Meðmæli með búri Juwel eða Fluval ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Meðmæli með búri Juwel eða Fluval ?

Post by kristjank »

Er að fara að fá mér 80cm búr,
líst enn sem komið er best á tvö kit sem fást hér á nánast sama verði, Juwel Rio 125 og Fluval Roma 125
Er einhver hér með reynslu af þessu dóti?
Þetta er fyrir stofuna og því mikilvægt að það sé fallegt snyrtilegt og gott í umgengni t.d. lokið gott og þægilegt, hávaði og allt slíkt spilar inn í.
Fluval búrið kemur með Fluval 3 Plus filter og Juwel búrið með Bioflow 3.0 (600)

Allar ábendingar og hugmyndir vel þegnar
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég er ekki með svona lítið Juwel búr en er með 400L stærðina :) er með það inn í svefnherbergi og það heyrist ekkert í þessari "innbyggðu" dælu :) þannig að það getur ekki verið meiri hávaði í minni dælu :P en annars finnst mér þetta þægileg búr, þægilegt að vinna í þeim og þessháttar. Finnst þau líka lúkka svo vel, er með svona dökkbrúnt búr og skáp og mér finnst það bara flott :P fallegt stofustáss :)
200L Green terror búr
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Ég er með Juwel 180 það heyrist ekkert í dæluboxinu, er mjög sáttur við búrið.
60l guppy
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Post by kristjank »

takk kærlega fyrir svörin sem verða sterklega tekin til greina.
væri þakklátur að heyra í fleirum, einhverjum sem er með Fluval búr eða dælu eða jafnvel einhverja aðra tegund sem er í sama "flokki" og þessi.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ég hugsa að eina hljóðið sem þú heyrir í juwel búrunum er bara vatnsgull.. er með 2 juwel búr hérna . 54L og 180L og það heyrist ekkert í þeim. :) mæli með þeim
Ekkert - retired
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég þekki ekki Fluval búrin en Juwel RIO eru mjög þæginleg, svo ertu með T5 í Juwel en T8 í Fluval. Myndi kíkja á lokið á Fluval búrinu, veit ekki hvernig þau eru en Juwel lokin eru mjög þægileg.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er með 400L Juwel búr og hef aldrei verið ánægðari, þau eru eins uppbyggð svo að 125L búrið er alveg jafn gott. Ég hef aldrei átt Fluval búr og veit ekki mikið um þau.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Sama hér, er með 400l juwel og er mjög ánægður með það, frábært að vinna við það, lokið alveg snilld.
Enn ég reif hreinsidælukassan úr því um leið og ég fékk búrið.
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Post by kristjank »

Pippi wrote:Sama hér, er með 400l juwel og er mjög ánægður með það, frábært að vinna við það, lokið alveg snilld.
Enn ég reif hreinsidælukassan úr því um leið og ég fékk búrið.
hvers vegna?
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Kassinn tekur frekar mikið pláss finnst mér
60l guppy
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér finnst dælukassinn einmitt svo ágætur og ekki sérlega áberandi.. og frekar lítill í 180L búrunum ef eitthvað er.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

ætli dælukassinn sé ekki uþb 7 lítrar. hann er 41x13x13
60l guppy
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Mér finnst dælukassinn einmitt ekki taka neitt svakalegt pláss. Líka því að Juwel búrin eru t.d 400L að innanmáli en ekki utanmáli eins og flest búr :) þannig að maður fær stærri flöt fyrir fiskana að synda í ef maður kaupir Juwel en t.d akvastabil sem eru mæld að utan og þá eru þau 180L en svo er innanmálið eitthvað minna.
200L Green terror búr
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

ég er með 125l fluval og það heirist ekki svo mikið í dælunni hjá mér.... tölvan yfirgnæfir allt :P
Rena Biocube 50: tómt eins og er
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Post by kristjank »

hvernig finnst þér dælan vera að virka? t.d. þegar kemur að þrifum o.s.frv.
og lokið er það vel smíðað og hvernig er það í umgengni?
Post Reply