Malawi - 400 l Juwel

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Malawi - 400 l Juwel

Post by Vargur »

Jæja, maður skellti upp nýja 400 lítra búrinu í gær.
Ég fékk hann Atla í að hjálpa mér við að koma gamla búrinu út og nýja búrinu hér upp á 3. hæð og kann honum bestu þakkir fyrir hjálpna.

Image
Atli að setja saman skápinn.

Image
Vargur sjálfur eitthvað að gaufast.

Image
Vatnið að renna í búrið, enginn tertuhjálmur hér.

Image
Búrið fullt og uppsett, ég smellti bara sandi, grjóti og gróðri úr hinu búrinu í þannig ekki um neinn nýjan stíl að ræða.

Image
Vatnið var auðvitað ekki hætt að renna þegar fiskarnir fóru í búrið enda ekki eftir neinu að bíða.

Meira síðar.
Last edited by Vargur on 26 Jul 2007, 00:20, edited 1 time in total.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

*öfund* Geðveikt búr, mér finnst þessi sandur svo flottur
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

congrats. !!
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

***ÖFUND***
Til hamingju.

Hvað kostar svona búr ca ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gúggalú wrote:***ÖFUND***
Til hamingju.

Hvað kostar svona búr ca ?
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/ver ... _grein.htm
Hér má finna uppl. um verð á Juwel búrunum.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Glæsilegt Hlynur
Til hamingju með búrið.
Nú getur þú loksins alið Arowönu án þess að eiga það á hættu að hún stökkvi upp úr.

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

þetta litur mjög fallegt út , til hamingju
hvað tegundur koma helst í þessu búr ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Til hamingju með búrið :)


Og nú aðal spurningin - Af hverju fékkstu þér ekki stærra? :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mjög einfalt - Juwel framleiðir ekki stærra en 450 lítra bogagler búrið og ég vil ekki bogagler.
...Þannig 400 l varð málið. :mrgreen:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kom þetta búr í staðinn fyrir 500l búrið sem þú varst að selja?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei, þetta búr kemur í staðinn fyrir 240 l búr sem var þarna, svo kemur annað 400 l í staðinn fyrir 500 l búrið sem ég var að selja í dag.
Þetta gefur mér kærkomið aukaplass fyrir Malawi sikliðurnar og með heppni get ég losað 160 eða 240 l búr fyrir minni monsterin, þar sem þau geta þá verið vonandi í nokkra mánuði.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvað ertu þá með mörg búr í stofunni núna? Konan mín myndi drepa mig ef ég myndi reyna að koma öðru búri fyrir þar :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Vargur wrote:
Gúggalú wrote:***ÖFUND***
Til hamingju.

Hvað kostar svona búr ca ?
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/ver ... _grein.htm
Hér má finna uppl. um verð á Juwel búrunum.
En sendið þið ekki út svona bæklinga með búrunum og upplýsingum um þau ? Ég sendi einhverntíman póst á fiskabúr.is en hef ekkert heyrt
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

En sendið þið ekki út svona bæklinga með búrunum og upplýsingum um þau ? Ég sendi einhverntíman póst á fiskabúr.is en hef ekkert heyrt
Um daginn var eitthvað tölvuvesin í fyrirtækinu og töpuðust ýmis gögn, sennilega var pósturinn þinn þar á meðal. Sendu bara aftur fyrirspurn á netfangið og þá ætti bæklingurinn að skila sér.
Á heimasíðu Juwel má líka finna allar uppl.
http://www.juwel-aquarium.de/en/aquarium.htm

Hér er ný mynd af búrinu. Ég er bara nokkuð ánægður með uppstillinguna á á ekki von á neinum stórum breytingum á næstu dögum nema hugsanlega að reyna að bæta eitthvað lýsinguna.

Image

Í búrinu er innbyggða Juwel dælan (1000 l/klst) og svo smellti ég einnig í það Rena Xp3 tunnudælu, inntakið á tunnudælunni er ofan í inn-byygðu dælunni til að særa ekki augað og svo er úttakið efst hinu megin í búrinu þar sem lítið ber á því.

Íbúarnir eru núna,
8 stk kingsizei, þar af eru 5 kk til að fá lit og fjör í búrið.
3 venustus 7-8cm
7 demasoni
4 compressiers ca 10cm
2 Aulnacara albino-red 6-7cm
1 Aulancara o.b 9cm
3 Melanochromis neon spot
2 Haplochromis. sp. “All Red” (Victoríuvatns sikliður)

Botnfiskar.
1 Synodontis petricola 10cm
1 Synodontis decurus
2 Brúsknefir

Nokkrar svipmyndir.

