Nutrafin CO2

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Nutrafin CO2

Post by Pippi »

Getur einhver gefið mér uppl um þetta.
Er búinn að vera að lesa hérna um þetta á spjallinu, ég nenni ekki að fara að reyna að brugga þetta sjálfur.
Er með 400 l búr, getur einhver gefið mér uppl um hvernig kerfi ég myndi þurfa og hvar svona græja fæst.
Gróðurinn minn er ekki alveg eins fallegur og ég myndi vilja hafa hann, er búinn að vera duglegur með vatnskipti og einnig að nota gróðurnæringu, svo er ég með gott torf í botninum.
Þannig að það er bara að skella sér á trommpið :) og fá sér Co2.
Endilega ef einhver lumar á uppl um þetta fyrir mig og gæti ráðlagt mér.

Kv. Pippi
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég skil ekki alveg, þú villt upplýsingar um nutrafin kerfið en nennir ekki að brugga sjálfur ? En það er eimitt málið með Nutrafin kerfið, reyndar eins einfalt og að klippa á sér neglurnar.

Hér finnur þú upplýsingar um Nutrafin kerfið og stærri kerfi.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=304
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: Nutrafin CO2

Post by Hrafnkell »

Pippi wrote: Er með 400 l búr, getur einhver gefið mér uppl um hvernig kerfi ég myndi þurfa og hvar svona græja fæst.
Nutrafin CO2 fæst amk í Fiskó.

Hugsa þetta dugi skammt fyrir 400L nema þú setjir marga gerkúta og marga loftbólustiga. Skaðar ekkert að prófa.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Takk, flott Þetta var það sem mig vantaði.
Skil alveg að þú hafir ekki skilið mig, enda var ég að bulla alveg svakalega.
Ég hélt að þessi automatisk kerfi hétu nutrafin, sem að þau gera alls ekki.
Ég var að leita eftir uppl eftir þeim.
Enn nú er ég orðinn fróðari og markmiðnu náð :D

Thanx Vargur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Nutrafin CO2

Post by Vargur »

Hrafnkell wrote:
Pippi wrote: Er með 400 l búr, getur einhver gefið mér uppl um hvernig kerfi ég myndi þurfa og hvar svona græja fæst.
Nutrafin CO2 fæst amk í Fiskó.

Hugsa þetta dugi skammt fyrir 400L nema þú setjir marga gerkúta og marga loftbólustiga. Skaðar ekkert að prófa.
Nutrafin kerfið fæst líka hér :)
http://www.fiskaspjall.is/viewforum.php?f=29

Ég kannast við einn sem er með svona í 400 l gróðurbúri og lætur vel af því, hann er með 2 kúta og 2 stiga og skiptir um áfyllingar til skiptis þannig co2 er jafnari. Þetta svínvirkar hjá honum.
Ég held að bara eitt svona kerfi geti gert heilmikið gagn í 400 l búri.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Já oki, ég hélt einmitt að þetta væri ekki nóg fyrir svona stór búr.
Þannig að ég ætla að aðeins að fara að endurskoða þetta með automatisk græjuna, svona upp að ég þyrfti að eyða nokkrum tug þúsunda í það, enn ekki í þessa græju.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

2 svona kerfi á 10þús kall er ódýrara en þrýstikútur með öllu væntanlega?

Sparar svo en meira með því að blanda ger, matarsóda og sykur í þetta sjálfur.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta las ég m.a. á netinu um litlu Nutrafin kútana:

Designed for tanks up to 20 U.S. gallons (75 l), for larger aquariums use multiple units
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kanarnir eru svo öfgakenndir.
Á kassanum fyrir Evrópumarkað stendur að þetta dugi fyrir allt að 180 lítra búr. Ég er með þetta í 240 lítrum og það þrælvirkar, sérstaklega eftir að ég fór að blanda sjálfur á kútinn.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hvað er að gróðrinum? hvernig lítur hann illa út? Það þarf alls ekki að vera að kolsýra lagi gróðurinn ef að þetta er einhve næringarskortur. hvaða plöntur eru þetta sem líta illa út?
Annars mundi ég halda að 1 nutrafin kerfi gerði mjög lítið gagn í 400ltr búr, skemmir þó ekkert, en ég mundi ekki gera ráð fyrir miklum breytingum.
Hvað eru með mikið ljós í búrinu?
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ég er með bara með orginal Juwel ljósabúnað, ég ætla að vera með 2 nutrafin græjur.
Þetta er aðalega Valisnerian hjá mér sem er ljót, dökk og asnalega eitthvað.
Svo er ég með pelabursta líka, enn hún virðist vera að spjara sig og svo er sverðplanta líka enn, hún er græn, enn það virðist vera einhver fiskaskratti hjá mér að naga hana, hún er öll útí götum
bengals
Posts: 15
Joined: 20 Aug 2007, 08:37

Post by bengals »

Þetta er algjört rusl. CO2 verður alltof óstöðugt, sérstaklega í svona stóru búri.

Fullkomið og gott þrýstikerfi er það eina sem dugar.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég held reyndar að það sé ekki þess virði að setja þetta upp fyrir 400 lítra búr. Eins og Bnegals bendir á, þá er erfitt að halda kolsýrunni stöðugri með þessu móti. Það eru eflaust einhverjir ósammála mér, en ég mundi segja að aukning á uppleystri kolsýru í vatninu við að bæra 2 svona nutrafin systemum í búrið verð varla mælanleg.
Annars væri ég mjög spenntur fyrir því að sjá mælingar á kolsýrunni fyrir og eftir.
Svo fer mjög mikið eftir því hvaða plöntur þú vilt hafa í búrinu hvað þú þarft, ef þú ert bara með vallisneriu og anubias og eitthvað í þá áttina, þá hefurðu ekkert við kostýru að gera. En ef þú vilt geta valið úr flestum plöntutegundum og ætlar að hafa þetta sem plöntubúr, þá er almennilegt kolsýrukerfi mikið skynsamlegra og miklu auðveldara í viðhaldi, en dýrara í uppsetningu. En ef þessir nutrafin kerfi kosta 5000 kall stykkið, þá held ég að þú fáir nú meiri kolsýru fyrir hvern 1000 kall í vatnið hjá þér með alvöru kerfi.

En ef þú ætlar í plöntur af einhverri alvöru, þá þyrftir þú náttúrulega líka meira ljós.

Ég mundi samt bara mæla með því að þú sleppir kolsýrunni í staðin fyrir að fara í þessi nutrafin kerfi í svona stórt búr og ef þú ætlar bara að vera með þær plöntur sem þú minnist á. Sé ekki að kosýra lagi vandamálin hjá þér, mikið frekar að bæta einni ljósaperu við, ef það er hægt.
Post Reply