Convikt með minni síkliðum?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
karljóhann
Posts: 34
Joined: 16 Jul 2009, 06:28

Convikt með minni síkliðum?

Post by karljóhann »

Kveldið

Er hægt að hafa convikt par eða karl með minni síkliðum eins og kribbum? Við erum að tala um tæplega 100lítra búr með 2 hellum í sitthvorum enda, stórum helli í miðju og 2 gerviplöntum í sitthvorum enda við stóra hellinn í miðju.

Sennilega betra að vera bara með stakan karl en var að velta fyrir mér hvort þetta væri hægt, tek það reyndar fram að convikt parið er nú þegar í búrinu og virðist vera búið að taka undir sig hægri helming búrsins og nýtir helli þar grimmt, en lítið vinstra megin.

Enda conviktarnir á að drepa minni síkliðurnar? Það eru 2 sverðdragarar litlir einnig í búrinu fyrir, eldhali og 2 ancistrur, allt virðist vera friðsamt eins og er allavega, og jú það er ein bótía um 6cm þarna líka ;)

kveðja,
Karl Jóhann
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég myndi gera það. Yrði allt í lagi alveg þangað til Convictarnir færu að hrygna. Þá verður allt brjálað. Yrði þó í lagi með ankistrurnar.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

convictarnir gætu léttilega drepið sverðdragarana og kribbana þegar þeir hrygna hjá þér.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég ætlaði að sjálfsögðu að skrifa "myndi ekki gera það", en gleymdi þarna einu orði..
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Convict eru frábærar síkliður, en henta ekki vel með öðrum fiskum nema í svona 150L+.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
karljóhann
Posts: 34
Joined: 16 Jul 2009, 06:28

Post by karljóhann »

Takk fyrir svörin, grunaði þetta nú einmitt :) Virðast vera nokkuð friðsamir samt eins og staðan er núna, eru samt sem áður nýbúnir að hrygna, en ekki komin seiði ennþá? Býst við að alvaran taki fyrst við þegar seiðin eru orðin syndandi ekki rétt?
Post Reply