Óskarar og plöntur

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Óskarar og plöntur

Post by Premium »

Ég var að versla mér 400l Juwel búr og langar að fá mér amerískar síklíður í það. Óskarar eru fremstir á lista. En málið er að mig langar ofsalega að planta svolítið í búrið til að gefa því lit en ég hef lesið að þeir séu algerar plágur gagnvart plöntum. En það hljóta þó að vera einhverjar plöntur sem geta gengið þokkalega með Óskurum ef þær fá gott aðhald (ljós/næringu)?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þeir róta öllu upp held ég nú, þu þyrftir þá að festa plönturnar niður, eins og Vargur hefur t.d. gert:
Image

gervisteinn með götum í fyrir plönturnar, hægt að fá svona í fiskabúðum
-Andri
695-4495

Image
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Líka plöntur sem að festa sig á rætur og steina, það er virkilega töff og yfirleitt látið í friði..
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég notaði keramik potta fyrir mínar plöntur, setti svo stærri steina slétt við brúnina á pottinum

Fékk alveg að vera í friði
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply