Í smá vandræðum með nýtt fiskabúr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Í smá vandræðum með nýtt fiskabúr

Post by Einar »

Ég er nýlega búinn að setja upp fiskabúr með S-Amerískum dverg síkliðum (ca 6 vikur). Þetta leit vel út þangað til að einn daginn kem ég að búrinu og vatnið virðist vera að verða grænt. Það er enginn þörungur á glerinu og ekki mikill þörungur á bakgrunninum. Getur verið að það sé þörungur í vatninu sjálfu? Er með eftirfarandi í búrinu:

Búrið er 325l
Perur - Mér er sagt að þetta séu "T5" perur (letrið á perunum er það smátt að ég get ekki lesið það)
Eheim professional 2 dæla
er með bakgrunn úr frauðplasti í búrinu. Dælan er sett upp þannig að hún tekur inn í sig fyrir aftan grunninn og dælir svo út úr sér fyrir framan grunninn. Þannig að það ætti að vera góð hreyfing á vatninu, bæði fyrir framan og aftan bakgrunn.
Er með plöntunæringu undir sandi og slatta af plöntum. Ég hef líka sett eftirfarandi efni í búrið og hef þar alveg fylgt leiðbeiningum frá framleiðanda: Aquasafe, Easybalance, Plantamin og Crystalwater Er búinn að skipta einu sinni ca 20% af vatninu, sem nú er að verða það grænt að ég sé varla inn í það... Öll hjálp vel þegin.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er þörungur í vatninu. Kemur útaf of miklum næringaefnum í búrinu og er algengt í nýjum búrum. Losnar við þetta á nokkrum dögum, fljótar ef þú skiptir um slatta af vatni. Slepptu því að setja plöntunæringu næstu vikurnar og minnkaðu ljósið í búrinu.

Getur lesið meira um þetta ef þú googlar t.d. green water.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Til að losna við þetta hratt og vel þá hefur mér fundist best að breyða alveg yfir búrið og hafa engin ljós kveikt í 2-3 sólarhringa. Skipta svo um hluta af vatninu eftir það þar sem dauður þörungurinn mengar vatnið, passa svo fóðurgjöf og stilla lýsingu í hóf næstu daga og þá sérstaklega dagsbirtu eða sólarljós.
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Vargur wrote:Til að losna við þetta hratt og vel þá hefur mér fundist best að breyða alveg yfir búrið og hafa engin ljós kveikt í 2-3 sólarhringa. Skipta svo um hluta af vatninu eftir það þar sem dauður þörungurinn mengar vatnið, passa svo fóðurgjöf og stilla lýsingu í hóf næstu daga og þá sérstaklega dagsbirtu eða sólarljós.
Myndirðu þá bara kveikja rétt til að gefa þeim að borða og svona ? Eða eiga fiskarnir að svelta í þessu ferli líka ? Ég er nefnilega í vandræðum með þetta líka
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef ekkert er gefið gengur þörungurinn hratt niður, fiskarnir þola vel að svelta í 2-3 daga og reyndar nærast þeir líka á þörungnum, sérstaklega smáfiskar. Ef þú getur ekki hugsað þér að gefa ekki fiskunum þá er í lagi að taka yfirbreiðsluna af (óþarfi að kveikja ljósið) og gefa þeim örlítið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það þarf ekkert að kveikja til að gefa fiskunum að éta - ætti að vera nógu bjart í herberginu bara til dæmis.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Snilld, fer í þetta, þeir hafa þurft að svelta hjá mér í 3 daga vegna lyfjameðferðar, þannig að ég vorkenni þeim ekkert... Veit að þeir þola þetta alveg.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Hrein og klár snilld. Takk fyrir hjálpina. Fer í þetta og læt vita hvernig gengur.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Einar, hefur eitthvað lagast hjá þér ástandið í búrinu?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Já þetta hefur aðeins gengið niður... ég breyddi yfir búrið í 4 daga. Gaf fiskunum smá á þriðja degi. hef gefið þeim lítið síðan og passað að hafa lítið ljós. Finnst þetta ekki hafa lagast nógu mikið. ætla að skipta út vatni á morgun... hvað er mér óhætt að skipta miklu vatni í einu?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi hiklaust skipta út helming.
Ég geri það oftast í búrinu hjá mér og jafnvel meira.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

jamm prófa að taka helming á morgun... læt vita. takk fyrir hjálpina
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Skipti um ca helming af vatninu og nú er þetta farið að líta betur út.. Er farinn að sjá á endanna á milli. Er að vona að ég nái vatninu alveg tæru á næstu dögum. Er með slökkt á búrinu meira og minna allan daginn, kveiki á því þegar ég kem úr vinnu og reyni að passa að gefa ekki of mikið.

