Búrin mín, 720L á bls.11

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Búrin mín, 720L á bls.11

Post by Andri Pogo »

Ég fékk loksins stærra búr í dag, keypti 180l Juwel :D
Smá pistill um daginn:

Ég var búinn að fá smið til að sérsmíða fyrir mig skáp undir búrið en honum tókst ekki að redda því á réttum tíma þannig ég kíkti í Góða hirðinn og fékk fínan skáp þar, svona þar til ég fæ mér einhvern betri.

Nema hvað mér fannst hann ekki alltof traustur.
Myndir af skápnum:
Image
Image
Eins og sést stendur hann á ekki svo sterklegum löppum og þykktin á viðnum í skápnum er bara 2cm.
Það er þó smá burðarspýta í miðjunni en þunginn frá henni lætur skápinn síga aðeins niður þannig það varð erfitt að opna og loka hurðunum.

Ég leysti það með því að saga til spýtukubb og skellti undir miðjan skápinn, núna er semsagt nokkuð jöfn þyngdardreifing.

Svo skrúfaði ég 8 vinkla í hornin að innanverðu til að festa hliðarspýturnar betur við botninn og toppinn, svona svo hliðarnar ýtist ekki út:
Image
Það sést líka á myndinni hvernig viðurinn er festur saman með 45° hornum. Ekki gert fyrir miklar þyngdir.

En hvað haldiði með þennan skáp?
Ég er búinn að fylla tæplega hálft búrið og þori ekki meir í bili. :?

Svo fékk ég sand með búrinu, en ég þreif hann ekki, lét bara drulluga vatnið sem var í sandfötunni leka frá fyrst og mokaði svo í búrið.
Þarf ég kannski að þrífa sandinn?
Ég er búinn að þrífa nýju dæluna en skellti dælunni úr litla búrinu í því vatnið er svo gruggugt:
Image

Öll hjálp og athugasemdir vel þegnar :wink:
Last edited by Andri Pogo on 29 Sep 2007, 03:59, edited 11 times in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hefði nú skolað sandinn betur, það kemur á óvart hvað er alltaf mikil drulla í þessu enda sýnist mér vatnið frekar dirty.
Ég er ekki með sérlega traustan skáp undir 300 lítra búrinu hjá mér en lét þó vaða, hugsaði reyndar ekkert út í það í byrjun að skápurinn þyldi þetta ekki. Held það sé ekki í eðli kvenna að hugsa um burðarþol skápa.. :roll:
Ég myndi hiklaust fylla búrið (algjörlega á þína ábyrgð)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Arkitektinn ætti nú ekki að vera í vandræðum með að styrkja skápinn.
Stífur niður með hliðunum innanverðum undir hornum búrsins mundu róa mig.
Bakgrunnur væri snilld. :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já ég held ég verði að gera eitthvað, það brakar í honum á nokkura mín. fresti og ég fæ alveg gæsahúð :shock:
Vil helst ekki missa einhverja 100l í gólfið hérna og skemma búrið í þokkabót.
Reyndar settumst við Inga uppá skápinn þegar við keyptum hann og við erum ~170kg saman. Það var áður en ég setti vinklana og miðfótinn þannig þetta ætti að halda hálfu búri.

En já það vantar bakgrunn, plöntur og allt saman. Verð að versla eitthvað næstu daga 8)

En já spurning hvort ég þrífi sandinn, er ekki alveg að nenna því samt.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekki hafa stórar áhyggjur af sandinum, dælar reddar því sem gruggast hefur upp. Svo skiftir þú bara út efsta filtinu.
Ég hefði meiri áhyggjur af skápnum. Annars er alveg merkilegt hvað þarf lítið til að halda búrum uppi, stöðugleikinn er aðalatriði.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja eftir miklar pælingar sannfærði ég sjálfan mig um að skápurinn myndi þola þyngdina :lol:
Var samt ansi smeikur þegar ég fyllti síðustu lítrana.

En nýja dælan virkar vel og búrið varð mjög fljótt hreint og fínt eftir að ég bætti sandinum úr gamla búrinu við.

Ákvað svo að skella bara fiskunum yfir því hitastigið var fínt og allt tilbúið.
Vel rúmt fyrir þá og þetta er mikil breyting fyrir þá, þeir geta núna fyrst synt.
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Búrið stendur enn :góður:
En ég tók eftir því að hitinn er kominn uppí 29°. Slökkti á hitaranum (hann kannski stilltur of hátt?) En er það annars slæmt að hitinn sé svona hár og lækkar hann ef ég sleppi hitaranum ?
-Andri
695-4495

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hann er pottþétt stilltur of hátt. Maður þarf að læra inn á þessa hitara. Betra að hafa aðeins og kalt heldur en aðeins of heitt.
Hitinn lækkar ef þú slekkur, það er varla 29stiga hiti inni hjá þér.
Stilltu hann á svona 25 og sjáðu hvað hann fer með vatnshitann hátt.

Ég myndi alltaf nota þennan skáp, hann er svo flottur.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Við skötuhjúin vorum í Blómaval að skoða brúðkaupsskreytingar þegar ég missti skyndilega áhugann á dúkum og kertum og fór að skoða fiskana :lol:
Ég sá tvo sem mig langaði mjög mikið í

Rosalega bláa og fallega dverggúrama, eru einsog neon skilti, keypti 2stk:
Image

og skrítinn fisk sem ég veit ekki hvað heitir, keypti 1:
Image
Image

ekki góðar myndir, hann er alltaf á iði og þurfti að nota flass.

