Mæling á CO2 með "dropchecker"

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Mæling á CO2 með "dropchecker"

Post by Hrafnkell »

Mig hefur lengi langað til að vita hve mikið CO2 er uppleyst í vatninu hjá mér í búrinu. CO2 fæ ég úr gerjun, með kerfinu frá Nutrafin. Ég nota þó mína eigin blöndu á gerkútinn sem gefur töluvert meira CO2 er áfyllingin frá Nutrafin. Ég skipti á 5 til 7 daga fresti um lögun í kútnum til að halda jöfnum CO2 styrk.

CO2 er oft mælt með því að setja lítið glerílát ofaní búrið sem í er settur vökvi sem breytir um lit eftir því hve mikið CO2 er í vatninu. Í raun er verið að mæla sýrustig litavökvans en það breytist með CO2 magni. Þetta er oft nefnt "Drop Checker" á ensku. Ef liturinn á vökvanum er grænn þá er hæfilegt magn af CO2 í vatninu eða um 30ppm. Ef liturinn er blár er of lítið og ef hann er gulur þá er hann of mikill, hættulega mikill fyrir fiskana.

Hægt er að kaupa þessi glerílát ódýrt á netinu, t.d. á eBay. Ég hafði keypt eitt á pund fyrr í sumar á eBay. Vandamálið við að nota hann var að ég þurfti sjálfur að útbúa og blanda litavökvann en það er nákvæmnisverk sem ekki verður farið út í hér.

Ég fann eftir ábendingu á Barr Report gróðurspjallinu áhugaverðan "Drop Checker" frá fyrirtæki sem kallast Cal Aqua Labs. Þeir framleiða Drop Checkera þar sem litavökvinn fylgir með rétt blandaður og það er á þeim auka hól fyrir annan litavökva. Sá litavökvi mælir ekki CO2 heldur hefur bara þann lit sem hinn vökvinn á að hafa fyrir rétt CO2 magn. Þetta er kostur þar sem mismunandi lýsing gerir það oft erfitt að dæma liti.

Ég hef nú sett Cal Aqua Labs dropchecker í búrið mitt og sé að CO2 magnið er hæfilegt enda sami litur á báðum hólfum. Gerjunin (með heimagerðri blöndu) skilar greinilega ágætu magni af CO2 í 125L búr.

Læt fylgja með nokkrar myndir af fyrirbærinu.
Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Takk fyrir þessa ábendingu, helvíti flottur drop checker. Oft svolítið erfitt að átta sig nákvæmlega á litnum og hvort að hann sé eins og maður vill að hann sé.
Post Reply