Á teikniborðinu

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Á teikniborðinu

Post by linx »

Ég er búinn að sjá svo mörg flott nano búr hérna á spjallinu að mig er farið að langa í eitt svoleiðis líka.
Helsti kosturinn við nano búrin er að mínu mati hve meðfærileg þau eru, það er ekki heilsdags prosess að flytja svona lítið búr.
Þetta er að vísu á langtímaplaninu hjá mér því ég er að læra vél og orkutæknifræði við HR og allur minn tími fer í það,
ég get því ekki sett upp búrið fyrr en ég er búinn með skólann. :?
Það er því næææægur tími til að hanna búrið og kerfið í kringum það...
Ég hafði hugsað mér að henda inn hugmyndum um búrið hingað inn og sjá hvað ykkur fynnst um hinar og þessar pælingar varðandi búrið,
og endilega ef þið lumið á einhverjum sniðugum hugmyndum þá eru þær vel þáðar.

Image
Hmm. þessi mynd varð eitthvað í minni kantinum hjá mér.
pósta inn betri mynd fljótlega.

Hugmyndin er að gera 50x50x50 nano búr með viðar ramma og nátturu flísum
viðurinn verður annað hvort dökkur maghony eða rauð eik og flísarnar verða steingráar.
Lýsingin verður að öllum líkindum t5 perur.
Í sumpnum verður ull, skimmer, algea motta og LR.
Mig langar að geta notað return sjóinn til þess að skapa stauminn í búrið og eru allir 4 stútarnir return frá sumpnum,
ég vill líka hafa þá á hreifingu til að mynda breitilegan straum.
Það sem ég er svo að hugsa um að setja ofan í þetta eru sps, lps gorgoniur og soft kórallar (sveppir, riccordiur ofl.)
trúða par, lawnmower blenny, wrassa, og Roal gramma.

Hvað fynnst ykkur um planið so far? :-)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Þetta kallast nú varla nanó í þessari stærð :)

Annars hljómar þetta vel
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Image
Jæja kom með betri mynd.
Það eru mjög skiftar skoðanir um hvað er nano og hvað ekki,
til dæmis þá eru búr upp að 200l oft flokkuð sem nano búr á reef central þó mér fynnist það nú full djúft í árina tekið.
Mín skoðun fer dáldið eftir lúkkinu á þeim, ferköntuð búr eins og þetta fynnast mér bara lúkka sem nano búr. :wink:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Fínustu smíði, lýst vel á að flísaleggja tréið

Myndi þó persónulega setja sér straumdælur og hafa einfalt return

þetta myndi kannski ekki flokkast undir nano ferskvatns búr en er klárlega nano sjáfarbúr
Kv. Jökull
Dyralif.is
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Image
Ég skelti upp svona grófri hugmynd af því hvernig ég var búinn að hugsa sumpinn,
algea mottan verður sennilega 20x20 cm og ull þar sem vatnð fellur í sumpinn.
Ég sá einhvernveginn fyrir mér að ég þyrfti 2 dælur fyrir returnið.

Myndi þó persónulega setja sér straumdælur og hafa einfalt return
cool! en ég þarf samt að vita hversvegna þú myndir kjósa þann kostinn yfir hinn. :)
Ég sá nefnilega fyrir mér að það yrði auðveldara að smíða bakgrunn í búrið ef straumurinn kæmi frá return dælunum
og einnig þá fengi ég meira flæði í gegnum sumpinn.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég myndi kjósa það vegna þess að flæðið í gegnum sumpinn þyrfti að vera þó nokkuð mikið sem hentar ekki of vel fyrir refugium

Frekar myndi ég gera closed Loop, þar sem þú færð þér dælu sem hefur gengjur eða eginnleikann að líma PVC í, og þá er borað gat neðanlega í glerið fyrir inntakið á dælunni og svo t.d.2 return göt hvar sem er í bakinu og þá er bara stanslaust flæði í þessu kerfi sem er alveg aðskilið frá sump kerfinu og þ.a.l. hverfur ekki allt vatnsflæði í búrinu þótt slökkt sé á sump return dælunni
Kv. Jökull
Dyralif.is
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

