Setja plöntur í nýtt búr?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Setja plöntur í nýtt búr?

Post by Gilmore »



Ég setti vatn í 180l búr í gær og keyrði allt í gang, núna er hitinn kominn í 24 gráður. Er ekki allt í lagi að skreppa á morgun og skella nokkrum plöntum í búrið?

Ég var að hugsa um að fara í þetta "fishless cycle" og hef lesið að það sé best að setja plönturnar sem fyrst í búrið þar sem þær nærast á ammoníaki, nitrit og nitrati.

Ég var að hugsa um að setja 2 stk Anubias og 1 - 2 Valsneria og eitthvað af Java Mosa. Teljast þessar plöntur ekki til hargerðra plantna og ættu þær ekki að þola "nýtt" búr vel?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvernig ætlarðu að koma cycle í gang? Ætlarðu að skammta ammóníu í búrið?

Annars er voða lítið fyrir plöntur í nýjum búrum.. Lítið af nítrati og voða fátt bitastætt í vatninu. Anubias ætti svosem alveg að vera í lagi þar sem þær vaxa hægt, en ég myndi hinkra aðeins með plönturnar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Var að spá í að skammta ammóníu.

Notar plantan ekki ammóníu líka til að vaxa?
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

nei ég held ekki að plöntur noti NH3. Það er ágætur þráður hér á spjallinu um fishless cycle. Ég hef gert það tvisvar með ammoníaki og virkað vel. Maður bara að skammta rétt og mæla reglulega. Kosturinn við fishless cycle er að maður getur sett það magn af fiskum í búrið sem það þolir þegar búrið nær jafnvægi, hin leiðin að byrja með fáa fiska og bæta svo jafnt og þétt við stofinin um leið og flóran eykst er líka ágæt leið, sérstaklega í smærri búrum. Það er ekki mælt með að setja plöntur í fishless cycle búr af því að brúnþörungs sprengja getur átt sér stað í lok ferlisins. Ég var þó með nokkra kúluskíta þegar ég gerði þetta.
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ætli ég byrji þá ekki bara með fáa fiska og smá Biostart, eins og ég hef oftast gert það.......get ég þá ekki sett plöntur strax? Ég er vanur fiskakall, en hef aldrei verið með lifandi plöntur. :)
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Sonur minn er sennilega búinn að starta cycle ferlinu......ég fann slatta af rúsínum hálfrotnuðum í búrinu áðan. Best að finna límband til að festa lokið. :o
Post Reply