Líming bakgrunna

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Líming bakgrunna

Post by Rodor »

Ég hef lesið það hér á spjallinu að bakgrunnar fólks hafa flotið upp, sennilega vegna þess að sílikonið hefur ekki náð að þorna.

Það gæti verið góð leið að nota double tape með sílikoninu. Það heldur þá bakgrunninum meðan sílikonið er að þorna. Setja búta af double tape hér og þar.

Fyrir þá sem ekki vita hvað double tape er, þá er það límband með lími á báðum flötum og hægt er að fá það í fleiri en einni þykkt. Ég mæli með því að ekki sé notað næfurþunnt double tape því þá verður lítið bil á milli bakgrunns og glers, sem þýðir að erfiðara verður að skera bakgrunninn frá ef maður vill breyta til seinna.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þolinmæðin er betri kosturinn og hún kostar ekkert :D

Gott er að bíða 42 tíma, Og þrífa glerið með asinton
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

vona að þeir sem eru að lenda í að bakrunurinn sé að losna séu ekki mikið
í að smíða fiskabúr.væri leiðinlegat ef það myndi losna :S
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hahaha smá auka þrif :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Squinchy wrote:Þolinmæðin er betri kosturinn og hún kostar ekkert :D

Gott er að bíða 42 tíma, Og þrífa glerið með asinton
Þolinmæðin er góð, en sumir virðast hafa minna af henni en aðrir :)

Það vinnst í það minnsta tvennt við að nota double tape með sílikoni.

1. Bakgrunnurinn verður strax fastur á sínum stað og minni hætta er á að hann fljóti upp.
2. Hægt er að byrja strax á að prófa hinar ýmsu uppsetningar í búrinu án vatns, án þess að hann fari á hreyfingu.

Hér eru smá tækniupplýsingar um sílikon:

http://www.henkel-technical-services.co ... 0945TD.pdf
Post Reply