni
Og flutt í burtu