þú meinar, ég var ekkert búinn að spöglera í closed Loop kerfi.
Það er nátturlega eina vitið, ertu með einhverjar hugmyndir um dælur fyrir þannig kerfi?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Veit að tetrapond cpx7000 er með gengjum til að nota í closed loop og allt keramik legur, en veit ekki hvort hún megi vera upp úr vatninu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

eheim dælurnar eru líka mjög solid.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Aqua Medic Ocean runner.
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Hún lítur ekki út fyrir að geta verið á þurru en hún myndi anna öllu straumflæði sem mig gæti dreimt um í búrinu... :P
Tetra Pond CPX 7000 . 7,110 litres per hour . Max pump height 4.0m . Power consumption 135 watt . Hose pipe connection 1 to 1.25 inches
Image
Ocean Runner Current Pump 3500 þessi dælir um 3000 l/h sem þýðir um 750 l/h úr hverjum stút, það ætti að vera meira en nóg.
hún er á 14.000 úti spurning hvað hún kostar hérna heima. :?

Image
Gott ef ég á ekki svona dælu einhversstaðar! :P man að vísu ekkert hvað hún er stór... :roll:

Varðandi refugiumið þá ætla ég ekki að vera með refugium í sumpnum, bara algea mottuna og LR.
þar sem þessi algea motta á víst að vera svakalega skilvirk í að fjarlægja nítrat/nitrit og phosphor úr búrunum.
Hvað fynnst ykkur vera eðlilegt flæði í gegnum sump ekki með refugium?
Last edited by linx on 10 Jan 2011, 21:21, edited 1 time in total.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

bæði Eheim og ocean runner dælurnar eru ódrepandi.
finst ocean runnerin gjörsamlega hljóðlaus og þess vegna tek ég hann frekar en Eheim.

en ef þú átt nú þegar Eheim dælu þá er það bara frábært.
ég átti ocean runner 3500 og kostaði hún um 20k fyrir kreppu :P
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

já þetta er víst ekki gefins þetta drasl! en samt 14 úti, 20 hérna, munurinn er kannski ekki svo svakalegur.
Hávaði er stór þáttur í að geta notið þess að vera með búr í stofunni hjá sér!!!
Það var alltaf soghljóð í 500l. búrinu hjá mér! :grumpy: það var algjörlega óþolandi eftir smá tíma...

Sem kemur mér að næsta topiki affallinu! Eftir að hafa talað við þá í Dýragarðinum þá er ég með tvær hugmyndir varðandi affall en það er annarsvegar
overflow box eða yfirfallskerfi (bora botninn og setja rör upp með fullt af götum). Overflow box kostar að vísu um 30k nýtt
en er algerlega hljóðlaust og annar 1500-3000l/h fyrir eða eftir smá mod.
yfirfallið er mun ódýrara en hver er ikkar reinsla af hávaða mengun frá yfirfalli?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

20k fyrir kreppu.
30+ núna væntanlega.
Prófa að tala við eithverja búð eins og plexy og sjéð hvað það kostar að láta smiða overflow box.ertu búin að skoða ebay með OF boxin?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

http://shop.ebay.com/?_from=R40&_trksid ... Categories

tollur getur ekki verið rosalegur á svona plast dóti?
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Ég var ekki búinn að skoða þetta neitt frekar, Það er einn sem var að smíða svona box "Gaui" spurning um að hringja í kauða og ath. hvað hann tæki fyrir boxið.
Hefur einhver hérna einhverja reinslu af plexy smíði? Ég á CR. sem er að mestu bara plexy og dæla, spurning hvort maður gæti smíðað einn svoleiðis bara minni?
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

tæplega 7000 kall fyrir flott box! og mér skilst að Dýraríkið sé að selja þetta á um 30.000 :shock:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég myndi velja Custom OF box + durso stand pipe (Eins og ég er með á 54Lbúrinu mínu) any day yfir svona tilbúin OF box

Kostaði undir 1500.kr plexyið og svo max 1500.kr fyrir pvc-ið
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Bora eða ekki Bora.
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

Jú það er líka sniðugur möguleiki, er kerfið hljóðlátt hjá þér Squinchy?
og af hverju tekur þú tvö göt í staðin fyrir eitt? til þess að vera með allt inní búrinu eða?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ulli wrote:http://shop.ebay.com/?_from=R40&_trksid ... Categories

tollur getur ekki verið rosalegur á svona plast dóti?
mín reynsla, ekki tollur en vaskur ofaná verðið með flutningskostnaði.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

gott að vita það. :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kerfið er hljóðlaust í mínu tilfelli, skimmerinn minn gefur frá sér meira af hljóðum þannig að ég heyri ekkert í yfirfallinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply