Loftdæla Rena100 að gera mig bilaðan LEYST! :)

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Loftdæla Rena100 að gera mig bilaðan LEYST! :)

Post by jonsighvatsson »

Ég er búinn að googla útum allt , í leit að loftdælu sem hljómar ekki eins og loftdæla á sprautuverkstæði .

Quiet air pump : Þá er tetratec dælan og rena víst alveg æðislegar og hljóðlátar :x

Fann osom síðu sem gefur manni tips til að láta dæluna vera hljóðlátari.. ss ekki hafa hana inní skáp eða öðru sem getur magnað hávaðann / hafa hana fyrir ofan fiskabúrið / hafa svamp undir / hafa góða loftsteina ( hef tvo )
og veit ekki hvað .....

EN dælan er ennþá óþolandi !

hjálp takk , er með 120l búr með 5 gullfiskum. Er með Am-top 1000L/klst efast um samt að hún sé nóg til að hafa hreifingu á vatninu og súrefnismetta það þannig.... Get ekki haft gróður .. gullfiskar éta hann eins og Doritos ... svo étur gróður upp súrefni á "nóttunni"

:evil: :evil: :evil: :evil:
Last edited by jonsighvatsson on 19 Jul 2010, 19:00, edited 1 time in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mér hefur fundist tetra loftdælurnar vera hljóðlátastar, en það heyrist alltaf svolítið í loftdælum. Ég boraði gat á vegginn hjá mér og setti setti loftslönguna í gegn. Loftdælan mín er inni í geymslu en búrið er í stofunni. Problem solved.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Ég seigi það sama og keli að það heyrist alltaf eitthvað í loftdælum.
Hef allaveganna ekki rekist á neina enn sem er hljóðlaus.
Ég er með þrjár tegundir af loftdælum Rena, Tetra og einhverja noname.
Hjá mér heyrist minnst í Rena dælunni, það getur verið að það sé vegna þess að hún er stærst.
Einhvernveginn hefur mér fundist heyrast minna í þeim eftir því sem þær eru stærri.
Annars minnir mig að það séu einhverjir þræðir um þetta hér á spjallinu.
Prófaðu leitina.
Einhvern heyrði ég um sem holaði svamp að innan og setti dæluna þar inn í.
Hvernig sem þetta er hljóðeingrað, þá geri ég ráð fyrir að það þurfi að passa að þetta sé ekki það þétt að dælan nái ekki lofti.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég á bæði Tetru og Renu loftdælur, heyrist mikið í þeim báðum. Er með Renuna hengda upp og það lagaði eitthvað en samt heyrist alltaf slatta í henni.

Keypti svo notað búr fyrir jól sem var með Eheim lofdælu og það er mesta snilld í heimi. Hún er eiginlega algjörlega hljóðlaus, sem sé ekki svona leiðinlegt titringshljóð eins og er oft í þessum loftdælum. Heyrist bara svona loftbóluhljóð í búrinu sjálfu.

Var með Tetru loftdæluna við stærsta búrið mitt og ákvað að kaupa Eheim þar líka, voru svo mikil læti í Tetrunni, og þetta er allt annað líf. Eina hljóðið sem heyrist núna er bara loftbóluhljóð í búrinu en dælan er nánast hljóðlaus. Enginn titringur í dælunni en það er mun stærri loftdæla en hin sem við fengum með notaða búrinu. Sem sé að þó þær stækki þá eykst ekkert hljóðið í þeim. Er reyndar ekki með hana á mestu stillingu en það þarf ekki þegar hún er í gangi allan daginn finnst mér :).

Sem sé að Eheim er málið ef maður vill mjög hljóðláta loftdælu. En Rena og Tetra eru ekki hljóðlátar :).

Eheim er líka ekkert dýrari en hinar dælurnar og maður fær betri dælu fyrir peninginn :).
200L Green terror búr
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

en vandamalið er að finna einhverja búð sem selur eheim ekki satt?
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

(RÁN)Dýraríkið er með eheim en myndi frekar panta hana netinu t.d á http://www.aquaristic.net held að það sé ódýrara
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

jonsighvatsson wrote:en vandamalið er að finna einhverja búð sem selur eheim ekki satt?
Dýraríkið selur Eheim, og mér fannst ekki dýrt að borga um 7 þús fyrir stærstu gerð af lofdælu. Held að stóra Tetra loftdælan hafi kostað um 6 þús eða meira og hún er ekki nærrum því eins góð :). Sem sé það er ekki endilega allt á uppsprengdu verði í Dýraríkinu miðað við aðrar tegundir vara annarsstaðar.
200L Green terror búr
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Post by Gunnar Andri »

nei það er að vísu rétt en hinsvegar finnst mér tetra loftdælurnar alltílagi ekkert rosalegur hávaði í henni en hins vegar nota ég helst ekki loftdælur
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Post by jonsighvatsson »

splæsti í helmingi stærri dælu frá eheim 200l .. hef hana á 70% stillingu , og það heyrist ekkert í henni. Eina sem heyrist í búrinu núna eru loftbólur
Post Reply