Hvað er að mollyinum mínum?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Hvað er að mollyinum mínum?

Post by evaolafs »

Það er eins og garnirnar lafi út úr honum? Þetta hefur gerst áður en þá lagaðist það. Nú er þetta alveg svona hálfur sentímetri.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er kúkur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

keli wrote:Þetta er kúkur.
:panna: Kúkur..
400L Ameríkusíkliður o.fl.
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Nei rugludallur, ég er búin að eiga mollya í mörg ár og þetta er ekki kúkur. Það er eins og kvikindið sé að rakna upp.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Er þetta glært/hvítleitt? Þetta er kúkur. Hann er hugsanlega svona vegna þess að það er einhver sýking í gangi innvortis og hann hefur étið lítið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Þetta er glær-hvítleitt já og er búið að hanga út úr honum í þrjá daga núna.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

kúkur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Í alvöru? Og hangir á honum í svona marga daga? Lítur út eins og görn?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jebb, þegar kúkur er svona þá bendir það oft til vandamála með meltinguna, hugsanlega einhver sýking eða sníkjudýr. Eða þá lystarleysi sem hitt og þetta getur ollið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það að hækka hitan í 28-30° í 1-2 daga gæti komið þessu í gegn.
Mæli svo með vönduðu fóðri sem inniheldur mikið grænfóður.
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Ok, takk... ég prófa þetta.
User avatar
Maris
Posts: 27
Joined: 15 Oct 2009, 00:29
Location: Kópavogur

Post by Maris »

Má ég stelast í þennan molly þráð og freista þess að fá svar við sömu spurningu: Hvað er að mínum molly?
Er með svarta molly sem hringsnýst stanslaust um sjálfan sig, og aðallega við yfirborðið. Byrjaði í dag, en þessi sami molly hefur haldið sig til hlés í marga vikur við dæluna.
Það er hræðilegt að horfa upp á fiskinn, hlýtur að kveljast heil ósköp.
Er einhver lækning við þessu? Er þetta sníkjudýr í heila? Verður hann dauður innan skamms eða er best að sturta honum niður ..... ?
Hvernig á að meðhöndla svona?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gæti verið bakteríusýking sem leggst á taugakerfið.
Farga honum strax.
User avatar
Maris
Posts: 27
Joined: 15 Oct 2009, 00:29
Location: Kópavogur

Post by Maris »

Takk fyrir svarið. Vona að þetta sé ekki mikið smitandi :shock:
N0N4M3
Posts: 48
Joined: 21 Jan 2010, 17:20
Location: Kópavogur

Post by N0N4M3 »

Ég kom heim úr skóla í gær, tók eftir að einn af 12 gúbbýfiskunum mínum var byrjaður að synda á hlið á yfirborði og hélt sig á einu svæði og synti bara í hringi & andaði ört.
Ákvað að setja hann í annað búr og hann var dauður næsta dag
Post Reply