Já komiði sæl, er með 200 lítra búr sem mig vantar lýsingu fyrir gróðurinn. Hef heyrt um einhver HPS ljós sem eiga að vera góð fyrir þetta. Hef verið kynna mér hversu sterka lýsingu mig vantar fyrir 200 lítra búr, er það ekki 1W per lítri ?
Á einhver svona ljós til sölu ódýrt, eða hvar fæ ég þetta?
Einhver að leiðrétta mig ef ég þarf sterkari lýsingu.
lampi/pera
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
verð nú að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað hps ljós eru.
Hefurðu verið mikið með gróðurbúr áður? Ertu með kolsýrukerfi o.þ.h. í búrinu hjá þér?
Ef ekki, þá mundi ég alls ekki mæla með 1w per líter, ef þú ætlar að vera með t5 flúorlýsingu þá mundi ég mæla með 60 - 80 wöttum í 200 ltr búr. 90-100 wött ef þú er með t8 lýsingu. Mikið betra að byrja með lýsingu í lægri kantinum og bæta svo við í staðin fyrir að byrja með mjög mika lýsingu og missa tökin á þörungi og öðru. Það er MJÖG erfitt að halda búri í jafnvægi með 1w per líter.
Hefurðu verið mikið með gróðurbúr áður? Ertu með kolsýrukerfi o.þ.h. í búrinu hjá þér?
Ef ekki, þá mundi ég alls ekki mæla með 1w per líter, ef þú ætlar að vera með t5 flúorlýsingu þá mundi ég mæla með 60 - 80 wöttum í 200 ltr búr. 90-100 wött ef þú er með t8 lýsingu. Mikið betra að byrja með lýsingu í lægri kantinum og bæta svo við í staðin fyrir að byrja með mjög mika lýsingu og missa tökin á þörungi og öðru. Það er MJÖG erfitt að halda búri í jafnvægi með 1w per líter.
Re: lampi/pera
Giska á að HPS standi fyrir High Pressure Sodium. Það eru svona appelsínugul ljós eins og í ljósastaurum og gróðurhúsum. Mikil birta, en ekki fallegt fyrir augað. Lítið gaman af búri sem er bara appelsínugult.GummiHebb wrote:Hef heyrt um einhver HPS ljós sem eiga að vera góð fyrir þetta.
Svo gæti þetta verið eitthvað allt annað...