Image
Haplochromis. sp. “All Red” og Aulnacara ob. í dansi.

Image
Kingsizei konungur.

Image
Venustus.

Image
D. compressiers.

Image
Aul. ob ofl.
FiskaFan
Posts: 112
Joined: 30 Sep 2006, 06:04

Post by FiskaFan »

öööö.....

Til hamingju, held ég... :shock:

En get svo sem ekki sagt að þetta komi mikið á óvart :wink:


Annars var mikil veisla hér í dag JR orðinn árs gamall :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Manstu hvað viktoríusíkliðan heitir? Ég átti einusinni svona og mér finnst þetta með fallegri síkliðum sem ég hef séð...

Verst að þessi grey eru svo gott sem útdauð í vatninu, ásamt flestum öðrum síkliðum þar... Viktoríuvatn átti fallegustu síkliðurnar :(
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Viktoríusikliðan heitir bara Haplochromis sp. "All Red" , hér er grein um fiskinn, http://www.cichlid-forum.com/articles/h_allred.php
Já, þetta er sorglegt með Viktoríuvatn, flestar tegundir útdauðar osf, en sem betur fer er talsvert að þessum fiskum í ræktun hjá metnaðargjörnum mönnum.
Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ok, ég var með Nyererei - mjög svipuð síkliða..
http://images.google.com/images?svnum=1 ... ei&spell=1
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

keli wrote:Hvað ertu þá með mörg búr í stofunni núna? Konan mín myndi drepa mig ef ég myndi reyna að koma öðru búri fyrir þar :D
Var bara að sjá þetta núna.
í stofunni hjá mér eru núna umrætt 400 lítra búr.

Einnig:
Image
240 l.

Image
250 l sem hefur verið uppeldisbúr, undir þessu búri er svo 40 l humarbúr.

Ætlunin er svo að bæta við 400 l Juwel í staðinn fyrir 500 l búrið sem ég seldi um daginn.
...Svo er ég að hugsa um að láta 250 l búrið fara, það passar eihinlega ekki inn í Juwel stílinn.
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

keli wrote:Hvað ertu þá með mörg búr í stofunni núna? Konan mín myndi drepa mig ef ég myndi reyna að koma öðru búri fyrir þar :D
alltaf þessi maka vandræði á manni :lol:
minn kall er eitthvað viðkvæmur fyrir fjölgun froskdýra/fiska búra á heimilinu líka
mér finnst ég bara alls ekki vera með nóg :?
:hehe:
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki bara upplagt tækifæri að fara bara í einhver makaskipti hér á spjallinu. :D Við Hrappur værum td fínir í sambúð....eða bíddu við... :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Svosem ekkert makavesen.. Ég er alveg sammála konunni að það er kannski ekkert sérstaklega fallegt að hafa fiskabúr í hverju horni..

Næsta húsnæði verður með kjallara þar sem ég SKAL koma fyrir 20-30 fiskabúrum og pool borði :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:Er ekki bara upplagt tækifæri að fara bara í einhver makaskipti hér á spjallinu. :D Við Hrappur værum td fínir í sambúð....eða bíddu við... :?
ööööö
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Roommates!..

En Hlynur, hvenar á að fara í flutning á hinu?..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér finnst fallegt að sjá fallegt fiskabúr í hverju horni. :)

Hvað segir Skúli um flutning á laugardag kl 17 ?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég skal stela lyklunum af litla kallinum..;) nema þú viljir hafa hann með.. bara passa að han týnist ekki í búrinu þegar það er komið inn hjá þér.. :?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er allt í fínum gangi í þessu búri. Ég skipti um nánast allt vatn í búrinu í gær þar sem ég þurfti að færa búrið aþeins til að koma nýja búrinu fyrir.

Image
Þessi litli durgur er búinn að eigna sér hálft búrið og leyfir engar heimsóknir á sitt svæði, kingsizei karlinn á hinn helminginn en er aðeins umburðarlyndari sem betur fer.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er orðinn svo mikill þvælingur á þessum búrum og breytingar, ég held ég verði að fara að koma og blessa þetta hjá þér.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bætti er í búrið í gær 2 stk rostratus, þeir eru bara 5-6 cm en eiga eftir að verða góðir durgar í framtíðinni.

Tvær myndir úr búrinu.

Image
Auln. ob.

Image
Compressiers.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

þessi á efri mynd er rosalegt flottur
Post Reply