Reyndar er soldið langt síðan að ég hef ryksugað sandinn.
Þetta er það fínn sandur og frekar þéttur í sér að skíturinn hefur alltaf
verið ofan á honum,og ég hef náð honum bara með vatnsslöngunni.
Geri vatnsskipti og ryksuga botninn á morgun,sjá hvað það gerir.
Er búinn að ryksuga botninn,er búinn að gera 2 x vatnsskipti,
samt er mjög lítil breyting á nitrate.
Annars eru allir fiskar sprækir,og töluvert um slagsmál og læti.
Strax kominn einn sem er mjög dominerandi,hann er búinn að eigna sér steininn í miðju búrinu,og er duglegur að hrekja hina í burtu.
Spurning hvort hann verði til vandræða.
Jæja er búinn að gera vatnskipti annan hvern dag síðan á laugardag, nitrate komið niður í 25 mg/l.
Og 10 fiskar eftir,komst að því að þessir 2 fiskar drápust úr þurrki.
Skárra en einhver veiki.
Randsley wrote:Jæja er búinn að gera vatnskipti annan hvern dag síðan á laugardag, nitrate komið niður í 25 mg/l.
Og 10 fiskar eftir,komst að því að þessir 2 fiskar drápust úr þurrki.
Skárra en einhver veiki.
Jæja þá eru 6 fiskar í viðbót komnir í búrið,var hjá Tjörvari í kvöld,þar sem var straumur af fólki.
Breytti aðeins uppsetningunni í búrinu útaf nýjum íbúum.
Smá stærðarmunur líka,og sumir fiskarnir ekkert ánægðir með þessar breytingar,samt eru nýju fiskarnir látnir í friði.
hrafnaron wrote:Ingólfur Tjörvi Einarsson skil ekki afhverju hann vill tála kalla sig tjörvar
Veit ekki til þess að neinn kalli hann Tjörvar nema þá bara í misskilningi út af síðunni. Vinur minn var að vinna í versluninni hans fyrir nokkrum árum og kallaði hann alltaf Tjörva.
Bara 2 fiskar sem náðu að hoppa uppúr búrinu,annars er allt í góðu lagi.
Þarf reyndar að færa búrið aðeins úr stofunni á meðan ég parketlegg,
vona að það verði ekki of mikið stress fyrir þá.
Er búinn að vera að reyna að taka myndir en engin mynd sem er nothæf.
Hræðilegt að taka myndir af þessum fiskum.
Hérna er smá myndband þar sem 2 eru í hrygningardansi.
kom samt ekkert úr þessum dansi en vonandi kemur eitthvað seinna.
Fiskurinn sem er ennþá í seiða litunum er sá eini sem á eftir að skipta um liti. http://www.youtube.com/watch?v=KcX2kws6zEk
Nei engin afföll verið.
Var soldið efins með að fá mér Tropheus fyrst vegna þess að ég hef lesið um að þetta séu erfiðir fiskar.
Er búinn að vera soldið latur við vatnsskipti í sumar,en það virðist ekkert hafa nein slæm áhrif.