Hi-fin platty

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Hi-fin platty

Post by forsetinn »

Fékk mér trio af mjög flottum hi-fin platty i Dýragarðinum - sumir segja að ef hi fin kk og hi fin kvk eignast seiði saman þá fæðist þau öll dáin...

Hver er ykkar reynsla ?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Sami maður sagði að ef tveir hestar væru með mikið fax þá mundi folaldið ganga afturábak hehe

hef verið með hi-fin og seiðin voru fín
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

hi fin

Post by Bruni »

Hestar geta gengið afturábak, það er sannleikur, folöld líka. Mikið fax er svo náttúrulega prýði. Hitt er nánast rétt hjá forsetanum. Genið H sem veldur hi fin er ríkjandi gen. Genið h sem veldur venjulegum bakugga er víkjandi. Það dugar þess vegna að hafa H genið frá öðru foreldri til þess að afkvæmið verði hi fin. Ef afkvæmi erfir H frá báðum foreldrum deyr það á fósturstigi. Það eru í raun ekki til arfhreinir hi fin. Þeir eru allir arfblendnir Hh sem þýðir að genið sem veldur hi fin kemur frá öðru foreldrinu. Þess vegna dugar að annað foreldrið sé hi fin til þess að hluti afkvæmanna verði hi fin. Svo verður alltaf hluti seyða hi fin foreldra með eðlilegan bakugga.

Hh veldur háum bakugga. (oft kallað Simpson eftir upphafsræktaranum)

hh veldur venjulegum bakugga.

HH veldur dauða á fósturstigi.

Ég fékk mér einnig hi fin platy tríó í Dýragarðinum í dag. Þeir eru rauðir wagtail, alveg ágætis eintök og fleiri góðir eftir. Þá sá ég einlita rauða platy sem eru einnig mjög vel heppnaðir. Verslaði einnig geysiflottan svartan sverðdragarahæng sem ég bind miklar vonir við. Vona að hann tóri allavega til að koma frá sér arfberum. Alveg skuggalega flott eintak og hef ég séð þá marga í gegnum tíðina. Er á topp 5 listanum og ofarlega þar. Skrapp líka í fiskabúr.is og náði mér í tvær tegundir af villtum gotfiskum. Girardinus metallicus og Priapella intermedia. Flottir fiskar. Hafðu miklar þakkir fyrir þetta Gummi. Kem nánar að þessum tegundum fljótlega hér á spjallinu. En fyrir áhugasama þá er að drífa sig í fjörðinn því þessar tvær tegundir eru "raritet". Priapellan er hópfiskur og þurfa að vera minnst 6-8 saman.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Nú og ef maður ætlar að hafa blandað hi fin og ekki hi fin....hvort er betra að hafa kk hi-fin og venjulegar kvk eða öfugt ?
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

hi fin

Post by Bruni »

Það skiptir ekki máli hvort kynið sé hi fin nema þú sért að hugsa um að fjöldaframleiða. Þá er betra að hafa karlinn hi fin.
Post Reply