Smá pæling með bakgrunn?

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
mummi
Posts: 47
Joined: 25 Jan 2009, 23:54

Smá pæling með bakgrunn?

Post by mummi »

Góðan daginn

Ég var að velta því fyrir mér hvort að ég gæti fengið smá tipps með bakgrunn sem ég er að spá í að gera í 60L búr...

Spuningin er þessi; er nóg að blanda bara sement og vatn saman og skella nokkrum umferðum á útskorið frauðplast, eða þarf að setja epoxy glæru yfir það? Og annað, ég er með filterdælu og hitara, er nóg að gera bara hólf fyrir þessa hluti, þarf ekki dælan að vera f. utan bakrunninn til að hreyfa við vatninu?

Með fyrirfram þökk

Guðmundur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ágætt að hafa fínan sand með sementinu. Flestir kaupa bara tilbúna múrblöndu.
Það er ekki nauðsynlegt að nota Epoxy á bakgrunnin en flestir telja það betra, aðallega vegna þess að efni eru að leysast úr sementinu fyrstu vikurnar sem geta haft áhrif á fiskana.
Þú getur haft allan búnað aftan við bakgrunnin en vatnið þarf auðvitað að komast að og frá dælu og hitara.
mummi
Posts: 47
Joined: 25 Jan 2009, 23:54

Post by mummi »

Takk fyrir upplýsingarnar
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

það tekur sementið mánuð að skila út óæskilegum efnum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply