140 lítra gotfiskabúr

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

140 lítra gotfiskabúr

Post by Gudjon »

Ég ákvað að demba mér í gotfiskana
Var með 5 platy í littlu búri

Í dag bætti ég við 5 stk. Limia og 2 stk. Girardinus metallicus

Ég setti upp 140 lítra búrið sem hafði þá staðið autt í rúman sólarhring hjá mér og setti allt pakkið útí

Núna er í búrinu:
5 platy
5 Limia
2 Girardinus metallicus
4 Sae

stefni að því að bæta við safnið bráðlega, einhverjar hugmyndir?
Hvað er gott að hafa með gotfiskum? Corydoras?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Corydoras ættu að vera fínir. Ég er eimitt að velta fyrir mér einhverjum skemmtilegum botnfiskum til að hafa með mínum gotfiskum. Langar reyndar í eitthvað annað en Cory.

Hér er smá fróðleikur um metallicusinn.
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Þroskamerki

Post by Bruni »

Til hamingju með valið Guðjón, er ánægður með þig. Þú ert á réttri leið í bransanum. Þetta er þroskamerki. Ertu að spá í eitthvað á botninn eða "út um allt búr" ? Allavega reddaðu þér einum hi fin platy. Þeir eru flottari en þessir venjulegu að mínu mati. Ancistrus er auðvitað snilld með gotfiskum, corydoras góðir einnig. Þú ættir kannski að skella þér á nokkrar Botia striata hjá þeim félögum í Dýragarðinum. Þeir eru fallegir, friðsamir, lúsiðnir við hreingerningar, hvort sem um er að ræða snigla eða umframfóður og "skítbillegir" í ofanálag. Svo má benda á fallegar tetrur, bæði kónga og keisaratetrur sem eru mjög auðveldar hvað fjölgun varðar. Eitt par í 15l. búr og mosi. Málið dautt. Ef þú ert ekki því óheppnari fyllist búrið fljótlega af seyðum undan þessum gotfiskum þínum. Engan asa allavega.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

get ég verið með hvaða bótítur sem er með gotfiskum? éta þeir ekki seiðin og ungfiskana?
Ég vil engar tetrur í búrið, kominn með nóg af þeim í bili.
Í búrinu eru einnig 2 Ancistrur, 1 Sewellia lineolata og 1 Corydoras aneus
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

?

Post by Bruni »

Það eru örugglega minni líkur á að botíur éti seyði heldur en þessir gotfiskar sem þú ert búinn að fá þér. B. striata og macracanta henta alveg ágætlega. Það er allt annar karakter í keisaratetrum heldur en neon og Tanichtys. Sakar ekki að prófa.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Það er helvíti gaman af þessu, ég er sérstaklega hrifinn af Limia fiskunum, alveg frábærir
Einhver seiðaráð?

Var að endavið að fjarlæga loftdæluna í búrinu og henti einhverjum plönturæflum í búrið, kemur vel út, búrið mætti vera fallegra að utan en innihaldið er ég sáttur við
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Limia nigrofasciata

Post by Bruni »

Þetta er flott val hjá þér strákur. Þetta eru mjög fallegir og skemmtilegir fiskar og aldrei neitt "bögg" í gangi. Haltu seyðunum frá fullorðnu fiskunum fyrstu dagana nema þú sért með mikið af felustöðum. Fínmulið þurrfóður dugar alveg en artemía er náttúrulega besta startið. Seyðin fæðast tiltölulega stór m.v. sverðdragara og vaxa hratt. Hafðu þau í 27°c. Ættir að vera kominn með flottan hóp eftir 3-4 mánuði.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ok, ég er núna með platy seiðahóp sem fer að komast í stærð
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

bætti við mig 4 platy, gullfallegir, gulir með svörtu í sporðinu

Edit:
Platyarnir heita víst comet platy og hér er mynd af þeirri týpu
Image
Post Reply