Sverðdragar - er einhver fróður um þá??

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Sigrún
Posts: 2
Joined: 22 Jan 2010, 14:01

Sverðdragar - er einhver fróður um þá??

Post by Sigrún »

Hæ hæ

Er algengt að sverðdragar séu að bögga aðra fiska? :shock:
Eða er líklegt að eitthvað sérstakt sé í gangi ef þeir gera það?

Var með þá vitneskju í mér að þeir væru góðir í samfélagi við aðra fiska en einstaka kall gæti verið árásarhneigður. :roll:

Málið er að ég er með 4 sverðdraga, 2 appelsínugula karl og kerlingu og 2 hvíta karl og kerlingu.
Svo er ég með 3 neontetrur, 3 zebra danna og 1 kopargrana.
((+ svo eru 3 neontetrur dánar, 1 zebra danni og 1 brúsknefur)).
Hvítu karl og kerlinga sverðdragarnir vilja bara eiga búrið, ýta öllum hinum frá matnum þegar þeim er gefið en sérstaklega eru þeir frekir við appelsínugula sverðdragaparið. Og þá er hvíti karlinn vondur við appelsínugula karlinn og hvíta konan við appelsínugulu kelluna.

Okkur er farið að gruna að þeir hafi kannski drepið hina fiskana með þessari stjórnun sinni... :cry:

Svo er ég með smá lifandi gróður og þeir éta hann!! Ég stóð líka í þeirri meiningu að þeir ætu ekki gróður... :?

Er sko bara ný í þessu en er að reyna að gera allt rétt og drekka í mig upplýsingar :)

Þetta er lítið búr, 50 l. Ætla að stækka við mig síðar.

kveðja,
Sigrún
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sverðdragarar er eiginlega sikliður gotfiskana, þeir geta verið mjög aðgangsharðir á aðra fiska og sína eigin tegund. Þeir tæta stundum niður gróður en það getur lagast ef keypt er fóður sem inniheldur mikið grænfóður.
50 l er allt of lítið fyrir sverðdraga, æskilegt er að búrið sé helst ekki minna en 80 cm á lengdina.

Ég mæli með að þú losir þig við sverðdragana og fáir þér td Platy í staðinn.
Sigrún
Posts: 2
Joined: 22 Jan 2010, 14:01

Post by Sigrún »

Okei !! Skoða það :)
Já ég bara áttaði mig á því of seint að þetta væri of lítið búr fyrir þá.
Hélt kannski það væri í lagi meðan þeir eru litlir ennþá, er svo að stefna á stærra búr í maí.

En ég ætla að skoða Platy fiska og reyna að semja við son minn :)
Hann elskar sverðdragana nefnilega :) Enda eru þeir rosalega flottir og skemmtilegir.

En ég er nú ekki tilbúin í að henda þeim bara lifandi í klósettið þannig að það er spurning hvað ég geri. Vinkona mín og hennar maður eru með 250 l. búr en í því er einn hákarl og svo Cardinal tetrur og 2 aðrar tegundir sem eru aðeins stærri en tetrurnar.
Ætli þeir gætu plummað sig í því búri?
(æji, kannski erfitt að svara því af því ég veit ekki hvað hinar tegundirnar heita...)

En takk kærlega fyrir hjálpina.

kveðja,
Sigrún
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Óþarfi að henda fiskum í klósettið, það er hægt að selja eða gefa þá hér á spjallinu.
Post Reply