Uppsetning á 96ltr búrinu mínu, myndir.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

SandraRut wrote:Jæja, ég fór niðrí búð og náði mér í 7 Neon Tetrur og 3 ryksugur.
Eftir helgi á ég frátekinn Bláhákarl, bara baby.. hann er voða lítill.

Mér hefur bæði verið sagt að þetta búr gæti gengið fyrir bara einn bláhákarl, ég ætti ekki að vera að setja fleiri fiska með honum (nema þá ryksugurnar)

En svo hef ég líka heyrt að hann gæti verið í þessu búr í x-langann tíma, en svo þarf helst að færa hann í stærra búr ef hann stækkar of mikið :hmhm:

Hvað segið þið um þetta? Hverju eru þið sammála?
Ég er ekki sammála neinu af þessu.
Hvað er búrið langt ? 80 cm ?
Ég tel að bláhákarl eigi ekkert erindi í styttra búr en 100 cm og ekki minna en 180 lítra.
Fáðu þér bara fiska sem passa vel í þetta búr og eiga ekki eftir að stækka upp úr því.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

allt sem heitir pangasius og þar með talinn bláhákarl er í raun eitthvað sem ætti ekki að seljast í fiskabúðum

þeir þurfa stærri búr heldur en fást hér á landi þannig að best væri ef þeir væru ekki fluttir inn

það hafa verið fluttir inn mörg hundruð pangasius til landsins en aðeins örfáir eru lifandi í dag en samt er þetta fiskur sem verður gamall sem þýðir það eitt að þeir drepast allt of ungir vegna þess að þeir hafa ekki þá aðstöðu sem þeir þurfa í búrum hérna
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Búrið er já 80cm á lengd, mig dauðlangar í Bláhákarl, en ef það virkar ekki í þessu búri, þá geri ég það ekki.

Mig langar bara svo í einhvern öðruvísi fisk en þessa sem flestir eiga.
Margir hérna eru með svo flotta og öðruvísi fiska, en það bara sökkar alveg þvílíkt hversu lítið úrval af flottum og öðruvísi fiskum hérna á Akureyri...

Er hægt að hafa samband við búðina, Fiskabúr.is eða einhverja aðra, og fá senda fiska til sín, ég veit það er langsótt, en betra að spurja en þeigja :-)
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fiskabúr.is hætti fyrir um ári síðan en Fiskó og Dýragarðurinn eru líklega bestu búðirnar eftir að Fiskabúr.is hætti :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Veistu hvort þeir í Dýragarðinum eða Fiskó sendi fiska hingað norður með þá flugi eða einhverju öðrum hætti?
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Án þess að hafa spurt þá er ég næstum alveg viss að þeir senda báðir innanlands. Fiskó eru opnir á morgun nema það sé talning eða eitthvað hjá þeim
Post Reply