convict seiði

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

convict seiði

Post by sbe2 »

jæja convict parið mitt hrygndi eftir einungis 2 vikur í nýja búrinu mínu... Ég hef aldrei áður verið með fiska sem hafa hrygnt hjá mér. Mér langaði að skella inn nokkrum myndum af seiðunum sem byrjuðu að synda um í gær myndirnar eru kanski ekki þær bestu þar sem seiðin eru bara c.a. 2 mm.


Rosalega passar parið vel uppá seiðin sín... mér finst það magnað
Image

og já ég veit að búrið er skítugt ;)
Image

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fínar myndir barasta, alltaf gaman að fá seiði. Smá þörungur hér og þar gerir fiskunum ekki neitt. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Convict eru stórskemmtilegir fiskar og gaman að fylgjast með þeim í tilhugalífinu og uppeldisstörfum.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

Síkliðan wrote:Fínar myndir barasta, alltaf gaman að fá seiði. Smá þörungur hér og þar gerir fiskunum ekki neitt. :)
já það sést allavegna í seiðin(ég hefði getað náð betri myndum með réttri linsu á vélinni) Mér sýnist seiðin fíla þörungin bara ágætlega... leita allavegana mikið í hann
Vargur wrote:Convict eru stórskemmtilegir fiskar og gaman að fylgjast með þeim í tilhugalífinu og uppeldisstörfum.

já mér finst allveg ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Í dag eiga convitarnir allt nema svona 1/5 af búrinu þar hanga allir hinir í einni kös.
Mér finst allveg magnað þegar kellan er að færa seiðin á milli staða og tekur svona 3-7 uppí munninn og færir þau þangað sem hun vill að þau séu. Ég sé það strax að þessir fiskar eru góðir foreldrar og rosalega grimmir við aðra fiska.

Ég held samt að ég láti þessa hrygningu verða þá einu hjá þessum kanínum ;) Ég ætla að láta kellinguna í annað búr... þó þetta sé rosalega fallegt og gaman þá nenni ég ekki að vera með ný seiði 1-2 í mánuði.

Hvenær er mér óhætt að aðskylja seiðin frá foreldrunum ? hvað mæliði með því að þau verði orðin stór ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú getur tekið seiðin hvenær sem er ef þau fara í sér búr.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

ok... hvað þarf ég að passa uppá þegar ég set þau í sér búr?? hvað borða seiði ??? vá ég veit ekkert um þetta :?
User avatar
Einval
Posts: 636
Joined: 24 Feb 2009, 18:52
Location: Reykjanesbæ

Post by Einval »

sbe2 wrote:ok... hvað þarf ég að passa uppá þegar ég set þau í sér búr?? hvað borða seiði ??? vá ég veit ekkert um þetta :?
Her er tildæmis allskonar foður fyrir fiska.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3005
Post Reply