Anubias í banastuði.

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Anubias í banastuði.

Post by Vargur »

Ég er með anubias í 240 l. búri, ég hef átt hann í mörg ár og hann er orðinn ansi stór, 40 cm og nær alveg á milli bak og framhliða búrsins.
Á síðustu dögum hefur hann verið sérstaklega hress og er farinn að blómstra.

Image

Image
Úr blóminu tilvonandi hafa streymt loftbólur af krafti í 2 daga og eru 1-2 loftbólur á sekúndu.
Á myndinni má sjá loftbólurnar fljóta upp.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

þessi anubias er alveg legendary!!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott. Er með nokkra anubias sem að hafa verið að koma með ný blöð alveg endalaust og stækka og stækka undanfarið.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jæja, þá er komið einhvers konar blóm hjá Anubiasnum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Lindared wrote:jæja, þá er komið einhvers konar blóm hjá Anubiasnum.
Já já komið blóm en engin mynd
upp með vélina :)
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

blómin eru svosem ekkert augnayndi, þetta er eins og smá blómkáls-sproti.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Sven wrote:blómin eru svosem ekkert augnayndi, þetta er eins og smá blómkáls-sproti.
ekki eyðileggja stemminguna Friðrik
loksins kemur blóm úr plöntunni og þú kallar það bara blómkálssprota :P

fáum við þá mynd af blómkálssprotanum :lol:
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

haha, það er reyndar rétt, þetta lítur út eins og blómkál.

Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Brúsknefur
Posts: 76
Joined: 26 Jan 2009, 00:46
Location: Reykjanesbær Njarðvík

Post by Brúsknefur »

Blóm eða blómkál skiptir engu.

Þetta er rosalega flott planta hjá þér.

Til Hamingju :D
Kveðja Brúsknefur
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

skuggaleg plannta. áttu til heildarmynd af henni.
lýran á fyrstu myndinni er líka frekar nett.
-a
-Andri
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Já þetta er mjög flottur anubias.
Verst að laufin eru byrjuð að verða götótt, hvort sem það er út af næringarskorti eða afþví að ancistra eða pleggi er að naga hann á nóttinni :P
Blómið er eiginlega ennþá, en núna er ekki 1-2 loftbólur á sec, heldur örugglega 20-50 örsmáar sem streyma upp á hverri sec!

Gaman að segja frá því að lýran á fyrstu myndinni, er á þessari mynd sem ég tók og myndin vann ljósmyndakeppnina einhvern mánuðinn (ágúst held ég)
Image
en stærri sverðdragara karl, drap hann fyrir nokkrum vikum :?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply