Innblástursþráður varðandi 1000+ lítra búr

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
N0N4M3
Posts: 48
Joined: 21 Jan 2010, 17:20
Location: Kópavogur

Innblástursþráður varðandi 1000+ lítra búr

Post by N0N4M3 »

Sæl verið þið. Ég á fjórar Channa micropeltes sem þurfa stærra heimili á næstunni. Þær una sér vel í litla 120lítra búrinu mínu eins og er, þær eru um 15cm en stækka hratt. Það er kannski fullskemmtilegt að gefa þeim að éta :oops: Ég á 400l búr og smelli því í gang á næstunni. (Ekki beint eðlilegustu fyrstu fiskarnir manns)
Ég er glænýr í þessu yndislega áhugamáli ég hef verið að sörfa www.monsterfishkeepers.com forumið sem og þetta í leit að fróðleik og er búinn að sanka að mér slatta. En eins og með önnur áhugamál þá hafa allir sína eigin leið til að framkvæma hlutina. Ég er rafvirki að mennt og þar ríkja líka svona trúarmál, sumir nota einungis makita aðrir nota dewalt þó þetta séu bæði helvíti fínir framleiðendur.
Ég vill vekja upp málefnalega umræðu um kosti & galla ýmsra hluta og spyrja nokkura spurninga í leiðinni.

#1 : Hversu stór þarf sumpurinn að vera fyrir segjum 1600 lítra búr. Er lítramagn sumps einhver prósentutala af lítramagni búrs? Get ég losnað við sump með því að hafa stanslaust en lítið flæði í gegn um búrið eða er það bara vitleysa í mér?

#2 : Mál á búri: Hvernig hljómar 2500mm x 800mm x 800mm (1600l fyrir 4 chönnur. Ég get alveg búist við að þær verði eitthvað árasargjarnari seinna meir og éti hvor aðra). Hver er hámarkshæð á svona búri án þess að nota einhverskonar málmgrind utan um búrið, er 80cm fín tala? Er 19mm gler nógu þykkt fyrir svona monsterfiska? http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium Gefur mér upp 19mm þykkt miðað við 3,5 öryggisstuðul.

#3 : Hvaða hreinsunaraðferð hljóðmengar minnst, ég nenni ekki að vera að hlusta á eitthvað stanslaust vatnshljóð. Sumpur / tunnudæla.. eru einhverjar aðrar skemmtilegar leiðir?

#4 : Er góð hugmynd að bora í botninn á búrinu fyrir yfirfall eða væri sniðugra að bora í hliðarnar, í sumum búrum hef ég séð 2 yfirföll sitthvorumegin í búrinu. Er einhver ástæða fyrir því?

#5 : Ef þið getið ímyndað ykkur að þið séuð sjálf að fara að smíða svona gígantískt búr, hvernig mynduð þið fara að með málin á því, stærð sumps, dælu... et cetera et cetera

Vonast eftir góðum móttökum :roll:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sumpur er klárlega málið. Hann sér um að vatnsmagnið í aðalbúrinu sé alltaf jafn hátt, inniheldur megnið af bakteríu sem halda vatnsgæðum góðum, inniheldur allan búnað (hitara, dælur osfrv) og er ódýr.
Varðandi stærð á honum þá er bara málið að hafa hann eins stóran og þú getur/tímir. Ég myndi halda að uþb 200 lítrar væru lágmark. Athugaðu líka að öll uppgufun kemur fram á sumpinum, þ.e.a.s. vatnsyfirborðið í honum lækkar við uppgufun, þannig að þú vilt hafa sem mest pláss þar til þess að þurfa ekki að vera að fylla stanslaust á hann. Þú sleppur ekki við einhverskonar hreinsigræjur þótt þú sért með einhverskonar sírennsli. Það er hægt að hafa sump nokkuð hljóðlátan, ef yfirföllin eru gerð rétt o.s.frv. Ég myndi mæla með amk 2 götum í botninn (ef eitt stíflast, þá er hitt í lagi), og hafa þau vel stór. Ég myndi miða við amk 5000l/klst flæði í gegnum sumpinn.

Þessi mál á búrinu eru fín, en myndirðu ekki vilja hafa búrið breiðara? Og þá kannski styttra í staðinn. Chönnurnar verða það langar að 80cm er voða lítið pláss fyrir þær að snúa sér.

Ég veit ekki með þykktina á glerinu, en þú vilt hafa það overkill. Chönnur eru þekktar fyrir að synda í gegnum gler ef þær skelfast :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
N0N4M3
Posts: 48
Joined: 21 Jan 2010, 17:20
Location: Kópavogur

Post by N0N4M3 »

Ég er búinn að spá mikið í lengdunum var einmitt fyrst að spá í 2x1x0,8 1600l, jafnvel 2 x 1,2 x 0,8 (um 1900 lítrar).
Spyr mig jafnvel hvort 2,5 x 1,5 x 0,8 væri ekki bara fínt... úff 3000 lítrar...
Ef maður ætti peningana myndi maður auðvitað fjárfesta í einu stykki CCP búri fyrir litlu krílin sín, vill ekki að þeir þurfi að húka í "litlu" búri þar sem þeir fitna bara.
Þetta er ekkert að fara að gerast alveg á næstunni en maður er byrjaður að leggja fyrir og spá og spögilera :)
2-4 hundrað þúsund kr er svosum ekki mikill peningur ef ég er að sniffa á rétt verð. En er mikill verðmismunur á spónaplötubúrum og glerbúrum? Sá eitt diy hérna á spjallinu og fjöldann allan á monsterfishkeepers. Það er samt eitthvað innst inni sem segir manni að viður á ekki heima í fiskabúrum
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Ég myndi hafa það 2000mmX1200mmX1200mm=2880 lítra þá ertu kominn með góða dýpt á búrið og nóg pláss fyrir þær til að snúa sér við :)
Minn fiskur étur þinn fisk!
Post Reply