Takk fyrir hjálpina.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flott er :D
Ég myndi skipta um ca 10% kannski annan hvorn dag í nokkur skipti. það flýtir fyrir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

já ég geri það...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mikið er nú gaman að einhver skuli hlýða mér :whiped: HAHA
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

hahaha takk fyrir hjálpina :) en ég verð að viðurkenna smá óþekkt... Ég hef ekki tekið meira af vatni... En mér búrið er bara að verða helv flott!! Allur þörungur farinn, og þá hef ég áhyggjur af þörungaætunum. þeas að það sé ekki nóg æti fyrir þær. það verður ekki á allt kosið :))

Spurning varðandi lýsinguna... er nóg að vera með 2 T5 perur í 325l?
ég reyni að stilla lýsingunni í hóf þannig að ekki fillist allt af þörungi. er núna að kveikja eftir vinnu og slekk um miðnætti. er semsagt með kveikt ca 6 tíma á dag. er það nóg fyrir fiska og plöntur? eða of mikið, of lítið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sliplips, það hlýðir þá enginn !?

Flott mál með þörunginn Einar, ég reyndar hef slæma reynslu af miklum vatnsskiptum þegar verið er að berjast við svona þörung þannig ég tel að þú hafir gert rétt að hlýða ekki skessunni Slippý :D
Lýsingin ætti að vera næg (fiskunum er slétt sama meðan lýsingin er ekki of mikil) ef perur eru góðar og þú ert ekki með einhvern birtu frekan gróður. Reyndar er sjálfsagt ráð að auka tíman sem ljósin eru kveikt þegar jafnvægi er komið á búrið. Það þyrfti að koma fram hvaða plöntur og hvernig perur þú ert með í búrinu svo betra sé að átta sig.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

jamm ég þyrfti að koma með smá kynningu og jafnvel mynd af gripnum. Er ekki eins vel að mér í latnesku heitunum og almennt virðist tíðkast hérna :lol: er með slatta af plöntum í búrinu (15 tegundir) eins og kom fram hérna fyrir ofan þá er ég með suður amerískar dverg síklíður (7 pör) ca 20 kardínálar og svo eru þarna ýmsir aðrir fiskar. held ég leggist í bækur og reyni að finna út hvað þetta heitir allt saman og kem svo með betri innihaldslýsingu ásamt myndum :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hah, vertu ekki að stressa þig of mikið, það er bara Vigdís sem notar latnesku heitin.
ég skrifa yfirleitt nöfnin bara á algebru, ég lærði að meta það tungumál þegar ég var skiptinemi í Algebru, bjó þá í fallegum bæ sem heitir Tugabrot og er í Mengi héraðinu. :sterkur:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

burrumtisss!!!

klöppum fyrir Vergz.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Jæja vatnið er orðið crystal clear!! sem er frábært því ég sé loksins inn í búrið.
En þá er einn kallinn farinn að synda um eins og hann sé hálf lamaður og ég sé ekki betur en að það sé komin blettaveiki í kardínálana... ferð í apótek á morgun og þá verður vonandi allt gott :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef blettaveikin er bara í kardinálunum gæti verið um Neon veikina að ræða, hún líkist blettaveiki en smitast ekki í aðra fiska og er illlæknanleg. Sýkt tilfelli er best að setja strax í einangrun hjá Gustavberg til að hindra að veikin berist milli fiska.
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

hm.....
Vargur wrote:Ef blettaveikin er bara í kardinálunum gæti verið um Neon veikina að ræða, hún líkist blettaveiki en smitast ekki í aðra fiska og er illlæknanleg. Sýkt tilfelli er best að setja strax í einangrun hjá Gustavberg til að hindra að veikin berist milli fiska.
Smitast ekki í aðra fiska en samt er best að nota "Gustavsberg" aðferðina svo veikin berist ekki í aðra fiska :-)

