narta gúbbí í plöntur?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

narta gúbbí í plöntur?

Post by kristjank »

er með tvær gerðir af plöntum sem eru alltaf að missa blöð og detta í sundur.
Eru þetta gúbbíarnir að narta eða er þetta næringarskortur. Það eru reyndar líka alltaf einhverjir sniglar að sniglast, naga þeir plöntur?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú ert líklegast bara ekki með nógu góð ljós, hvað er búrið margir lítrar og hvað eru perurnar/peran mörg vött?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Post by kristjank »

30L Tetra búr peran er 11 eða 15w
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kannski er plantan of kröfuhörð og þarf meira ljós, hvernig planta er þetta?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

11w er fínt í 30 lítrum, gúbbí étur ekki plöntur, þeir kroppa í þörung. ertu að gefa einhverja næringu? það fer eftir plöntum hvort þær taka næringuna að mestu í gegnum ræturnar eða blöðin.
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Post by kristjank »

Hef bæði verið að setja Tetra töflu í mölina og svo þess á milli Sera Florena dropa, verð þó að viðurkenna að ég mæli ekki dropana gef bara svona smá spraut.
Plönturnar sem ég er með held ég að séu annarsvegar Vallisneria (americana?) og brahmi
(ath. ég er ekki viss á nöfnunum, fann þau bara eftir myndum á google)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

vallisneria þarf nú ekki mikið af neinu.
Ég hef aldrei heyrt um þessa brahmi plöntu áður, geturðu linkað á mynd?
En mér finnst líklegast að ljósið sé sökudólgurinn hjá þér.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Valinsneran hjá mér hefur nú lifað af allan anskotan verð ég að segja. Lélegt ljós - bara flúorperu í húsasmiðjunni, kalt vatn ofan í búrið í vatnaskiptum (fyrst nennti ég aldrei að bíða eftir það hitnaði og hélt það mætti ekki nota heitavatnið) og svo enga næringu í langan tíma. fór strax í nýuppsett búr í hreina möl og allt..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Post by kristjank »

vallisnerian dettur eiginlega í sundur, allt í einu dettur blaðið bara í sundur eins og það hafi tærst upp á einum stað.

en hin plantan missir laufin með stilk og öllu, losnar bara frá stofnium, en ég hef verið á einhverjum villigötum með nafnið,
hef verið að reyna að finna góða síðu með yfirlitsmyndum til að finna nafnið en ekki gengið nógu vel,
finn eina sem kallast glandular ludwigia blöðin eru mjög lík nema mín er græn en ekki rauð.
eða þá lobelia cardinalis báðar þessar eru líka minni en finnst þær samt ekki vera alveg eins, fékk þessa plöntu í dýragarðinum fyrir 3 vikum c.a.
Post Reply