Co2 og loftsteinn

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

Þetta er þrusuflott búr.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Svakalega flott búr og kerfi, þessi bakgrunnur
er algert augnakonfekt.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Takk fyrir hrósið´, kæru spjallverjar. Annars var ég að boosta ljósin í búrinu og er nú með 0,44 KW á Líterinn, sem á víst að vera frekar lágt í gróðurbúri. En mér finnst hinnsvegar búrið vera orðið frekar bjart :shock:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

0,44KW, það er MEGA lýsing, 440Wött á líterinn = 198.000W lýsing yfir búrinu :shock: ......öllu gríni sleppt, þá er lýsingin einu K ofaukin.

Annars er 0,44W per líter fínt, sérstaklega þegar partur af því er T5. Þú átt að geta verið með flestar plöntur undir þessari lýsingu án teljandi vandræða. Nú er bara að fylgjast vel með þörunginum, auka helst plöntumagnið í búrinu, það er besta vopnið gegn þörungi.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

það er planið að hafa mikið af gróðri. Mælir þú með annars með einhverri góðri plöntu sem er dugleg að taka næringu frá þörungnum.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Egeria densa sýgur alveg til sín næringu úr vatninu, en er aftur á móti ekki mjög falleg planta finnst mér. Gott líka að hafa hraðvaxta stilkplöntu, t.d. einhverja hygrophilu, þér eru flestar frekar hraðvaxta.
Post Reply