Annars kannast ég við svona bletta/neon veiki - saltaði og lyfjasullaði og ekkert virkaði - Kardinálarnir dóu allir og Gubby-arnir fljótlega - sá samt ekki bletti á þeim. Aðrir lifðu af og eru á góðu róli enn þann dag í dag.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hmm, átti að vera smitast ekki í aðrar tegundir...
Lyf virka illa og hinir fiskarnir drepast yfirleitt af lyfjunum.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

já ok... mér finnst ég sjá bletti á næstum öllum kardínálunum. þeir eru nánast nýkomnir í búrið. á ég að setja þá bara alla í einangrun hja gustavberg? En dettur ykkur eitthvað í hug með karlfiskinn sem snýst um sjálfan sig?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þetta er bara blettaveiki er séns að lækna þá en ef þetta er Neon veiki þá hef ég aldrei séð þá lagast af henni.
Saltaðu duglega ef þú ert ekki með gróður í búrinu og sjáðu hvort þetta skáni.

Sá sem er í snúningum, er hann enn á lífi, kanski bara fimlekafiskur.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Mér dettur í hug veikin sem kom upp hjá mér. Þá urðu fiskarnir fyrst slappir og uggarnir illa virkir og þeir áttu erfitt með synda nema í aðra áttina. Svo drápust þeir. Þetta kom í kjölfar blettaveiki og fróðir menn álitu þetta costia.

Þegar ég
1) saltaði um 2gr/lítra
2) hækkaði hitann upp í 29C
3) setti loftdælu og loftstein
4) gaf Tetra ContraSpot lyf

þá bara læknaðist eini fiskuinn sem eftir var af þeim veiku á nokkrum klukkustundum að því er virtist vera og er en í fullu fjöri.

Blettaveiki og costia virðast bæði vera snýkjudýraveiki. Saltið bæði fær snýkjudýrin til að yfirgefa hýsilinn og gerir þeim erfitt fyrir. Hækkaður hiti hraðar lífsferli snýkjudýrsins sem er mikilvægt til að lyf sem notuð eru nái að virka áður en þau brotna niður og Tetra ContraSpot lyfið virðist innihalda malakít og fomalín sem virðast almennt viðurkennt snýkjudýralyf í fiskum. Loftdælan er til að auka súrefnisstyrk vatnsins þar sem snýkjudýrið skaðar tálknin og lyfið truflar súrefnisupptöku að mér skilst.
Meira súrefni þarf því í vatnið.

Þetta er amk minn skilningur á þessu miðað við hvað ég las mér til þegar ég lenti í þessu.

Vonandi leysist málið hjá þér.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta kom upp annað slagið hjá mér þegar ég var með kardinála, þá fengu þeir svona hvíta bletti en ég gerði aldrei neitt með það því aðrar tegundir smituðust ekki. Og ekki varð ég vör við að neinn dræpist úr þessu, tók a.m.k. ekki eftir því. Þeim virtist heldur aldrei líða neitt öðruvisi, nugguðu sér aldrei upp við steinana eða neitt því um líkt.
Er þó ekki að mæla með að þú gerir ekki neitt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Já fimleikafiskurinn er enn á lífi og hann er sá eini í búrinu sem er slapplegur og/eða hagar sér furðulega...
Blettirnir eru.... voru í gærkvöld einangraðir við karínálana. Er með slatta af plöntum í búrinu, það er þá ekki gott að salta eða hvað...?
tek stöðuna á þessu í kvöld. Nú er ég búinn að blaðra svo mikið um þetta blessaða búr fannst eiginlega tímabært að setja mynd hérna inn.... hvernig geri ég það?
Annars virðist Hongsloi par vera komið í alvarlegar hrigningahugleiðingar er að spá í að setja þau í annað búr...[/list][/list]
Post Reply