En einhverjar upplýsingar um "snákinn" væru vel þegnar :D Það er mjög gaman að fylgjast með honum, flottar hreyfingar hjá honum og hann er mjög aktívur, hélt að hann myndi liggja bara í botninum (einsog hann gerði í búðinni)

og svo ein að búrinu, vantar bakgrunn, plöntur og meira en ég bætti einum hraunmola við til að hafa eitthvað:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

"snákurinn" gæti endað á að éta alla litlu fiskana þína... :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

mjög líklega
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ormurinn heitir Polypterus senegalus, stórskemmtilegur fiskur sem þrátt fyrir monster útlitið er friðsamur og getur verið með nánast hvaða fiskum sem er, getur orðið ef ég man rétt 40 cm.
Ég er með þrjá Polypterus, þar af einn senegalus. Þetta er frekar slow fiskar oft lengi að þefa uppi matinn og gaman að fylgjast með þeim leita uppi fæðið.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

:shock:
ætti ég semsagt að hafa áhyggjur að hann éti tetrurnar eða ekki?

en borðar hann ekki sömu flögurnar og hinir? Ég á annars til sera granugreen grænmetismat fyrir afrískar siklíður og sera catfish chips ef hann borðar það (eitthvað sem ég keypti fyrir gamla fiska)
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hafðu engar áhyggjur af hinum fiskunum, hann étur bara mjög hægfara fiska og grandalaus seyði. Hannn gæti þó náð sér í smáa fiska sem leggjast á botninn á nóttunni.
Senegalus étur nánast allt en fóðrið þarf að vera á botninum til að hann nái því, gott er að gefa eitthvað sem sekkur hratt og ef hinir fiskarnir hirða það allt þá er ágætt að gefa smá þegar þú slekkur ljósið. Þessir fiskar sjá illa og finna fóðrið á lyktinni, þú þarf engar áhyggjur að hafa af honum á næstunni, ég sé á myndinni að hann er feitur og fallegur.
Settu eitthvern felustað í búrið fyrir hann td. rörbút, annars getur hann troðið sér inn í dæluna eða reynt að komast upp úr búrinu.
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

voru fleiri senegalar þarna í svipaðri stærð? Og hvað kostaði hann?
langar svoldið í einn svona í chönnubúrið en samt spurning hvort hann sé ekki of saklaus í það.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok takk fyrir hjálpina. :-)
ég var líka að lesa einhverjar greinar um hann á netinu og þar var alltaf tekið fram þetta með að hann er gjarn á að strjúka :lol: og að það sé gott að gefa honum frosna blóðorma og annan frosinn mat og líka ferska orma :shock:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Eyjó wrote:voru fleiri senegalar þarna í svipaðri stærð? Og hvað kostaði hann?
langar svoldið í einn svona í chönnubúrið en samt spurning hvort hann sé ekki of saklaus í það.
það voru held ég 3 aðrir í svipaðri stærð en ég tók þann stærsta og feitasta. Það var líka þarna Rope fish. Hann kostaði 1900kr.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þúy hefur verið rukkaður um Rope-fish verðið, heppinn.
Ég kíkti þarna á sunnudaginn og var eimitt að fárast yfir því hvað Senegalus væri á góðu verði en hann var merktur á búrið 2.500.- en Rope-fish 1.900.-
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Þessi Senegalus er ótrúlegur :!:
Ég var að koma heim og henti einum litlum ormi niður til hans.
Ormurinn fór í felur í mölinni en Senegalus þefaði hann uppi og náði í hann niður í mölina og svoleiðis reif hann í sig :shock:
Okkur hálf brá við að sjá þetta hjá honum.

Svo henti ég til hans frosnum hakkbita og hann tók hann í einum bita og er að japla á þessu í rólegheitum as we speak :D
-Andri
695-4495

Image
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

verð að fá mér tvö stykki!..
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hef verið að lesa mér til um þá og þeir eru sjaldnast góðir saman.
-Andri
695-4495

Image
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég sá einn inna mfk með 6 saman eða eitthvað!!..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir eru engir vinir og geta bitið vel í hvorn annan, aðalmálið er að hafa pláss og að hver fiskur geti haft sinn felustað.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

en veistu hvað þeir vilja borða mikið? hann borðaði einn lítinn orm áðan og smá hakkstykki (1cm³) Svo henti ég öðrum ormi niður núna sem hann lítur ekki við.

Og svona bara yfir höfuð, er einhver viðmiðun hvað fiskar stækka hratt ?
-Andri
695-4495

Image
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Ég skellti mér á tvo Senegalus í dag snilldar chönnuwannabe og ég heillaðist af þeim þegar einn þeirra reif í sig einn lítinn kattfisk í búðinni. Fékk mér svo líka 2 nálarfiska eftir að hafa langað í þá lengi. Ennþá er þessi sambúð í fínu lagi.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú hefur áhyggjur af því að vera að gefa of mikið er ágætt að minnka fóðrið um svona 90% :D
Þessir fiskar þurfa ekki mikið 2-3 góðir munnbitar 1-2 á dag er feikinóg.
Fiskar stækka mismikið, þar ráða vatnsgæði, hitastig og fóðrun mestu.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

en þessi ánamaðkur sem ég henti í búrið fyrir klst síðan er í fullu fjöri að flakka um búrið, vissi ekki að þeir lifa svona lengi í vatni.
Senegalus fær bara lifandi mat þegar hann verður svangur :lol:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ef hann etur ekki orminn skaltu passa þig á að láta hann ekki drepast í búrinu, hann verður að einni drulluklessu sem mengar svo búrið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok takk fyrir það, ég veiði hann upp í nótt ef hann verður óétinn :-)
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ánamaðkar geta lifað í nokkra daga í fiskabúrum. Margir skera þá í litla bita svo fiskarnir ráði betur við þá.
Post Reply