Stækkun á tjörninni minni

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Stækkun á tjörninni minni

Post by helgihs »

Ég ákvað að stækka tjörnina mína og ég byrjaði aðeins að taka pallinn í sundur og grafa í dag. Stækkunin er um 1x3,4 metrar og síðan ætla ég að dýpka hana eins og dúkurinn sem ég keypti leyfir.

Allar þessar myndir eru teknar af svölunum.

Image

Hérna er tjörnin, ég er búinn að dæla um 30 cm af hæð vatnsins úr. Ég ætla að færa vegginn neðst um meter nær húsinu. Þarna sést einnig fiskikar sem fiskarnir verða í á meðan framkvæmd stendur.

Image

Ég ætla að loka þessu horni af og hugmyndin er að gera foss þarna.

Image

Hér eru nokkrir fiskar og matarskammtarinn, hann er yfirleitt ekki þarna.. bara núna. Bunan þarna er úr hreynsikerfinu.

Image

lítil dæla að dæla úr tjörninni á meðan við vorum að grafa.

Image

Víking gefur kraft. Sést hvernig ég gekk frá þessu í horninu.

Síðan er planið að nota affallið af húsinu til að hita upp tjörnina og þá verður bara sírennsli í hana og úr. Brunnurinn er 3 metra frá tjörninni.

Meðaldýptin á tjörninni verður svona meter, dýpst verður hún um 1,5m

Image

Hér er paint mynd circa af málunum. Punktalínan sýnir viðbótina.
Ekki alveg í réttum hlutföllum.
20000 L tjörn
1350 L
200 L
75 L
300 L sumpur/gotbúr
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Búinn að grafa helling upp

Steinninn í miðjunni var erfiður og ég ákvað að grafa hann bara niður.

Image

Ég lét efnið sem kom upp bara renna í gegnum hekkið.

Image

Ég ætla að hækka yfirborðið á vatninu um 15cm. Það náði eins og bláa röndin. Ég set spítu á milli staura, festi þær á járnin sem sjást á myndinni.

Image

Kom inn til að hvíla mig aðeins og smella myndum inn :D
20000 L tjörn
1350 L
200 L
75 L
300 L sumpur/gotbúr
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þetta lítur vel út og verður góð breyting
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

þetta verður jafnvel enn glæsilegra, leyfðu okkur endilega að fylgjast með þróuninni á þessu :góður:
svanson
Posts: 178
Joined: 03 Feb 2010, 23:33

Post by svanson »

Þetta endar með því að þú leggur alla neðri hæðina hjá þér undir fiskana :wink: lýst vel á þetta hjá þér. Þarf að fara kikja á þessa framkvæmd hjá þér
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Dúkurinn kostaði um 60 þús. hann er 8x7,5m

Að koma dúknum fyrir

Image

Image

Byrjað að leka í tjörnina. Það sést ágætlega hvað hún er djúp, hún er dýpst þar sem strákurinn stendur.

Image

Image

Meðaldýptin er um 120cm og hún er dýpst um 160 cm
20000 L tjörn
1350 L
200 L
75 L
300 L sumpur/gotbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Lýst vel á þessar framkvæmdir :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Fossinn.

Vonandi nokkuð beint.

Image

Ein yfirmynd

Image

Rörið til vinstri er úr dælunni sem mun dæla vatni í fossinn. Ég saga bút af rörinu til hægri og gata það. Síðan set ég þau saman og hleð grjóti yfir.

Image

Held að fiskarnir fíli sig bara ágætlega í "nýju" tjörninni.

Image

Byrjaðir að éta strax á fyrsta degi.

Image
20000 L tjörn
1350 L
200 L
75 L
300 L sumpur/gotbúr
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þetta er flott
væri til í að fá að sjá þetta með eigin augum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Flott framkvæmd, en nú þarft þú að smella nokkrum myndum af þessu full frá gegnu. :wink:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Núna er ég búinn að ganga frá þessu svona að mestu leiti. Bara smotterí eftir eins og að ganga frá köplum og því um líkt.

nokkrar myndir

Image

Þetta var fyrsta tilraun með fossinn, ég ætla að breita honum. Þarna var ég að gefa þeim að éta.
Image

Tekin af svölunum, aðeins byrjað að dimma.
Image

Svona gekk ég frá dúknum, lagði bara lista yfir hann.
Image

og síðan tveir koi
Image
20000 L tjörn
1350 L
200 L
75 L
300 L sumpur/gotbúr
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

Ég fann brunnana fyrir affallið af húsinu eftir smá leit, þeir voru ekki á sama stað og teikningarnar sýndu. Ég tengdi affallsrör úr tjörninni í brunninn.

Mynd af aðalleiðslunni og brunninum.

Image

Þarna sést stúturinn sem kemur inn í tjörnina, það kemur síðan 90° beygja upp.

Image

Báðir brunnarnir

Image

Næst er síðan að tengja heita affallsvatnið úr húsinu inn í tjörnina.
20000 L tjörn
1350 L
200 L
75 L
300 L sumpur/gotbúr
helgihs
Posts: 93
Joined: 14 Oct 2007, 18:46

Post by helgihs »

jæja, nú er ég búinn að tengja affallið í tjörnina.

Það kemur reyndar ekkert voðalega mikið af heitu vatni núna úr því. Það er bara eðlilegt miðað við hitann úti.

Allt draslið
Image

ofan í brunninn
Image

Ég geng síðan vel frá þessum enda, kem honum fyrir einhversstaðar þar sem hann sést ekki eins vel.
Image
20000 L tjörn
1350 L
200 L
75 L
300 L sumpur/gotbúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta lýtur bara mjög vel út :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
vikar m
Posts: 124
Joined: 10 May 2010, 22:02
Location: akureyri
Contact:

Post by vikar m »

þetta er bara geggjað
ég er alveg kex óður í fiska
54l
seyðakassi úr rúmfó
og gullfiskur
http://kaninur-fiskar.blogcentral.is/

:hákarl: :sybbinn:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já þetta er helvíti flott hjá þér! Núna er mig farið að klæja að stækka tjörnina mína! :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply