Skemmtilegir fiskar?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Skemmtilegir fiskar?

Post by skurdur »

Sælir/ar

Ég er með 54l búr þar sem að ég er með:

1x gúbbý kk
5x gúbbý kvk
1x sverðdraga kk
2x sverðdraga kvk
2x corydoras
3x pínulitlar ancistrur og
1x 6-7 cm plegga

Ég var að pæla hvort að það væri einhver möguleiki fyrir mig að fá einhverja aðeins fleiri/aðra skemmtilega fiska í búrið?

Spurning hvort að ég geti ekki fengið demantasíkliður eða einhverjar svoleiðis litlar síkliður eða einhver aðra flotta? Vitiði um einhverja skemmtilega sem hægt er að hafa í svona litlu búri?

Líka ef að þið vitið um einhverja flotta en ykkur finnst að þeir komist ekki fyrir útaf plássleysi er ég alveg til í að fórna sverðdrögunum ef að þess þarf :wink:

Endilega koma með hugmyndir...
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þú getur ekki haft síkiliður með guppy og sverðdrögum nema kanski kribba ef þú lendir á góðu pari.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Demantssikliður henta engan vegin í þetta búr.
Þú ættir að skoða td Apistogramma eða Microgeophagus tegundir.
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

nei ég held að ég hafi verið að rugla demantasíkliðunum við kribba :wink:
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

já okei.
þá er það séns ef þú ert heppin stundum virkar það en stundum ekki. mínir gerðu tetrunum og guppyinum ekkert mein en maður hefur heyrt það oft að þeir séu að drepa svona smá fiska.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

já.. annars líst mér vel á Apistogramma eða Microgeophagus....

veistu hvar ég get nálgast svona fiska Vargur? hjá þér?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvernig tegundir af Apistogramma/Microgeophagus.

Apistogramma Cacatoides
Microgeophagus Ramirezi?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

t.d. Ramirezi... hef áhuga á honum...
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Ramirezi eru ótrúlega flottar, skemmtilegar síklíður. Eru yfirleitt rólegar og henta mjög vel í blönduð búr.

hérna er einn töffari sem er í búri hjá frænku minni
Image

hann er kannski 3 cm
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

já mig langar í svona... mjög svalir... þetta er akkurat svona fiskur sem að ég var að tala um... veit eitthver hvar ég get fengið svona?
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

Dýragarðinum og ég held að tjörvar er með nokkra eftir minnir mig
Rena Biocube 50: tómt eins og er
Hazufel
Posts: 34
Joined: 26 Mar 2009, 03:31
Location: Hafnafjörður

Post by Hazufel »

Ég sá tvo í Fiskó í fyrradag líka.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Vargurinn er með einn :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
skurdur
Posts: 53
Joined: 20 Dec 2008, 20:51

Post by skurdur »

Jæja ég skellti mér til Vargs og keypti einn Ramirezi...

Hérna er hann búinn að koma sér vel fyrir í búrinu...

Image

Flottur strákurinn...
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Mynd

Post by malawi feðgar »

Virkilega flott mynd hefði sómað sér vel í ljósmyndakeppni.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það er nú tími til 5.apríl að senda inn mynd :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Mjög flottur og enn flottari mynd!! :góður:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply