Gourmet

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Gourmet

Post by henry »

Keypti nautshjarta í dag og við hjúin mixuðum úr því fiskamat í kvöld. Ákvað að skella þessu í sér þráð ef einhverjir eru með uppskriftir og stöff því mér hefði þótt þægilegt að hafa svona þráð.

Nautshjörtu fyrir Discus
Fékk þessa uppskrift hjá Svavari Discusgúrú. Hann reyndar mælir með smá fiski eða rækjum, en þegar ég sá að fiskflökin í frystinum voru með roði þá hætti ég við að hafa fisk með.

Uppskrift
  • 1 stk nautshjarta (2kg)
    1 bakki af fersku spínati
    3 lúkur af haframjöli
    2 geirar af hvítlauk
    3 msk af þurrfóðri (t.d. Tetra Variety)
    3 plötur af matarlími
    250ml vatn
Aðferð
Image
Mynd 1. Hráefnið: Hvítlaukur, nautshjarta, haframjöl, spínat, matarlím, þurrfóður.
Image
Mynd 2. Hjartað, sést utanáfitan.
Image
Mynd 3. Hjartað, æðar og sinar

Takið hjartað og skerið alla fitu utan af því. Skerið það síðan í fernt eftir endilöngu (niðurávið m.v. mynd 2), og skerið burt æðar, himnu, sinar, og allt sem er ekki kjöt. Setjið í Matvinnsluvélina og af stað á hæsta styrk.

Image
Mynd 4. Hjartað eftir að búið er að hreinsa alla fitu, sinar, og æðar af.
Image
Mynd 5. Afgangurinn af hjartanu, fer í ruslið

Meðan kjötið er að hakkast, skolið spínatið, takið utan af hvítlauknum og raspið hann niður. Þegar kjötið er orðið að algjöru mauki, bæta við spínati, hvítlauk, þurrfóðri, og haframjöli. Setja matvinnsluvélina aftur á hæsta styrk. Ágætis tími til að ganga frá og þurrka af bekknum meðan sjatnar í vélinni og allt fer saman í mauk.

Image
Mynd 6. Hjartað eftir hökkun


Þegar allt er orðið að mauki, færið kjötið úr matvinnsluvélinni í stóra skál. Setjið vatnið í pott og brjótið matarlímsplöturnar út í. Setjið á hellu og hækkið undir, hrærið í þangað til plöturnar eru bráðnaðar. Hellið matarlíminu út í kjötblönduna í litlum skömmtum og hrærið saman við með sleif.

Þegar allt er klárt er gott að taka litla nestispoka og setja tvær matskeiðar af kjöti í einu í poka og fletja út með kökukefli eða bara puttunum í eins þunnar plötur og hægt er. Gerið einfalt brot á pokann og notið límband eftir brotinu til að loka pokanum svo það leki ekki úr honum. Staflið plötunum upp og setjið að lokum í frysti.

Image
Mynd 7. Verið að pakka í plastpoka
Image
Mynd 8. Frosinn poki. Mixið er mjög þunnt

Þegar gefa á er hægt að taka plöturnar og brjóta af þægilegan bút.
Last edited by henry on 10 Jun 2009, 15:32, edited 1 time in total.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Frábær pistill!! Er þetta mix annars ekki fínt fyrir flesta aðra fiska líka? Þetta er náttúrulega alveg hellings magn af gourmet fóðri á fínasta prís! Hvað kostaði eitt nautahjarta annar?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Held að hann hafi borgað 250kr fyrir hjartað :) Kom fram í discusaþræðinum hans.

Fínn pistill, ótrúlegt hvað fólk hefur mismunandi innihald í nautshjartauppskriftunum sínum :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég borgaði 500 kall fyrir hjartað (250 kr/kg).

Þetta ætti að vera fínt fyrir aðra fiska líka. Tetrur og gullfiskar háma þetta allavega í sig. Örugglega ódýrasta fóðrið líka. Kostar kannski hámark þúsund kall hráefnið í þetta, og mikið af þessu til á heimilinu (haframjöl, þurrfóður, hvítlaukur, spínat.) Og þetta er að fara að endast muuun lengur en 75gr/250ml dolla af Tetra Prima t.d. sem kostar >2000 kall í dýrabúð. Og fiskarnir eiga að stækka mun hraðar á þessu og taka lit.

Keli: Ertu með uppskrift? ;-)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=48650#48650

Þetta er innihaldið í mínu fóðri
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Squinchy: Næs! Hvernig fer spirulina duftið í vatninu? Helst þetta saman eða skýjar það vatnið?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Uppskriftin mín er svosem svipuð - ég nota bara það sem ég á hverju sinni.

Ég sleppi því alveg matarlíminu.

Seinast var þetta ca. svona:
Nautshjarta
Dass af rækjum
Dass af ýsu
4-5 pressaðir hvítlauksgeirar
spirulina flögur
ca hálf lítil dolla af fiskafóðri


p.s.
Tetra prima/discus kostar ca. 2500kr fyrir 4 dollur hjá mér ;)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Keli: Já, ég verð að tékka á því þegar ég klára mína dollu. ;)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

þetta helst vel saman og fer ekki í vatnið
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Tók eina mynd til að sýna hversu þunnt þetta er í pokunum. Pokarnir eru ca. 21x31cm. Kjötmixið hálf gagnsætt. Mjög auðvelt að rífa af þessu bita.

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hvar fenguð þið nautshjarta? Hringdi í melabúðina og nóatún og þeir í kjötborðinu sögðust ekki hafa verið með þetta lengi.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég fékk þetta hjá Kjarnafæði á Akureyri.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Djöfull eru pylsurnar frá kjarnafæði góðar!!
Verst er að ég held að þeir séu með alla kjötvinnsluna fyrir norðan.
Er kjötvinnslan hjá SS ekki öll einhversstaðar á suðurlandi? Er eitthvað sláturhún á höfuðborgarsvæðinu?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég notaði leitina aðeins og sé að gudrungd o.fl. hafa verið að fá þetta sérpantað í Kjöthöllinni og borgað 300kr/kg. Ég fékk mitt á 250kr/kg, en 300 er alveg ásættanlegt. Myndi skunda í Kjöthöllina bara.

Pípó var svo að láta Nóatún sérpanta þetta handa sér á einhvern megapening.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

takk fyrir það. Melabúðarmelurinn bauðst til að panta fyrir mig, bjalla þá á hann.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

henry wrote:Ég borgaði 500 kall fyrir hjartað (250 kr/kg).

Þetta ætti að vera fínt fyrir aðra fiska líka. Tetrur og gullfiskar háma þetta allavega í sig. Örugglega ódýrasta fóðrið líka. Kostar kannski hámark þúsund kall hráefnið í þetta, og mikið af þessu til á heimilinu (haframjöl, þurrfóður, hvítlaukur, spínat.) Og þetta er að fara að endast muuun lengur en 75gr/250ml dolla af Tetra Prima t.d. sem kostar >2000 kall í dýrabúð. Og fiskarnir eiga að stækka mun hraðar á þessu og taka lit.

Keli: Ertu með uppskrift? ;-)
Alveg um að gera að búa svona til alveg sama hvernig fiska maður er með ( Nánast).
Þegar ég var með stóru skrímslin í sjávarbúrinu, þá gaf ég mikið ansjósur, frosnar úr Fiskó, og fór af einhverri rælni að henda afgöngum af þeim í regnbogafiskana, og þeir átu þær einsog brjálaðir væru og þvílíkt kjarnorkufóður. Þannig að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, svona oftast.
Ace Ventura Islandicus
Post Reply