Fiskarnir mínir (myndir)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Fiskarnir mínir (myndir)

Post by elgringo »

Hér eru nokkrar myndir af dýrahaldinu hjá mér. Þetta eru ekki myndir af öllu og það en þetta er allavega eitthvað :D

Image
Þetta er 1 af 2 betta kellum sem ég á. Hún er mjög feimin við kallinn þessi en hún er ekki feimin við mig. get klappað henni í búrinu.

Image
Black Molly kella. Myndast ekkert rosalega vel. er með 5 molly´s

Image
2 nýjir SAE. Þessir fiskar halda sig aðalega á botninum. Kanski stressaðir vegna nýja heimilisins.

Image
1 af 5 Pakí bótíjum sem ég á. Þær eru feitar og pattaralegar. Eru held ég aðeins að narta í plönturnar mínar en þær eru fullar af lífi og sí étandi.

Image
Þetta er 240l búrið sem heldur utan um þetta samfélag.

Image
Önnur mynd af 240l búrinu.

Image
Þetta er Pegginn minn hann Plegolas. Hann er alltaf á ferðini á daginn og hann slakar á á nóttini. Hann er yfirleitt einhverstaðar þar sem maður sér hann.

Image
Sverðdragara seiðabúrið. c.a 15-20 seiði og ein Ancistra.

Image
Önnur mynd af Swordtail vöggustofuni.

Image
Skallakallinnminn.

Image
Þessi mynd var bara í skemmtilegum fókus. Kanski soldið klæmin :)

Image
Flotti sverðdragarakallinn minn. Hann er alger alpha kall og hann dominerar kellurnar í búrinu.

Image
Upside down catfish. Þessi fiskur sést sjaldan. Og hann sindir hratt. Ég hef aldrei séð hann taka baksund en ég á það kanski eftir. Nema að þetta sé miskilningur hjá mér og að þetta sé ekki upside down.. hmm..

En allaveg hér eru myndir. Löngu tímabært að ég sendi þetta inn.
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

neibb þetta er ekki upside down hjá þér... Lítur út fyrir að vera synadontis kattfiskur kannski angelicus ekki alveg viss um undirtegundirnar
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

ahh ok. Það væri gaman að hafa hann meira activann á daginn. Kanski leiðist honum bara og þyrfti að hafa selskap.
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

þessi synodontus er kallaður talking catfish hér á landi :) (þetta er samt ekki rafael) erum einmitt með einn svona... þetta eru soldið leiðinlegir fiskar... (að mínu leiti) eru oftast í felum en fara á ferðina á nóttunni.. ef þú vilt sjá hann oftar þá er bara að slökkva ljósin :D (minn fer reyndar á ferðina á matartíma)

en by the way þá er þetta upside down catfish:
Image
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

ahh.. takk fyrir þetta. Hefurur verið með fleirri en einn í búri. Ættli það breiti einhverju?
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

er með 4synodontus saman í búri og það breytir ekki neinu... :( ég er líka með 2 upside down catfish og þeir sjást sama og ekkert heldur...
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

helvíti er þetta leiðinlegt hehe. Mér finnst þetta annars töff fiskar. Spurning hvort það sé eitthvað hægt að gera "annað en að slökkva ljósið" til þess að fá þá meira á stjá. Veit ekkert hvað minn er að borða. hef aldrei séð hann við þá iðju, en ég hendi botntöflum úti eftir að ljósin slökkna.
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

það er voða lítið sem er hægt að gera til að láta þá sjast meira.. en þetta eru botnfiskar... (éta afgangs mat sem fellur til botns) minir eru mjög spenntir fyrir mat sem heitir tetra prima ...
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

ok ég prufa að kaupa það næst. Það er kanski spurning hvort maður eigi að skoða einhverja aðra catfiska.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fínar myndir og mér finnst 240 l. búrið rosalega fallegt.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Fiskarnir mínir (myndir)

Post by Squinchy »

elgringo wrote: 2 nýjir SAE. Þessir fiskar halda sig aðalega á botninum. Kanski stressaðir vegna nýja heimilisins.
SAE Eru hópfiskar, 5stk+ er góður hópur, endilega bara bæta 3 við og þá muntu sjá eltingarleiki og fífla læti í þeim ekki ósvipað og með bótíur :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sverðdraga myndin í fókus er keppnis :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Já takk fyrir það. Pínu óvenjuleg.
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Glæsileg búr hjá þér.
Stílhreint og flott ;) en já ég er sammála með sverðdragara myndina hún er geðveik ..
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

fínustu búr hjá þér.
Mér sýnist Sae fiskarnir frekar vera Flying fox.
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

takk fyrir það. Já ég hélt það líka en ég hringdi í dýraríkið á grensás og sá fróði þar sagði að Flying fox sé með litla veifara á munninum. Einnig hef ég lesið að svarta línan hættir við byrjun sporðsins en á SAE þá fer hún alveg í gegn. Fiskarnir á myndini eru ekki með veifara og línan fer eftir öllum búknum. En mér finnst þeir haga sér óeðlilega. hanga alltaf við botninn og hreifa sig ekki fyrr en bótíjurnar fara að atast í þeim.

Ég verð að segja. Ég er enþá efist í þessu.
Post Reply