Vantar nokkur svör.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Vantar nokkur svör.

Post by gummijon »

Góðan daginn

ég var að fá mér fiskabúr fyrir stuttu, í búrinu eru
15cm+ gibbi
4 Yellow Lab (sýnist þeir vera 2x kvk og 2x kk)
2 Pseudotropheus Salousi (karlkyn báðir)
1 trúðabótía
2x mississippi mað turtle
og 2 tegundir sem mig vantar nafnið á, ég keyðri þetta nefnilega notað allt saman og það fylgdi nú ekki hvaða tegundir þetta voru.

Image

Uploaded with ImageShack.us

Image

Uploaded with ImageShack.us

Image

Uploaded with ImageShack.us




svo líka var ég að spá hvaða fiska tegundir ég get sett með skjaldbökunum í búrið eru það bara flestar sikiliður eða? allavega meðan þær eru nógu snöggar til að koma sér undan bökunum?




svo líka með skjaldbökurnar, ég fann lista yfir hvað þær meiga fá að éta.
Listinn.
Þurrfóður: Best er kalkmikið fóður ætlað skjaldbökum og selja gæludýrabúðir ýmsar tegundir. Leitaðu eftir umbúðum sem hafa kalk (calcium). Annað fóður sem hægt er að nota samhliða kalkmiklufóðri er KOI-matur. Ódýrt og þeim finnst það mörgum mjög gott.

Grænmeti og ávextir: Rómanskt kál, rauðlaufskál, grænlaufskál, gulrætur, kantalópa, hunangsmelóna, jarðaber, duckweed, vatna híasinta, vatnakál, spínat.

Prótein: Mjölormar, ancharis, blóðormar, nautahjarta, ferskur humar, fersk rækja, ghost rækja, frosinn fiskur (krabbakjöt, rækjur, ýsa, gellur..), vatnasniglar, moskító lifrur, landsniglar (slugs) og vaxormar. Ef gefin er skinka verður hún að vera óreykt og látin liggja í vatni svo að saltið fari úr henni.

en mínar skjaldbökur virðast bara ekki líta við neinu öðru heldur en þurrfóðri. ég er búinn að reyna að gefa þeim mikið af bæði grænmeti og því sem flokast undir prótein, en það er bara enginn áhugi á því. Einhver með einhver góð ráð við þessu? eða er bara nog að gefa þeim bara alltaf þurrfóður?
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

first væri voða gott ef þú myndir minka myndirnar
Rena Biocube 50: tómt eins og er
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

hrafnaron wrote:first væri voða gott ef þú myndir minka myndirnar
komið ;)
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Re: Vantar nokkur svör.

Post by hrafnaron »

efsta myndin er flying fox held ég og neðri tvær er SAE
Rena Biocube 50: tómt eins og er
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvað er þetta stórt búr?

Ertu með land fyrir bökuna og ljós?
Geri ráð fyrir því að bakan þurfi að fara á land öðru hvoru..
Myndi ekki mæla með neinu öðru en öðrum afrískum síklíðum. (Malawi síklíður)
Hafa nóg af felustöðum fyrir fiskana.
Ertu með góðan hreinsibúnað?
Skjaldbökur eru rosalega miklir sóðar.

Ef þú ert með nógu gott þurrfóður fyrir hana, þá þarftu örugglega ekki að hafa áhyggjur.
Annars er ég enginn sérfræðingur um bökur.
Bara gefa henni nóg af kalki.
Gætir prófað að gefa henni gras, túnfífla eða arfa.
Kannski rækjur..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
gummijon
Posts: 48
Joined: 06 Jun 2010, 21:43

Post by gummijon »

Elma wrote:hvað er þetta stórt búr?

Ertu með land fyrir bökuna og ljós?
Geri ráð fyrir því að bakan þurfi að fara á land öðru hvoru..
Myndi ekki mæla með neinu öðru en öðrum afrískum síklíðum. (Malawi síklíður)
Hafa nóg af felustöðum fyrir fiskana.
Ertu með góðan hreinsibúnað?
Skjaldbökur eru rosalega miklir sóðar.

Ef þú ert með nógu gott þurrfóður fyrir hana, þá þarftu örugglega ekki að hafa áhyggjur.
Annars er ég enginn sérfræðingur um bökur.
Bara gefa henni nóg af kalki.
Gætir prófað að gefa henni gras, túnfífla eða arfa.
Kannski rækjur..

þetta er 270 lítra búr, það er land fyrir þær til að komast á og sóla sig í UVB perunni :Þ
og hreinsibúnaðurinn passar fyrir stærð búrsins þannig það á ekki að vera neitt vesen.
skil bara ekki afhverju þær líta ekki við neinu öðru en þurrfóðrinu...
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Getur verið erfitt að fá þær til að taka við öðru en því sem þær eru aldnar upp á, mikil vægt að byrja sem fyrst á fjölbreyttinni fæðu þegar þær eru ungar, mæli bara með því að þú haldir áfram að reyna gefa þeim af og til, aldrei að vita nema einn daginn prófa þær að borða eitthvað annað en þurr fóðrið, mínar voru mjög æstar í rækjur, orma úr garðinum og jarðaber
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply