Saltmeðferð

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Saltmeðferð

Post by EiríkurArnar »

Hvernig þola fiskarnir mínir salt meðferð ?

2 Skalar
4 Gúbbí
10 Neon tetrur
1 bardagafiskur
1 ryksuga ancistra að ég held

Nýir
2 black molly
1 Plattý

Ein gúbbý kellan er með eitthverja veiki og lyfin við hvítblettaveiki dugðu ekki þannig að það spurning hvort þetta sé eitthvað annað og langaði mig að prófa að salta og sjá hvort hún lagist.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessir þola allir ríflega söltun.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Flott þá fer ég að kaupa mér kötlu salt og salta hressilega :D
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Hvernig þola plöntur söltun ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flestar plöntur og þola salt illa. 2-3 matsk á 10 lítra og 50% vatnsskipti eftir 3-4 daga ætti að sleppa. Ef salta á meira er gott að taka plönturnar upp úr og setja í fötu og hafa helst ljós yfir þeim.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Það virðist bara einn gúbbý vera með eitthverja bletti.
Ættu ekki allir að fá svona bletti á sig ef að þetta er eitthvað tengt vatninu ?
Það er semsagt allt í góðu að setja 24 matskeiðar og jafnvel meira útí búrið ?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Plöntur þola salt illa.

Hvað er að salta hressilega í þínum bókum?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Heilbrigðir fiskar hafa betri mótstöðu gegn sjúkdómnum, ef bara einn fiskur sýnir einkenni þá er kanski málið að salta minna og farga þessum eina ef hann skánar ekki á 2 dögum.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Ef að ég farga honum ekki hvað gerist þá ?
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Vargur 2-3 matskeiðar á 10 l af vatni er það ekki svolítið mikið ? (ertu vissum að þú sért ekki að tala um teskeiðar) ef ég man rétt þá er talað um að ein teskeið á 10 lítra seu um eitt prómil, og 2 ca 2 prómil á tíu lítra. matskeið á 10 lítra eru um 5 promill þannig að 3 matskeiðara eru um 15 promill. Eitthvað rámar mig í að þetta sé þumalputtareglan en þú leiðréttir mig ef mig er að mismynna. :?
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Reglan sem ég hef farið eftir án vandræða er 1-4 grömm á lítra eftir alvarleika. Venjulega duga 2gr á lítra og það er oftast skammturinn sem ég byrja á.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Svo þarf ekki endilega að salta allt búrið. Það má taka vatn í ílát, salta það og hafa sýktan fisk í því í stutta stund, s.s. 10-30 mín. Þá má gera sterka lausn. Sumir segja það góða aðferð sé um snýkjudýr að ræða.

Rúmmálsmælingar (matskeiðar etc) á salti eru annars óheppilegar þar sem matskeið af mis grófu salt vegur mis mikið. 1 gramm er samt alltaf 1 gram.

Grófa kötlu saltið mitt vegur 1,3 g/mL. Það þýðir að 1 matskeið (sem er 15 mL) vegur rétt tæp 20g. 1 matskeið í 10 litra er því 2g/L eða 2% saltlausn.

Kannski á Vargur við eldhúsmatskeið fremur en mælimatskeið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Svavar wrote:Vargur 2-3 matskeiðar á 10 l af vatni er það ekki svolítið mikið ? (ertu vissum að þú sért ekki að tala um teskeiðar) ef ég man rétt þá er talað um að ein teskeið á 10 lítra seu um eitt prómil, og 2 ca 2 prómil á tíu lítra. matskeið á 10 lítra eru um 5 promill þannig að 3 matskeiðara eru um 15 promill. Eitthvað rámar mig í að þetta sé þumalputtareglan en þú leiðréttir mig ef mig er að mismynna. :?
Ég salta reyndar sjálfur mun meira en það ef eitthvað vesen er, ég mæli saltið aldrei sérstaklega, set bara yfirleitt lúku á hverja 10 lítra og það hefur reynst mér vel.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

hversu mikið ætti ég að salta í svona líters box ? fyrir þetta 10-30 mín prósess ?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Ég er með eina gúbbý kellingu sem er alltaf með eitthverja bletti, finnst þeir verað minnka svo koma bara fleiri. Þetta er ekki svona doppur eins og hvítblettaveikin er nema að þetta sé eitthvað annað afbrigði af henni. Stundum finnst mér eins og hún sé að flagna.
Setti hana í salt í tvo daga og virtist verað lagast alveg helling en ekki allt farið.

Hvað má ég hafa hana lengi í sóttkví án matar í 10l fötu ?
Hún er seiðafull og alveg að springa og vill ég helst ekki missa þessi seiði útí loftið. Þola þau saltið ef að hún skildi gjóta í fötuna ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Seiðin þola saltið og kerla getur verið í fötunni í viku með góðu móti.
Hún gæti jafnvel kroppað í smá fóður eftir nokkra daga ef þú prófar að gefa örlítið í fötuna.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

jamm oki takk
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Post by botnfiskurinn »

Ég er með Jack Dempsey og hann er með einhvern frekar stóran hvítan blett sem er eins og hann sé að flagna og
hann er farinn að fá kippi.
Væri sniðugt að setja hann í "saltmeðferð" eða getur maður gert eitthvað og
veit einhver hvað þetta getur verið?
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hefur hann ekki bara verið að troða sér einhver staðar og fengið sár? gæti líka verið fungus. Þá er gott að salta og hafa vatnið gott svo þetta versni ekki. Ef þetta virðist vera "loðið" þá er þetta fungus. Ef hann hefur verið að troða sér og 1-2 hreisturflögur hafa losnað þá er þetta sár.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Post by botnfiskurinn »

Ég held að þetta sé ekki eftir að hann hafi rekið sig í af því að þetta er það stórt og nær hringinn utan um hann.

Og hvað er þetta "fungus"?
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

fungus er sveppasýking.

Saprolegnia and Achlya
S: Cotton-like tufts of fungus appear on the body of the fish. As algae grows on the fungus, the fungus turns a brownish color.
A: Fungal infections are secondary infections that can only occur when the fish is already diseased or physically injured.

meðferð: að hækka hitan um 2 gráður, gera 50% vatnaskipti og salta, (eins og talað er um fyrir ofan) þegar sveppurinn er farinn þá á að gera önnur 50% vatnaskipti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Post by botnfiskurinn »

Ok takk fyrir þetta!!!
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
Post Reply