Lím fyrir glerbúr

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
haffi85007
Posts: 185
Joined: 31 Mar 2008, 21:09
Location: Njarðvík

Lím fyrir glerbúr

Post by haffi85007 »

Hvaða lím er best að nota til að setja saman glerið? er með silíkon en var að spá í hvort það væri nokkuð nóg? :o
70 ltr og 21ltr
12x stk gúbbí (21ltr)
1xalbínóa koparryksuga (21ltr)
1x Gibbi (70ltr)
1xAnchistrur (4-5.cm) (21ltr)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sílkon er ekki það sama og sílikon ;)

Það eru til margar gerðir af sílikon, það sem passa þarf er að það sé ekki neinar myglu varnir eða þess háttar efni í sílikoninu

s.s. 100% sílikon virkar fyrir fiskabúr

Þú getur notað t.d. Silirub AQ sem færst í húsasmiðjunni, það er glært á litinn og hefur reynst mér vel
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
haffi85007
Posts: 185
Joined: 31 Mar 2008, 21:09
Location: Njarðvík

Post by haffi85007 »

Er með það sko en er það nóg til að halda glerinu saman?
70 ltr og 21ltr
12x stk gúbbí (21ltr)
1xalbínóa koparryksuga (21ltr)
1x Gibbi (70ltr)
1xAnchistrur (4-5.cm) (21ltr)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já ef það er rétt límt saman og rétt þykt á glerinu

Svo ef búrið er stórt þá þarf kanski að setja sperrur svo það brotni ekki undan vatns þrýstingnum
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

ef þú ætlar að vera með einhvað annað en fiska þarni oni veit ég ekkert hvað þú þarft annars er þetta bara silikon :lol:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekki bara sílikon heldur sérstakt fiskabúrs sílikon, hefðbundið sílikon inni heldur efni sem drepur myglu og eitrar þ.a.l. vatnið í búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply