Ettihverjir að austan að selja fiska??

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

Ettihverjir að austan að selja fiska??

Post by bonita »

Okkur vantar svo fleiri fiska í búrið hjá okkur og langaði að vita hvort það væru ekki eitthverjir hérna í nágrenni við okkur með fiska semsagt fyrir austan..
Við erum með fangasíkliður í búrinu og annað gúbba búr og okkur langar að láta fleiri í búrin svo endilega látið okkur vita ef þið vitið um eitthverja hérna:)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fyrir austan er svolítið víðtækt.
Við hér í borginn segjum að Hveragerði sé fyrir austan en fyrir austan getur verið alla leið á Vopnafjörð.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

Austan er flokkað frá Höfn og til Vopnafjarðar. Enda er það kallað austurland.. ekki rétt?
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Hortugheit

Post by Bruni »

Mér finnst svarið jaðra við hortugheit. Þú svaraðir enn ekki spurningu sliplips.
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

Hortugheit frá mér þá eða?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sammála Bruna. Fyrir austan er einfaldlega það sem er austan við mann, þá td. Hveragerði, Selfoss osf. hjá Reykvíkingum, Kópasker, Þórshöfn osf. hjá Húvíkingum osf. Þannig talar fólk yfirleitt. Landshlutinn austurland er aftur á móti austuhorn Íslands.
En nóg um það, hvaða fiskar eru það sem þú ert helst að leita eftir bonita ? Það er hugsanlega hægt að senda þér eitthvað.
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

En í augum Austfirðinga er asnalegt að heyra um þessa staði sem fyrir austan.. og hef ég sjálf búið á Selfossi í 1 og hálft ár..haha:D skildi aldrei þegar ég var í Rvk og var spurð hvenar ferðu svo aftur austur.. auðvita svaraði ég bara æ svona um jólin kanski.. þá var fólkið einmitt að tala um að fara á Selfoss aftur..haha:D
Svo afsakið ef ykkur fanst þetta hortugheit.

En já mér er eiginlega svona sama.. Bara eitthverja sem geta verið með Fangasíkliðum(veit ekki alveg hverjir geta verið með þeim) og svo eitthverja sem geta verið með Gubbí.. Okkur langar samt agalega í ryksugu eða botnfisk..
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ég er á leiðinni á Álfjörð, Reyðarfjörð r.i.p. 12. maí. Ég get komið með fiska. Þú getur séð þá fiska sem er á söluþræðinum mínum annarstaðar á spjallinu.
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

haha Álfjörð.. maður tekur voða lítið eftir Álverinu þarna nema maður sé eitthvað svaka á móti því:)
En jám hvar er sá söluþráður:) ættla að skoða þá:D
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hefur þú komið niður Hólmahálsinn nú eða niður Oddskarðið ofan í Eskifjörð. Álverið blasir við, risavaxið.

En já, það er korkur hérna sem heitir að mig minni "Til sölu". Vonandi finnur þú þér eitthvað við hæfi.
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

Jám oft keyrt þar. Og mér fynst það ekki ljót sjón.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég átti heima þarna fyrstu 18 ár lífs míns og sjá þetta ferlíki þarna í fallegum firði finnst mér afskaplega ljót sjón. Þætti það sama um samskonar mannvirki í hvaða firði sem er.

En já það finnst mér.
Burt séð frá því þá er ég til í að færa þér fiska. Um að gera að hjálpast að.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir, það verður þá skemmtilegt fyrir þig að sjá kaþólsku munkana á Kollaleiru í stað Mása!! :lol:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Birkir, það verður þá skemmtilegt fyrir þig að sjá kaþólsku munkana á Kollaleiru í stað Mása!! :lol:
Tja, ég á eftir að sakna Mása.

Ég mun reyna að míngla við munkana.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

birkir ertu frá eskifirði eða reyðarfirði?? konan mín er nefnilega frá eskifirði og ég er búinn að búa þar síðustu 3 árinn og er bara nýfluttur í bæinn... svo það væri gaman að vita hvort við þekkjum þá ekki sama liðið fyrir austan :)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Reyðfirðingur. En ég var mikið á Eskifirði. Spilaði fótbolta þar og afi minn á heima þarna. Við erum að ræna þessum þræði!! Afsakið. En já, ef hún er 78 módel eða í kring um það þá eru líkur á að ég´þekki hana
Post Reply