Kraftaverk ?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Kraftaverk ?
Ég var að uppgötva 5 seiði í 20 lítra búri yngstu dótturinnar Þetta væri fyrir mér í sjálfu sér ekkert merkilegt ef ég gæti ímyndað mér hvernig þau urðu til. Í búrinu eru 1 Sverðdraga kelling, 1 Bardagafiskur og 2 Ankistur. Fyrir um ári síðan voru 2 Sverðdragakerlingar og einn Sverðdraga karl í búrinu með hinum en Bardagafiskurinn hrakti þau uppúr búrinu í sumar eða það er mín kenning allavega eftir að ég fann þau sem harðfiska í kringum búrið í lok Júlí og hann hafði nýverið tekið uppá að elta þau um búrið í geðvonsku kasti.
Aldrei sá ég nein seiði í búrinu meðan öll hersingin var þar og mig grunaði Bardagakallin (Dreka hinn illa eins og dóttir mín skírði hann) um að hafa ryksugað þau öll upp um leið og þau birtust.
Nú þar sem enginn pör af fiskum eru búin að vera í búrinu frá í sumar var ég búin að gefa upp alla von um seiði nema nú í kvöld setjumst við fjölskyldan niður við að borða og ég rek augun í seiði í búrinu. Ég ákvað með það sama að ég væri farin að sjá ofsjónir og fékk fleiri í lið með mér og viti menn í búrinu synda 5 krúttleg seiði. Ég veiddi þau hið snarasta og skellti þeim í seiðabúr þarna ofaní í þeirri von að forða þeim frá Dreka hinum illa.
Geta Sverðdragakerlingar verði "óléttar" í marga mánuði án þess að unga út eða verð ég að leita skýringa til æðri máttarvalda eða kanski undarlegrar pörunar milli bardagafisksins og Sverðdragakerlingarinnar
Aldrei sá ég nein seiði í búrinu meðan öll hersingin var þar og mig grunaði Bardagakallin (Dreka hinn illa eins og dóttir mín skírði hann) um að hafa ryksugað þau öll upp um leið og þau birtust.
Nú þar sem enginn pör af fiskum eru búin að vera í búrinu frá í sumar var ég búin að gefa upp alla von um seiði nema nú í kvöld setjumst við fjölskyldan niður við að borða og ég rek augun í seiði í búrinu. Ég ákvað með það sama að ég væri farin að sjá ofsjónir og fékk fleiri í lið með mér og viti menn í búrinu synda 5 krúttleg seiði. Ég veiddi þau hið snarasta og skellti þeim í seiðabúr þarna ofaní í þeirri von að forða þeim frá Dreka hinum illa.
Geta Sverðdragakerlingar verði "óléttar" í marga mánuði án þess að unga út eða verð ég að leita skýringa til æðri máttarvalda eða kanski undarlegrar pörunar milli bardagafisksins og Sverðdragakerlingarinnar
Jamm blessaðar Ancistrunar gætu það verið en synda Ancistru seyði upp að yfirborðinu og dunda sér þar innan um gróður Ætti maður ekki að sjá mun á þeim miðað við seyði annara fiska eða eru þau öll eins svona ný Ofan í það eru báðar Ancisturnar brúsklausar svo ég gerði ráðfyrir að það væru 2 kerlingar
Ég er með glatað gler í búrinu og svo eru þau í lélegu seyða búri ofan á það ég gæti hugsanlega náð myndum af litlu Jesú seyðunum ofan frá ...ætla að reyna
Ég er með glatað gler í búrinu og svo eru þau í lélegu seyða búri ofan á það ég gæti hugsanlega náð myndum af litlu Jesú seyðunum ofan frá ...ætla að reyna
Last edited by Kitty on 21 Mar 2009, 02:09, edited 1 time in total.
Jæja veiddi 2 kríli uppúr seiðabúrinu og skellti i krukku og gerði heiðarlega tilraun til að ná mynd af þeim en þau er svo hrikalega smá (c.a. 2.5 mm) að þetta eru nú engar keppnis myndir
En getur kerlingin virkilega hafa verið að gjóta reglulega í 8 mánuði frá því hún var síðast kennd við Sverðdraga karl
Þetta er þá algjölega survival of the fittest ef ein kerling getur viðhaldið stofninum svona Sverðdragar eru þá merkilegri skepnur en ég hafði gert mér grein fyrir
Heyri ég Amen
En getur kerlingin virkilega hafa verið að gjóta reglulega í 8 mánuði frá því hún var síðast kennd við Sverðdraga karl
Þetta er þá algjölega survival of the fittest ef ein kerling getur viðhaldið stofninum svona Sverðdragar eru þá merkilegri skepnur en ég hafði gert mér grein fyrir
Heyri ég Amen
Last edited by Kitty on 21 Mar 2009, 02:35, edited 1 time in total.
Kerlurnar geta verið frjóar í nokkra mánuði, reyndar hef ég enga staðfestingu á hvað þær geta verið að koma með seiði í langan tíma án þess að hitta kk, sennilega er það eitthvað misjafnt eftir einstaklingum og aðstæðum í búrinu. Átta mánuðir er þó meira en ég hefði haldið, er frekar kalt í búrinu ? Það gæti hafa hægt á ferlinu.
Þetta er eitt af vandamálunum þegar maður kaupir gotfiskakerlingu til undaneldis, þær geta verið nokkra mánuði að losa sig við seiði undan öðrum körlum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Hitinn í búrinu er 24-5 gráður og hefur frekar átt til að hitna full mikið en of lítið þar sem búrið stendur í gluggakistu fyrir ofan ofninn í eldhúsinu.
En það er nú ekkert lítið vandamál í ræktun ef þær geta geymt "seiði" í 8 mánuði eða lengur Mér finnst þetta reyndar alveg frábær aðferð við að viðhalda stofni að geta bara ungað út eftir þörfum. Undur náttúrunnar eiga sér engin takmörk ekki einu sinni í litlum illahirtum fiskabúrum
Ég er líka hæst ánægð að Dreki Hinn Illi náði þeim ekki og krossa fingur fyrir að mér takist að halda þeim á lífi og koma þeim til fisks
En það er nú ekkert lítið vandamál í ræktun ef þær geta geymt "seiði" í 8 mánuði eða lengur Mér finnst þetta reyndar alveg frábær aðferð við að viðhalda stofni að geta bara ungað út eftir þörfum. Undur náttúrunnar eiga sér engin takmörk ekki einu sinni í litlum illahirtum fiskabúrum
Ég er líka hæst ánægð að Dreki Hinn Illi náði þeim ekki og krossa fingur fyrir að mér takist að halda þeim á lífi og koma þeim til fisks