Vantar fjölbreytileika í fóðrið?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Vantar fjölbreytileika í fóðrið?

Post by Piranhinn »

Ég er með nokkra piranha fiska og er að spá
í að gefa þeim e-h annað en bara ýsu og þannig
og var að velta fyrir mér hvort einhver geti sagt
mér hvað kemur helst til greina... ég veit slatta um
þessa fiska en eins og alltaf þá eru allar hugmyndir
og uppástungur vel þegnar? :D
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

er það ekki bara að gefa þeim eitthvað sem þú ræktar eða kaupir ódýrt?.. eins og aðra fiska og svoleiðis?..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ferskvatnsfiskar, eitthvað sjávarfang (rækjur, fiskur osf), kannski lítilræði af mögru kjöti (hjörtu td) og svo getur þú búið til þitt eigið mix úr fiski, grænmeti, spirulina osf.
Fjölbreytni er væntanlega alltaf af því góða.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Rækjur eru góðar til að ná fram fallegum lit í pirönur.

Ég gef mix sem ég geri sjálfur og frysti. Núna er t.d. grænar baunir, rækjur, krabbakjöt, þorskkinnar, ýsa, hvítlaukur og smá lax í mixinu hjá mér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Matur

Post by Piranhinn »

ok, þakka ykkur, líst bara mjög vel á hugmyndir sem komnar eru... :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Láttu reyna á að að sofna með hendina ofan í búrinu ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Að sjálfsögðu er ég búinn að gera mitt besta að venja þá á
það að hendurnar á mér eru ekki matur, en ég er ekki viss
um að ég myndi þora því að vera með hendina þarna ofaní meðvitundarlaus :p
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Haha já það eru fáir sem koma vel út úr því að leggja traust sitt á rándyr :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

jájá, ég var einmitt að horfa á myndband þar sem að
hin og þessi óargadýr hurfu í ginið á piranha fiskum... pant ekki! :D
Post Reply