Gotbúr

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Gotbúr

Post by evaolafs »

Ég er með Black Molly sem er komin fast að goti og var að velta því fyrir mér hvort einhver ákveðin gerð af gotbúri henti betur en önnur. Ég er með frekar lítið gotbúr, svona týpískt box þar sem seiðin fara ofan í sér hólf en mér finnst það svo lítið fyrir svona stóra fiska.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þegar ég las póstinn þá mundi ég allt í einu að ég var með gúbbíkellingu í gotbúri, hún var að sjálfsögðu stokkin uppúr!
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Já, mínar gera þetta alltaf líka. Ég vil samt ekki hafa lokið á gotbúrinu svo þetta er oft eltingaleikur :)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég set bara gúbbíana í annað búr 8) :-)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hehh...... ég er með 7 búr í húsinu og þau eru öll upptekin
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Gotbúr

Post by Vargur »

evaolafs wrote:Ég er með Black Molly sem er komin fast að goti og var að velta því fyrir mér hvort einhver ákveðin gerð af gotbúri henti betur en önnur. Ég er með frekar lítið gotbúr, svona týpískt box þar sem seiðin fara ofan í sér hólf en mér finnst það svo lítið fyrir svona stóra fiska.
Stærra gotbúr er þá klárlega málið.
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Re: Gotbúr

Post by evaolafs »

Já ég veit, en er einhver sérstök gerð sem þið mælið með? Eru netbúr t.d. sniðugri?
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

1. Hvernig veistu þegar hún er að fara að gjóta?
2. Er það algjört must að færa hana?
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Snædal wrote:1. Hvernig veistu þegar hún er að fara að gjóta?
2. Er það algjört must að færa hana?
1. Hún lítur út eins og svartur körfubolti með sporð
2. Já, ég er með tvær kerlingar (og karla) og það er allt étið jafn óðum :/
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

evaolafs wrote:
Snædal wrote:1. Hvernig veistu þegar hún er að fara að gjóta?
2. Er það algjört must að færa hana?
1. Hún lítur út eins og svartur körfubolti með sporð
2. Já, ég er með tvær kerlingar (og karla) og það er allt étið jafn óðum :/
Éta fiskarnir seyðin á meðan þau eru í eggjunum eða þegar þau eru búin að klekjast eða bæði?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Molly eru gotfiskar þannig að það eru engin egg...bara beint lítil seiði :)
Post Reply